Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 10

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 10
226 NÝTT KIRKJCTBLAÐ jjar sem skugga bar á, og var hann þá að gretta sig framan í barnið og gjöra sig líklegan að grípa í það. Varð dreng- urinn svo hræddur af öllu þessu, að hann þorði ekki sig að hreifa á kveldin, og töldu foreldrar hans sig mundu hafa orð- ið í vandræðum með hann, ef þau hefðu átt að vera þarna lengur. En aldrei sá fullorðna fólkið neitt. Síðar sagði eg í trúnaði þeim Eiðahjónum þessa sögu og spurði hvort þau hefðu sagt nokkrum frá því, er drengirnir þeirra höfðu séð, en þau kváðu mig vera hinn eina, sem þau hefðu minst á þetta við. Enda mundu allir hlægja að þess- ari vitleysu, ef hún kæmist í hámæli, og báðu mig að orða þetta ekki við neinn, og sama mun Sigmundur hafa gjört. Hefi eg og gjört það að þessu. En að eg nú rýf þögnina, kemur af því, að ástæðurnar fyrir þögninni eru nú fallnar að mestu burt, þar sem skoðanir manna á síðustu árum hafa mjög breyst í þessum efnum í þá átt, að hlæja ekki fíflahlátri að öllu er óskiljanlegt þykir og telja það hégiljur einar eða jafnvel uppspuna, og svo hefir ritstjóri Kirkjublaðsins óskað eftir að eg vildi senda blaðinu eina rökkursögu. Datt mér þessi viðburður í hug, þegar eg um daginn las í ísafold undir fyrirsögninni „Frá furðuströndum“ frásöguna um drenginn er sá konuna. Bið eg þá er hlut eiga að máli, að misvirða ei, þó eg hafi skýrt frá viðburði þessum, sem eg tel ekki ómerki- legan og veit að er sannur. Magnús Bjarnarson. VIII. Sigríður dóttir Isleifs bónda í Ytri-Skógum undir Eyja- fjöllum, sagði frá því í elli sinni, að þá er hún var í barn- æsku, svaf hún fyrir ofan ömmu sína, og var þá eigi ávalt svo fljót að leggjast niður, sem amma hennar vildi. Svo var það jólanótt eina: Fólkið var lagst útaf, en ljósið logaði, og Sigríður litla sat uppi fyrir ofan ömmu sína og lék sér að því, að telja á sér tærnar. Alt í einu kom kerling að rúm- inu, stór og ljót. Var í skautbúningi og hafði fald á höfði. Beygði hún sig yfir ömmu hennar að henni sjálfri og mælti höstuglega: „Þú skalt eiga mig á fæti ef þú ferð ekki að sofa“. Varð Sigríður hrædd og grúfði sig undir fötin. Ekki varð fleira til tíðinda. En aldrei siðan sagðist hún hafa gleymt hrukkunum á kjálkum kerlingar. Br, J,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.