Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 11
227 NÝTT KIRKJUBLAÐ Rekkjur fólksins í Ytri-Skógum voru á fjóslofti. Þá var venja að sofa í rökkrinu til að geta vakað þeim mun lengur á eftir. Þá er Sigriður var orðin nokkuð stálpuð (10—12 ára), dreymdi hana sama drauminn kvöld eftir kvöld í langan tíma. Þóttist hún vera dregin ofan af loftinu ofaní bás, og kvalin þar. Varð hún hrædd við þetta, kveið fyrir að sofna og þess meir, sem þetta varaði lengur. Tók hún að gráta er hún skyldi sofna í rökkrinu. Amma hennar varð þess vör og spurði hana af hverju það væri. Sigríður sagði sem var. „Við því kann eg gott ráð“, sagði amma henuar. „Þú skal lesa Faðir vor þris- var í hvert sinn, þegar þú legst útaf. Það mun duga“.' Sig- riður hlýddi þeseu ráði. Og það dugði. Br. J. Ikjjring á riinm iamla-ÍGsiamGniisins. Mjög svo ágætt og merkilegt rit er að koma út á Þýska- landi, sem lesandi og hugsandi prestar þurfa endilega að eign- ast. Vinna að því riti hinir frægustu biblíuskýrendur við þýska háskóla, svo sem t. d. Gressmann í Berlín og Gunkel í Giess- en. Ritið mun nú að mestu komið út, og verður í 7 allstór- um bindum. Óbundið kostar ritið 28 þýsk mörk, bundið 36, 40 M. Titillinn er: Die Schriften des Alten Testaments in Auswahl neu úbersetzt und fúr die Gegenwart erklárt. Ut- gefendur eru Vandenhoeck & Ruprecht, Göttingen. Eg hefi haft undir höndum 4 bindin um tíma og lesið töluvert í þeim. Það er beint skemtilestur, svo gagnólíkur andleysis-staglinu sem maður er vanastur við í biblíuskýring- um. Lútersku frumreglunni haldið bæði í orði og á borði, að biblían fái að skýra sig sjálf. Það er aðaleinkenni biblíu- rannsókna vorra tíma. Mest þótti mér vert að lesa sögu Davíðs i þessu nýja skýringarriti. Skilið hefi eg að Davíð konungur hlaut að verða þjóðhetja Gyðinga eigi síður en Ólafur helgi hjá oss frændum, og þá er margt merlað og fáð í þeim dýrðarhjúpi. En miður vel hefi eg ^ó jafnan getað sætt mig við dóm biblíunnar um Davíð, Nú er sagan hans í Samúelsbókum langbest @ögð og

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.