Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Blaðsíða 13
NÝTT KÍRKJtlfiLAÖ 229 að mér fiost rétt að benda á það. En sama er mér reyndar, iivort blaðið tekur leiðrétting mína: Stefán Tbordersen, biskups, er Bessastaðamaður, líklega út- skrifaður 1845 eða 46. Getur því ekki náð nokkurri átt að dreifa honum við viðburðina pereatsárið; hann var þá í Höfn. Við vor- um 3 sem aldrei gengum í skólabindindið, Stefán Thorstenseo [land- lœknisj og eg og Magnús Haunesson. Við Magnús hlýddura í því boði fósturföður míns og föður M. H. [síra Haunesar prófasts Stephensen]. Hvað margir brutu, veit eg ekki, líklega þó fieiri en 8. Elest- ir piltar bindindisvinir. Þeir kærðu brotin fyrir rektor og heimtuðu hina brotlegu rekna úr félaginu, eða þeim refsað. í stað þess að sinna þessari kröfu, ætlaði rektor, sjáifsagt í samráði við kennara, að gjöra bindindi að skólaskyldu. £>á kúgun þoldu piltar ekki, og þvi neituðu allir, jafnt bindindisvinir sem hinir brotlegu, nema Jón Þorleifsson. Eftir þessa neitun, sem sjálfsagt hefir verið talin ósvífinn mótþrói eða uppreist, hætti kenslu um æðilangan tíma. Allan þann tima sátu stiftsyfirvöld og kennarar á rökstólum. Tal- að var um að desfmera [reka einn af tiu eftir hlutkestij o. fl. o. fl. En ávöxtur alls þessa var hin þungorða skammarræða sem Egilsen flutti og sagði okkur svo að fara niður í tíma. Arnijótur neitaði því, og undir þá neitun tóku flestir. Þá var pereatið afráðið og framkvæmt. Pereat fyrir Jens [SigurðssyniJ heyrði eg aldrei nefnt, og fullyrði að það hafi aldrei komið í tal. Jens var ekki heima, þegar við orguðum við skólann, hann bjó þar þá. Hitt heyrði eg að hann hefði spurt stúlku dyravarðar ítarlega eftir þvi, hvort sitt nafn hefði verið nefnt. Þetta er í fám orðum rétt sögð saga. Úr þvi eg fór að rayndast við að skrifa, ætla eg að bæta hér við fáorðri athugasemd um þjóðfundarlokin, sem lika hefir verið minst á i N. Kbl. „Sögu“ mina hefi eg eftir sira Hannesi [StephensenJ. Heyrði eg liann fleirum sinnum tala um það og æði ítarlega. Hann sagði svo frá: Eundarmenn vissu frá fyrstu hvað til stóð. Þótti þvi mikið undir því komið, að velja þann forseta, sem bæði hefði vit og dug til að halda svörum uppi fyrir fundinn. Ymsir áiitu Jón Sigurðsson sjáifsagðan, en öðrum þótti vont að missa hann af þingmannabekkjunum. Kjörið lenti á Páli Melsteð amtmanni, og tók síra Hannes það skýrt fram, að fuudarmenn hefðu haft fylstu ástæðu til að treysta honum. Hvort það var samkvæmt loforðum eða ekki, þori 6g ekki að segja. Þegar lokadagurinn kom og Trampe rauf fundinn, bjuggust menn við að íorseti mundi mót-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.