Nýtt kirkjublað - 15.01.1914, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 15.01.1914, Blaðsíða 2
18 NÝTT KIEKJIjBLAÍ) Og svo eru nú alstaðar ofnarnir að koma, og þau þæg- indi kosta töluvert að upphafi, og árlega eldivið og vátrygging. Biskup hefir töluvert um þetta ritað undanfarið, bæði öll- um og einstökum, og snúið sér til prófasta og héraðsfunda, og hafa margir héraðsfundir um það fjallað og undantekning- arlaust við það kannast, að hér er hætta á ferðum. En við það hefir þó enn eigi tekist allvíða hjá söfnuðunum að fá leiðréttingxi á þessu. Þetta er þvi gert hér að umtalsmáli til enn frekari árétt- ingar, og þétta greinarkorn sent alltlestum sóknarnefndum safnaðarkirknanna, nú um leið og þær fá reikningsyfirlit hins Almenna Kirkjusjóðs. entaskólinn. IV. Kennurunum við mentaskólann þarf eg að segja sögu- korn af sjálfum mér. Árið eftir að B. M. Ólsen fór frá, voru sömu rektors- vandræðin og nú. Steingrímur var að verða hálfáttræður, og miklu yngri maður hafði verið tekinn fram yfir hann 10 árum áður. Ráðherra leitaði fyrir sér. Hefi eg það t. d. fyrir satt, að hann hafi boðið dr. Þorvaldi Thoroddsen stöðuna. Og þá er það — eftir árangurslausa leit, að eg skildi — á útmán- uðum, eða vorið 1905, að ráðherra tekur mig tali uppi í stjórnarráði, og leggur töluvert að mér að taka við rektors- embættinu. Eg man að eg tneðal annars svaraði til þess, að eg treysti mér alls eigi til þess. Hefði eg ef til vill haft áræði til þess fyrir 10—15 árum. En nú hefði eg ekki lengur það andans fjör né þann léttleika líkamans, að eg gæti vænst að ná tökum á ungum sveinum. Eg get þessa ómerkilega atviks, til að sýna kennurun- um, að eg hefi kveðið yfir sjálfum mér þann dóm, sem nú hefir móðgað þá. Eins er mér kunnugt um það og kennurum mentaskól- ans mun vart heldur vera ókunnugt um það, að annar ráð-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.