Nýtt kirkjublað - 15.01.1914, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 15.01.1914, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 19 herra vor, Björn heitinn Jónsson, bar um eitt skeið fyrir brjósti að koma íslenskum skólamanni úr hinum enska mentaheimi að skóla vorum, og þá helst í formannssætið. Hitt veit eg eigi, hvvort hann reyndi að hrinda þvi máli til framkvæmda í sinni róðherratíð. En þessa get eg, sem hins, til að minna á, að ekki hefi eg fyrstur upp með það komið, að nýtt blóð þurfi að koma í æðar mentaskólans. Það [er gömul hugsun hjá mér, að varla sé önnur staða hér á landi þýðingarmeiri en rektorsstaðan við mentaskólann. Og maðurinn sérstaklega vandfenginn. Hann þarf að hafa mjög svo yfirgripsmikla mentun, að hann skilji kensluna i öllum greinum, og geti vikið orði að, Jeiðbeinandi og lífgandi, geti samstilt og samræmt alla fræðsluna og forðað henni úr feni yfirheyrslu-staglsins. En svo er hitt þó fyrir miklu mestu, að hann sjálfur sé þeim hæfileikum og yfirburðum búinn og stýj'i því mannviti, og þekki unga fi'jálsborna hugi og starfi af þeim kærleika, að nemendurnir virði hann bæði og elski, og vilji af honum læra sem góðum föður. Það er því afarfráleit skoðun að rektorsstaðan eigi að vera aldurs-vegtylla. Er miklu fremur hið gagnstæða, að ald- urinn gerir menn tiltölulega fljótt miður hæfa til þeirrar stöðu. Mun það nú og tíðast i hinum bestu skólalöndum, að ungir menn, þrítugir og á fertugsaldri, gerast skólameistarar. Get eg þess um leið, að nokkrir af þeim, sem annars eru hjartanlega samdóma athugasemdum mínum, hafa Iátið uppi við mig, að eg hafi gjört rangt til hinum yngri kennurum „auka“ og „stunda“, er voru og eru. I þeim hóp kunni einmitt að vera rektorsefni. — Er því að svara, að um þá hugsaði eg alls eigi, tók „kennai-a“-nafnið svo sem embættislega er með fai'ið. En svo heyri eg aftur þá athugasemd að eigi muni það til, að ungur maður só gerður rektor við sama skólann og hann starfar við í neðstu riminni. En nú eigum vér eigi kost slíkrar færslu hjá oss, og fyndist mér hégómi að setja það fordæmi fyrir sig. En það skal meir en játað að mentaskóla-kennurum vor- um er hin mesta vorkunn, þó að þeir haldi sér fast í aldurs- stigann og amist við annarlegum, þar sem laun þeirra eru alveg ósæmilega lág, eins og nú er komið. „Árásirnar“ hjá mér, svo eg taki upp orð úr kveðjusend- ingunni til min, án þess að kannast við að réttmætt sé, snú-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.