Nýtt kirkjublað - 15.01.1914, Qupperneq 8

Nýtt kirkjublað - 15.01.1914, Qupperneq 8
24 NÝTT KIRKJUBLAÐ um margt fara óskráð í gröfina, er geyma mætti til íróðleiks og gamans. Vekur nýskeð máls á því við mig sira Ólafur í Arnar- bæli, hvað bann sjái eftir þvi, að hafa eigi ritað ýmislegt úr sögu Selvogs efdr Gísla bónda Gíslasyni í Stakkahlíð, er andaðist í sumar sem leið. Gisli var kvæntur sonardóttur Hallgríms kenn- ara Schevings og bar siðan það nafn, var Gísli stakur fróðleiks og greindarmaður, og hafði dregið alt saman er mátti, í sinn minnis- sjóð, af sögu bygðar sinnar. En vera má að hann hafi og ritað. Bruni Undirfellskirkju. Sóknarpresturinn síra Bjarni Pálsson ritar svo um brunann: A annan í jólum, 26. des. síðastl. var margt fólk komið til Undirfellskirkju. Hafði eins og venja er til að vetrinum verið lagt í kirkjuofninn um morguninn, þó eigi meira en svo, að ekki mátti tæpara standa, að sæmilega gæti talist heitt í kirkjunni, er guðsþjónustan hófst. Þegar nokkuð leið fram i guðsþjónustuna fóru menn að veita því athygli, einkum þeir sem uppi á kirkjuloftinu voru, að reykjar- eim lagði um kirkjuna. Brugðu þá nokkrir menn skjótt við og fóru að athuga um ofninn. Var það hvorttveggja að reykurinn fór hraðvaxandi, enda gengu menn skjótt úr skugga um, að ekki var alt með feldu hvað reyk þennan snerti. Guðsþjónustunni var þeg- ar hætt, og snerust menn til rannsóknar á þessu. Sást þá skjótt að kviknað var i kirkjuveggnum milli þiljanna, út frá ofninum eða múrpípunni. Hafði enginn hugmynd um hvernig þetta gat orsak- ast, og oft hafði ofninn miklu meira verið kyntur. Söfnuðurinn stóð sem einn maður í viðleitni sinni að afstýra þessu slysi. í>au verkfæri og áhöld notuð sem til voru, og sent á bæi eftir mann- hjálp og verkfærum, en þar sem kirkjuveggirnir voru stoppaðir með tróspónum, var það á svipstundu að eldurinn læ3ti sig um vegginn. Var það og jafnsnemma að stór norðan hríð brast á. Var það hið mesta fárviðri. Eylgdist þar að veðurhæð og fann- koma. Þegar það þannig gat engum dulist að kirkjunni var óbjarg- andi, tóku menn að bjarga öllu því sem hægt var. Var yfir höfuð öllu bjargað sem niðri var í kirkjunni, og orgelinu sem var uppi á lofd Á tiltölulega mjög skömmum tima brann svo kirkjan til kaldra kola. N. Kbl., IX. ár 1914. Verð 2 kr. — í Ameríku 75 oent. Eldri árgangar fást enn fyrir hálfvirði. Sýnisblöð send svo sem óskað er og bent til af vinum blaðsins. Rifstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. F élagsprentsmið j an.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.