Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 20.12.1941, Blaðsíða 20
Jólahefti Tímarits iðnaðarmanna 1941 Enginn má fsrn í jólðkottinn Það hefir lengi verið taliim sjálfsagður hlut- ur, að allir eignuðust einhverja nýja flík fyrir jólin, því að annars færu þeir í jólaköttinn og það mátti ekki eiga sér stað. — Börnin þurftu að fá spariföt, ef þess var nokkur kostur, því að sparifötin frá árinu áður áttu að verða sum- arföt, en sjaldhafnarfötin hversdagsföt. Þannig gekk það koll af kolli, ár eftir ár, því þótt spari- fötin væru ekki notuð nema þegar farið var til kirkju og á stórhátíðum, þá uxu börnin upp úr þeim von bráðar. Ekki þótti sú húsmóðir á marga fiska, sem ekki gat sniðið og saumað upp á sitt heima- fólk, eða stjórnað því verki heima hjá sér, lielzt látið vinna allt upp á fólkið líka. — Það þurfti að taka ráð í tíma, ef allt átti að vera búið í tæka tíð, því að þá þurfti líka að gera alla jóla- skóna og það var handarvik. —- Sjálfsagt hafa margir verið þreyttir eftir jólaannríkið í þá daga, ekki síður en nú, en það skiptist á marg- ar hendur, lieimilin voru mannmörg. Enn standa blessuð jólin fyrir dyrum, enn einu sinni þurfa allir að fá eitthvað nýlt utan á sig og sína fyrir jólin, en nú eru það ekki heimilin ein, sem annast þessi störf, heldur engu síður vinnustofur af ýmsu tæi. Það er liinn ungi íslenzki iðnaður, sem þarna lieldur innreið sina. — Útlærðir klæðskerar og sauma- konur annast ytra horðið, svo koma milliskyrt- ur eftir nýjustu tízku, höfuðfötin, hanzkarnir, sokkarnir, skinnfötin, nærfötin, skórnir. -— Fólkið vill vera vel húið. Það kærir sig ekki um að klæðast heimaunnu vaðmáli, fergðu á á rúmfjöl niðri í rúmi og litað heima í misjafn- lega haldgóðum litum. Þeir kæra sig ekki um það, herrarnir, að verða svartir á lófunum, þó að þeir strjúki hnjákollana, eins og stundum átti sér stað í gamla daga. — Islendingurinn er orðinn vel klæddur, sumir segja öllum þjóð- um lilhaldssamari í klæðaburði. — Við erum alltaf hálfhrædd við að verða, ef til vill, til at- lilægis. Það þolum við ekki. — Bæjarbúar eru margir, að manni sýnist, alltaf í sparifötunum, ganga í öllu jafnt, og eiga því raunverulega aldrei nein spariföt, tízkan er slyng að kenna fólkinu að fá sér alltaf nýtt og nýtt. Efnið í jólafatnaðinn mun að miklu leyti vera aðkeypt. Margir láta sér sæma að nota innlend efni, heimagerð eða verksmiðjuunnin, til heima- notkunar og sportiðkana, enda er mikið af þess- uin efnum nú orðið bæði smekklegt og vel unn- ið — og um hlýindin efast cnginn. — Allir viðurkenna nú, í orði kveðnu að minnsta kosti, að íslenzka ullin hæfi bezt okkar veðurfari. En á jólin verður að leggja annan mælikvarða. ■— Nú eru líka allar verzlanir, aldrei þessu vant, fullar af glæsilegum fataefnum, og allir vasar, aldrei þessu vant, fullir af peningum. Iðnaðurinn og heimilisiðnaðurinn eru grein- ar á sama stofni, þar má oft ekki á milli sjá. Aðahnunurinn er, að iðnaðurinn framleiðir meira og hefir fleiri vélum á að skipa, fram- leiðir eingöngu lil sölu og á sterka og stóra stétt að baki sér, sem bætir við nýjum iðngreinum. Framfarirnar eru augljósar á öllum sviðum. Ekkert l'úsk má eiga sér stað nokkurs staðar, þá nær hinn ungi íslenzki iðnaður áliti Iijá öll- um neytendum, lieldur velli, þó að allar leiðir opnist fyrir erlendum vörum, er um hægist. Margir menn eru svo gerðir, að þeir taka ís- Ienzku vöruna framyfir þá útlendu, el' hún er i boði, sæmileg og ekki óþarflega dýr. — Svo þjóðræknir menn eru Islendingar. Heimilisiðnaðurinn óskar iðnaðinum, bróður sínum, allra heilla í framtíðinni, óskar Iionum framfara og framkvæmda í öllu starfi. Gleðilega hátíð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.