Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1945, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1945, Blaðsíða 8
Tímarit Iðnaðarmanna 6. XVIII. 1945 rila. Sumir setja alla sina von á vísindi nú- tímans o. s. frv. Eftir þroskastigi, skapgerð og skoðunum, atvinnuháttum pg afstöðu í þjóðfélaginu, safnast menn saman utan um þessi breytilegu sjónarmið í sérstaka trú- flokka, sem flestir eiga sinn átrúnað í ein- liverjum persónum eða persónugerfingum, messíasi eða frelsara. Stjórnmálastefnur, hagkerfi og efnisvís- indi nútimans eru harðir keppinautar gegn jólahaldi fyrri tíma. Það er óþarfi að Iesa sjóferðabæn i mótorbát! Þegar vísindi nútímans tóku að byggja hina yfirborðsglæstu menningu nútímans, álitu margir að hér væri sá Messías og frelsari, sem myndi lyfta mönnum þessarar jarðar upp úr öllu baslinu og „farsældum vefja lýð og láð“, eins og listaskáldið góða komst að orði. Nú þyrftum við ekki lengur að stríða og strita. Nú myndi lieimurinn breytast í paradís þæginda og velmegunar. Nú myndi takmarkinu náð: Að fá fullkomið vald yfir náttúruöflunum. I stað þess sem áður var, að mennirnir voru leiksoppar náttúrunnar, skyldi nú brotið í blað og mennirnir verða húsbændur á sinu lieimili og herrar náttúr- unnar. Og hér er ekki um að villast, liver sigurinn rekur annan. Vélarnar leysa menn- ina af liólmi, ein af annari, sjúkdómarnir lúta i lægra haldi fyrir nýjum og nýjum „undralyfjum“. Við tölum saman heimsálf- anna á milli, sendum myndir og tóna á öhl- um ljósvakans um allan hnöttinn. Fljúgum um liáloftin ofan öllum veðrum, og það er ekki talin nein fjarstæða lengur að áætla för til tunglsins. Svo stórkostlegur er síðasti sigurinn að imprað liefir verið á því að sól- in mætti nú bráðum sigla sinn sjó. Jörðin okkar gæti farið að spila upp á eigin spýtur. En hvað sem hinu síðasttalda líður, er það staðreynd að þróun vísinda og iðnaðar hefir aldrei á núverandi menningarskeiði tekið önnur eins risastökk og í tið núlifandi manna. Að því leyti hefir tuttugasta öldin ekki brugðizt þeim vonum, sem við hana voru tengdar. En hér er ekki nema hálf sögð sagan. Hinn nýi átrúnaður hefir fært oss mörg og mikil gæði, það er satt. En hann hefir einnig orðið til þess að valda miklu böli. Það er sama þekkingin, sem framleiðir sverðið og plóg- inn, eiturgasið og undralyfin. Það er sama þekkingin, sem byggir hinar glæstu hallir og brýtur þær niður aftur. Aldrei Iiafa menn þessarar jarðar verið jafn-þrautpindir eins og á hinu mikla blómaskeiði efnisvísindanna, sem nú stendur yfir. Aldrei liefir martröð þjáninganna verið eins þung. Hraðinn hefir aukizt, afköstin orðið meiri. Allt hefir stækk- að. Tækifærin þúsundfaldazt, Iræði til ills og góðs. En hvort myndi hamingjustjarna mannanna hafa liækkað- eða lækkað á þessu tímabili, ef allt væri lagt á vogaskálar og reikningurinn gerður upp? Mvndi fyrirheitna landið vera nær, eða hefir oss borið lengra undan landi? Ileimskautafarar liafa stund- um komizt í þá aðstöðu, að ganga af kappi mílu eftir mílu og neyta allrar orku i ó- færum rekíssins, en við staðarmælingu hefir allt í einu komið í ljós að ísinn liefir borið þá lengra aftur á bak en fæturnir báru þá áfram. Ég held að hinir áköfustu liefðu gott af því að hægja ferðina um stund, taka slað- armælingu og reyna að gera sér grein fyrir hvert stefnir. Verið gæti að hinn nýi átrún- aður þyrfti að endurskoðast. Hin efnislega vísindaþekking ein getur aldrei leitt mennina til farsældar. Þekking, út af fvrir sig, er eins og óbeizlað náttúru- afl, sem nota má til hvers sem vera skal. Árangurinn er algerlega undir þvi kominn, hverskonar öfl það eru, sem taka þekkinguna i þjónustu sína. Þetta er svo einfalt og aug- ljóst að það þarf engrar skýringar við. Þegar þekking vísindanna stjórnast af góðvild og sanngirni, leiðir lnin farsæld yfir land og lýð. Aftur á móti sýna tvær lieimsstyrjaldir tutt- ugustu aldarinnar greinilega liver aflciðing- in verður, þegar hin svörtu öfl liaturs og grimmdar ná þekkingunni á sitt vald. Þá verða liörmungarnar þeim mun ægilegri sem þekkingin er meiri. 90

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.