Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 15
ISnaðarritið 1.- 2. XX. 1947 Frá afmœlishófinu. Formaðurinn ávarpar samkvæmið. á „fúskinu“ í faginu klastrinu, utan stéll- arinnar og innan. Klastur er að vísu orðið sjaldgæft af liendi fullgildra nnirara, en það verður að liverfa til fulls. Múrarafélögin bæði héldu afmælishóf i Sjálfstæðishúsinu, laugard. 1. febr. s.l., veg- legt í alla staði. Salurinn var þéttskipaður prúðbúnum veizlugestum við skreytt borð og ágætar kræsingar. Til hægri blasti við þjóð- fáninn, en til vinstri fáni múraranna. Tveir valdir strengleikjamenn slógu hörpur sínar. Eftir að veislustjórinn, Aðalsleinn Sigurðs- son, hafði boðið alla velkomna lil bófsins, flutti formaður Múrarafélagsins, Guðjón Benediktsson, snjallt erindi. Auk þess að benda á fagiega þýðingu félagsskaparins, minnti liann á gildi bans sem verkalýðsfé- lags. Iiann taldi líklegt, að merkileg styrkt- arstarfsemi félagsins befði orðið upphaf þeirrar mikilsverðu trygghigarlöggjafar, sem þjóðin hefur nú nýlega öðlast. Gísli Þorleifsson, formaður Múrarameistara- félags Reykjavíkur, bar kveðju meistara til sveinanna. Hann gat um að vel hefði tekizt að liaga seglum eftir vindi og að frjálslyndur framfarahugur ríkti meðal stéttarinnar. Þá mælti Ólafur Pálsson skörulega fyrir minni kvenna. Hann minnti á að samtímis Múrarafélaginu befði Kvenréttindafélag íslands verið stofnað, en enn værum við karlar sak- aðir um að bægja konum frá embættum. 5

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.