Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 16
Iðnaðarriíið 1.-2. XX. 1947 TRÚNAÐARRÁÐ. Fremri ráð frá vinstri: Aðalsteinn Sigurðsson, varaformaður, Sig. Guðmann Sigurðs- son, ritari, Guðjón Benediktsson, formaður, Svavar Benediktsson, gjaldkeri félagssjóðs, Sveinn Páls- son, gjaldkeri styrktarsjóða. Aftari röð: Aage Petersen, Ragnar Finnsson, Ólafur Pálsson, Kjartan Kjart- ansson, Þorfinnur Guðbandsson, Magnús Árnasoti. Sigurður Gnðmundsson Ijósm. tók myndina. „Rísum við karlar undir syndum okkar gagn- vart kvenþjóðinni?“ spurði hann. „Við lof- um bót og betrun, en framtiðin sýnir efnd- irnar. Fá konur bráðum að ganga út með múrarabrétti og skeið?“ Hann minnti á tvenna tímana. Kreppuna og atvinnuleysið fvrir 10 árum. Þeir döpru dagar mæddu mest á kon- unni. Og hún stóðst raunina með prýði. Hug- lireysti atvinnulausan og næstum gjaldþrota húsbóndann, vann liúsmóðurstörfin sem vana- lega og treyndi aurana af fremsta megni. Nú eru múrarakonurnar orðnar heldrimanna- frúr. Allar konur eiga nú að boði löggjjaf- ans að titlast frúr. Og Gylfi Þ. og skatt- stjórinn segja múrara ríka menn og ríkir menn eru heldri menn. Nokkrir múrarar aka í „luxus“-bílum, aðrir i uppgerðum jeppum og mörgum er ekið til og frá vinnu á kostn- að vinnuveitenda. Þelta er allt gott og bless- að og gleðilegt. En fyrst og fremst óska ég þess að allar íslenzkar frúr haldi áfram að gegna sinni háleitustu köllun — köllun hjart- ans. Svo mælti Ólafur að lokum og allir karl- ar samsætisins sungu Matthíasar „Fósturlands- ins Freyja“ á eftir. Þorsteinn Löve mælti fyrir minni Islands. Hann kvað millistéttirnar vera undirstöðu livers þjóðfélags. Enginn yrði óbarinn bisk- up og enginn dugandi múrari án hirtingar. Nýja tæknin hefði sett ísland í brennipunkt stjórnmála jarðarinnar og að allir sannir ís- lendingar yrðu að vera á verði l'yrir ásælni stórveldanna um bækistöðvar í landinu*). Hann endaði með þessum setningum Einars Ben.: *) Ég vona að Þorsteinn hafi átt við ósýnilegar sem sýnilegar bækistöðvar. — S. J. 6

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.