Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 22
Iðnaðarritið 1,- 2. XX. 1947 fáanlegra tæícja og efnis á næstn árum með það fyrir augum að hagnýta sem bezt vinnu- afl þjóðarinnar og auðlindir landsins. Þá skal nýbyggingarráð gera áætlanir um, livar tækin skuli staðsett, og tillögur um bygg- ingar og aðrar framkvæmdir í því sambandi. Nýbyggingarráð hlutast til um, að slík tæki verði keypt utan lands eða gerð innan lands svo fljótt sem auðið er, og befur milligöngu fyrir þá aðila, sem þau vilja kaupa og þess óska. Innflutningsleyfi og gjaldeyrisleyfi til fram- angreindra ráðstafana á fé samkvæmt 1. gr. skulu veitt samkvæmt tillögum nýbyggingar- ráðs. Kostnaður við störf nýbyggingarráðs greið- ist úr ríkissjóði.“ Orðin „lil þess að allir landsmenn vinni við sem arðbærastan atvinnurekstur“, gera tvímælislaust kröfu til nýbyggingarráðs um að það láti fram fara rannsókn á þvi, hvaða atvinnugrein beri að efla um fram aðrar, með tilliti til arðbæris. Nýbyggingarráð hefur ekki gert almenningi það kunnugt, ef það hefur einliverjar slíkar athuganir gert. Sennilega befur ])að öruggar tölur í fórum sínum um t. d. nauðsyn þess að draga iðnaðinn saman. En það er rangt af ráðinu að liggja á þessum niðux-stöðum, því að árið 1936 kom út mikið rit frá Skipulags- nefnd atvinnumála, Álil og tillögur I., þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu, eftir ná- kvæma athugun, að við Islendingar búum við of fábreytta framleiðslu, og þurfum því öllu öðru fremur að efla innlendan iðnað. Telur nefndin það vera „bagfræðilega nauð- syn, menningarlega nauðsyn og þjóðfélags- lega nauðsyn“. Má merkilegt heita að nýbygg- ingarráð skuli liafa komizt að annarri niður- stöðu, en fyrst svo er, á þjóðin heimtingu á að fá að vita á livaða rökum það er reisþ áð- ur en nokkur hluti hennar er rekinn eins og sauðkindur frá einni atvinnugrein til annarar. Til þess að rifja upp fyrir lesendmn Iðnaðar- ritsins niðurstöður skipulagsnefndarinnar frá athugum liennar á atvinnuvegum íslendinga 1931, birtist liér á öðrum stað í ritinu kafli úr álili nefndarinnar. Skýjaborgir. Nýbyggingarráð spennir bogann bátt i á- ætlun sinni. Þarf töluvert ímyndunarafl til þess að trúa því, að við höfum það mikil gjaldeyrisráð að það lirökkvi til áætlaðra skipakaupa á næstu árum, bvað þá til nýsköp- unar á sviði iðnaðar og landbúnaðar. Nýbygg- ingarráð kemst kænlega bjá öðru en skipa- kaupunum, því áætlun þess nær ekki til ann- ars en skipa og frystihúsa, um gjaldeyris- notkun næstu fjögur árin. Samkvæmt áður- nefndum lögum um nýbyggingarráð á ])að að gera heildaráætlun um íslenzkan þjóðarbú- ska]) og þarfir bans til nýsköpunartækja um fimm ára bil. Ráðið snýr þessu þann veg, að það semur áætlun um sjávarútveg á Islandi árin 1946—1951, og sendir bana frá 'sér í árs- lolc 1946. Til þess að gera áætlunina sennilegri livað snertir þörfina á vinnuafli, er ætlast til að iðnaðurinn „skili aftur“ því fólki, sem farið er að trúa því, að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifizt á Islandi. En heildaráætlunin, sem ráðinu var ætlað að semja, er látin bíða betri tírna. Eða getur það ’verið, að á næsta ári berist áætl- un um landbúnað, ámóta einhliða, og ein- bverntíma síðar sé von á nýju „plani“ um iðnað, þar sem gert er ráð fyrir að bann sé eini atvinnuvegurinn í landinu, sem á rétt á sér? Um það skal engu spáð, en liætt er við að síðari áætlun nýbyggingarráðs, um eflingu annarra atvinnugreina en sjávarútvegs, muni stangast ónotalega á við jólaútgáfuna 1946. Heildaráætlun var rétta skrefið. En nýbyggingarráð fór aðra leið. Það lióf veiðiskapinn upp lil skýjanna, án þess að færa rök fyrir ]>ví, að okkur bæri fremur að fjölga skipum en verksmiðjum. Þó er vitanlegl, að okkur er nauðsynlegra að geta selt sjávarafurðirnar en að auka veiði- magnið. Og til þess að gera útfluttu vöruna verðmeiri og söluhæfari þurfum við að vinna 10

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.