Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 26

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 26
Iðnaðarritið 1.- 2. XX. 1947 Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 80 ára Félagið hélt veglegt afmælishóf á afmælisdaginn 3. febr. s.l. og verður nánar sagt frá því í næsta liefti. Tvö kvæði voru flutt og l)irtast þau hér á þessari opnu. Þorsteinn Sig:urðsson, húsgagnasmiður: Af sjónarhæð áttræðs einstaklings í afmælishófi Iðnaðarmannafélagsins 3. febr. /ÍM7. Áttræður fetar ellispor, æskunnar gyllir fjarlægt vor — lifir upp liðna daga, sigra og töp í sókn og vörn, samtíðina sem lítil börn, óruddar brautir, bjargarskort. Baráltu brek og syndir geyma þær gömlu myndir. Tímamót, aðeins lala skráð, takmarki aldrei fullu náð — alda rís, önnur fellur. Fortíðin kynnti frelsisbál, framtakið varð því líf og sál, hugsjónin efldi þrek og þor, þroska, sem afli leyndi, þrautseigju er mest á reyndi. Því er oss ljúft eitl leifturkvöld, Ijósbrot í fölnuð minnisspjöld, frumdrætti fyrstu sloða. Blessun sé yfir bræðraarf, bókfellið geymir margþætt starf. Uppistaðan var orkuslit, ívafið starfsins gleði, fyrst sem til framtaks réði. Afmörkuð verður allra leið, ókönnuð lönd við runnið skeið — auðæfi andans drauma. Gangan er eilíft gæfumót, greinarnar sölna á dauðri rót, höggin er björk með beran stofn, blaðið er lífsins óður. Æskan á andans gróður. Þar, sem elti og æska mætast, eru lifsins spár að rætast. Orkutap þar enginn finnur, aldrei verður þráðaslit. Iðunn vinnur, áfram spinnur, örlög, þroska, manndóm, vit. Andinn hærra liugsjón leiðir, hugvit tímans flækjur greiðir. Yeljum traust, þótt vart sé fínast, vinnugleði, hrjúfa bönd. Aldrei sýnast, eða týnast, innstu þrár, né ættarbönd. 14

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.