Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 28
Iðnaðarritið 1.- 2. XX. 1947 9 * Arsæll Arnason Vísl er liann hók- bandsmeistari og varð (i() ára 20. des. s.l., en hann er svo margt fleira og svo unglegur enn, að ég fæ mig ekki til að hafa vfirskriftina marg hrotnari. Öll þjóð in þekkir þelta nafn og mann- inn, sem (tað her. Ég kynntist honum ungur. Það var Slcin- faxi, sem færði mér fróðleik um afrek lians í bókbandsiðn suður í Þýzkalandi. Ég var þá allgóður ungmennafélagi og mat réttilega mikils þann hróður, sem þessi ungi iðnaðar- maður hafði unnið þjóð sinni. Svo Jiðu mörg ár. En strax er ég hafði nokkur kynni af iðnaðarmönnum hér í Reykjavík hitti ég Ársæl Árnason. Hann var í édal stjórnum þeirra og nel'ndum og um nokkur ár ritstjóri Thnaritsins. Kynning okk- ar óx jafnt og þétt og glaðlyndari náunga þekki ég engan. Ársæll lærði hókhand hjá Guðmundi Gama- líelssyni í Reykjavík 1905—’08. Stundaði fram- haldsnám í Rerlín og Stokkhóhni. Hann hefur margt skrauthandið vel unnið á þessum 40 ára starfsferli. Um tínia rak hann hóksölu og hókaútgáfu í Reykjavík. Hann fór til Grænlands 1029 og skrifaði myndarlega hók um l>á sauðnautaför. Um Andrée, liinn sænska pólfara, ritaði hann einnig og þýddi nokkr- ar myndarlegar hækur, sem hann gaf út. En þrekvirki Ársæls er að hafa ]>ýtl (5 hækur Vilhjálms Stefánssonar norðurfara, selt þær allar ódýrt og grætl á fyrirtækinu. Svo marg- þælta framkvæmd levsa aðeins afhurðamenn af hendi. Ársæll er bókamaður, í þess orðs venjulegu og víðtækustu merkingu. Hann liefur mjög mikið starfað fyrir iðn- aðarmálin í landinu. I Meistarafélagi bók- hindara, Iðnaðarmannafélaginu, Iðnráðinu, Landssambandinu og á Iðnþingunum öllum. í Iðnaðarmannafélagið gekk hann 7. maí 1924. Ilefur verið í stjórn þess siðan 1929 og fyrstu 5 árin formaður þess. Það var hreint ekki að ástæðulausu að Forseti íslands sæmdi hann Fálkaorðunni á 80 ára afmæli Iðnaðannannafélagsins 3. febr. s.l. En á sínu eigin afmæli fór liann i felur og neitaði hlöðum að segja nokkuð um sig. Eftir nokkra daga varð hann þó að koma heim til sin og taka við laglegum minja- gri]> frá nokkrum samstarfsmönnum í iðn- aðarmálum. en fyrir hvarfið fékk hann of þunga ráðningu. Hann, sem alla æfi liefur lifað við heztu heilsu, var skyndilega lagður á sjúkrahús. En læknarnir náðu tökum á kvillanum. ()g við liöfum heztu vonir um að (1 heimskautabœkur Vilhjálms Stefánssonur þýddar af Ársæli Árnasyni og gefnar út af honuni. Ársæll lifi við sína gönilu, góðu lieilsu i marga áratugi enn. Varla fer hann í felur aftur og þegar hann verður 65 ára, 20. des. 1951, skal hann, sá hókabéus, fá fjölmenna heimsókn. S. J. 16

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.