Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 31

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 31
Iðnaðarritiö 1,- 2. XX. 1947 Efling iðnaðarins er þjóðarnauðsyn Skipulagsnefnd iðnaðarinála gaf út mikið rit ár- ið l!)3(i og nefndist j>að ,,ÁIit og tillögur I“. Er þar skýrt frá störfum ncfndarinnar og athugunum, en hana skipuðu nokkrir þjóðkunnir íslendingar, scm kunnugir voru atvinnuinálum þjóðarinnar. Kvaddi nefndin liingað sænskan sérfræðing i fjárhagsmál- um, liagfræðinginn Erik Lundberg, til aðstoðar við rannsóknarstarfið, Iðnaðarritið leyfir sér, að gefnu tilefni, að birta litinn kafla úr riti skipulagsnefndar, bls. 158—160. Várpar hann nokkru ljósi yfir afstöðu nefndarinn- ar fil islenzks iðnaðar. Aðrar nefndir eða ráð hafa síðan verið settar á laggirnar, m. a. nýbyggingarráð, til þess að gera heildaráætlun um þjóðarbúskapinn. Lesendur Iðnaðarritsins geta svo um það dæmt, hvort ráðandi stefna í atvinnumálum er í samræmi við niðurstöður skipulagsnefndarinnar. P. S. P. „Um 11,5 tnillj. af innflutningi ársins 1934 eru vörur, sem sannaö er að framleiða má í landinu með nútímatækni og sæmilegum tiagnaði fyrir atvinnurekendur. Um 8 millj. kr. af innflutningi |>ess árs má auk þess telja víst, að framleiða megi á landinu með sama hætti. Gjaldeyrishagnaðar við að l'ramleiða þær innflutningsvörur, sem þegar er fengin inn- lend reynsla um framleiðslu á, er ca. 6,8 millj. kr. á ári, þar af launagreiðslur rúml. 4 millj. kr. Með því að flytja þessa framleiðslu inn í landið, væri iiægt i árferði slíku sem 1934 að reka þjóðarbúskapinn hallalaust gagnvart útlöndum, án þess að minnka neyzluna og skapa jafnframt mikil skilyrði til aukinnar vinnu. A þann liátt yrði i lillu sem engu spillt aðstöðu þjóðarinnar tit viðskipta út á við, þar sem takmörkun á innflutningi, sem þetta leiðir af sér, kemur niður á lönd, sem óhag- stæður verzlunarjöfnuður cr við. Hinsvegar mundi það á margan hátt bæta aðstöðu þjóð- arinnar til viðskipta út á við. Við þella yfirlit yfir niðurstöðurnar af at- hugununum verður að bæta örfáum almenn- um ath'ugasemdum um þróun atvinnulifsins og verzlunarinnar og núverandi horfur. Fram á ofanverða síðustu öld var lítil verzlun hér á landi. Aðalatvinnuvegurinn var frumstæðui- sveitabúskapur. Menn lifðu á einföldum kosti við fábreytt kjör, matur- inn var mjólk og smjör, kjöt og fiskur, nýr eða hertur, klæðin liandofin eða prjónuð úr innlendri ull. Menn framleiddu mest sína eig- in neyzluvöru. En á þessu befur orðið furðumikil breyt- ing á rúmum þriðjungi aldar. Með skjótum liætti opnuðust miklir og góðir markaðir fyr- ir saltaðan fisk, kjöt og óunna ull. Nú var allt kajip lagt á það að framleiða sem mest af þessum vörum, en lítils þótti vert um hitt allt, sem ekki var „útflutningsvara“. Iðnáður sá, sem áður var, lieimilisiðnaðurinn, lagðist að mestu niður, en i stað þess keyptu menn erlenda iðnaðarvöru fyrir óunna ull, kjöt og fisk. Vefnaður, fatnaður, skinnvara, færi, bús- munir o. fl. iðnaðarvörur, er þjóðin fram- leiddi áður til að fullnægja einföldustu þörf- uin sínum og jafnvel lil sölu úr landinu, var nú tekið að kaupa frá útlöndum fyrir tugi millj. kr. Framleiðslan varð enn fáþættari en áður. Og' um leið og heimilisiðnaðurinn þvarr, gengu lífsskilyrði fólksins mjög til þurrðar i sveitinni, en í þess stað sköpuðust ný skilyrði við ströndina, við fiskiveiðar og verzlun. Meira en helmingur þjóðarinnar flutti búferlum og byggði nýlendur við sjó- inn, að vísu í eigin landi þjóðarinnar. Þessi stórfeldi búferlaflutningur og al- vinnubylting sýndist í fljótu bragði eigi dýr. Eigi þurfti að yfirgefa mikil mannvirki eða fleygja fyrndum vélum. Einföld framleiðsla til útflutnings virtist eigi fjárfrek, hvort sem það var að reka sauðbú á lítt yrktu landi eða gera út liál til fiskjar. Hinsvegar var þessi 17

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.