Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 37

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 37
Iðnaðarritið 1.- 2. XX. 1947 Skýrslur um iðnframleiðslu Höfundur Jicssarar grcinar er ungur liagfræðing- ur, seni m. a. hefur það vandaverk með höndum hjá Hagstofu íslands að sjá um árlega skýrslugerð um ýms liagfræðileg efni, er iðnaðinn varða. Það verð- ur aldrei metið til fullnustu, hvers virði ])að væri íslenzkum iðnaði að hafa itarlegar skýrslur að vitna til, þegar hann þarf að rétta hlut sinn vegna dek- urs stjórnmálamannanna við hina atvinnuvegina. Iðnrekendur hafa reynzt mjög tregir til að gef'a sínu eigin félagi upplýsingar, er gætu orðið efnivið- ur til heildarskýrslna um islenzka iðnframleiðslu, og fært ýmislcgt fram sér til afsökunar. En gagnvart hagstofunni þarf engar afsakanir. Til þess að heildarskýrslur hennar verði ábyggileg- ar, verður liver einasti iðnrekaridi á landinu að senda rétta skýrsiu i tæka tið, og er það lögboðin skylda. Félag islenzkra iðnrekenda mun vera að hverfa frá því að annast sjálft um skýrslugerð um framleiðslu iðnfyrirtækja, heldur mun það eftir megni stuðla að því, að iðnrekendur sendi hagstof- unni skýrslur sinar, svo að auðveldara sé að leita til hennar um þær upplýsingar, er islerizkri iðnfram- leiðslu viðkcmur. P.S.P. Fá iðnfyrirtæki láta sér nægja lögboðið bókhald með efnaliags- og rekstursreikningi einn sinni á ári. Til þess að fylgjast með rekstrinum og taka ákvarðanir, er snerta bag fyrirtækisins, er nauðsynlegt að hafa band- bærar upplýsingar frani yfir þær, er koma fram í venjulegu bókhaldi og reikningsskil- um. Það fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum og ásigkomulagi fyrirtækisins, hverra upplýs- inga það þarfnast. Þegar ákveðið er, hvort framleiðslan skuli aukin eða minnkuð, verð- ur að reyna að gera sér hugmynd um, hverja kostnaðarbreytingu það hefur i för með sér, og til þess er nauðsynlegt að hafa upplýs- ingar um verð og eyðslu hráefna og aðstoðar- efna, vinnulaun og vinnuafköst og aðra liði kostnaðarins. Ef framleiðsluaukningin á að borga sig, má kostnaðaraukningin ekki fara fram úr þeirri söluaukningu, sem á sér slað, en lil þess að áætla hana og fylgjast með benni, er nauðsynlegt að liafa við hendina upplýsingar um magn og söluverð framleiðsl- unnar. Þeir, sem reka iðnfyrirtæki með ráðdeild Þorvarður Jún Júlíusson. og fyrirhyggju gera reglulega áætlanir um helztu atriði, er snerta hag og rekstur fyrir- tækisins, ogbera að áætlunartímabilinu loknu saman við það, sem reynslan sýnir. Á erfið- um timum standa þeir, sem fylgjast vel með rekstrinum betur að vígi en aðrir, þvi að þeir eiga hægara með að taka í taumana á réttum stað og á rétlan hátt til þess að laga sig eflir breyttum aðslæðum. Hagstofan befur nýlega sent Iielztu iðnfyr- irtækjum landsins eyðnblöð undir skýrslur fyrir árið 1946 um mag'n og verð framleiðsl- unnar, notkun hráefna og aðstoðarefna, um tölu og samanlagðan vinnutíma verkamanna og starfsmanna ásamt útborguðu kaupi o. fl. Skýrslur þessar eru liliðstæðar skýrslum, sem hagstofur allra landa safna og vinna úr, en hér á landi eru ekki til nema mjög ófullkomn- ar opinberar skýrslur um iðnaðinn. Skýrslu- söfnun Hagstofunnar befur heldur ekki hing- að til borið þann árangur, sem æskilegur er. Stafar það aðallega af skilningsleysi á nauð- syn slikrar skýrslugerðar. Eins og bent var á að framan, eru í skýrslunni gefnar upp- 21

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.