Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 38

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 38
Iðnaðarritið 1.-2. XX. 1947 Iðnaðarmenn skrifa: Um bókina Byggingarráðstefnan 1944. Múrarameistari utan Rvíkur skrifar: „Mér þykir bókin, Byggingarráðstefnan 1944, eitt- hvað meira en ágæt, svo langt sem hún nær. Ég ber góðan liug til ylckar fyrir iiana. Ég harma að liafa ekki séð byggingasýninguna s.l. sumar, en þá urð- um við að vinna nætur og daga, svo liægt yrði að taka á móti „silfri sjávarins“ sem svo alltof lítið aflaðist af i fyrrasumar". Um Iðnaðarritið. Gamall og góður smiður skrifar: „í gær fékk ég Iðnaðarritið, Iiefi lesið það spjald- anna á milli og iíkar það vel. Mér þótti vænt um að fá þar ágrip af æfisögu gamla vinar míns Jó- hannesar Reykdal. Við lærðum smíðar saman og ég vann hjá honum í Hafnarfirði 1904. Þar sé ég lika mynd af ágætum kunningja, áttræðum. Það cr vel til fallið að taka þýddar greinar eins og „Kvöld- vökur“ og „Samkeppnin um vinnuaflið“. Slíkar greinar hafa mikið erindi til okkar. Iðjuhöldar og „forstjórar" verða að iæra að umgangast starfsfólk sitt sem menn og losarabragurinn á vinnandi mönn- um er að verða óþolandi. Fólk vill ekki binda sig og lærir aldrei verk sitt vel. lýsingar, sem liverjii heilbrigðu fyrirtæki er þörf á að þekkja, og hefir hagstofan þvi nú með liverju eyðublaði sent afrit, sem ætlazt er til að framleiðandinn haldi eftir. Til þess að hagstofan geti unnið úr skýrslunum eins og til er ætlazt, verða þær að vera svo ná- kvæmar og ýtarlegar sem frekast er unnt. Ein léleg skýrsla getur gerl ókleift að semja fullkomið yfirlit yfir viðkomandi iðngrein. Það torveldir einnig alla skýrslugerð, þegar skýrslur berast svo dræmt, að ganga verður oft eftir þeim. Það er óviðunandi fyrir liverja þjóð, sem kallast vill menningarþjóð, að ekki skuli vera til fullnægjandi skýrslur um einn hezta at- vinnuveg hennar. Hagstofan væntir nú góðrar samvinnu við iðnrekendur um að koma skýrslugerð um iðnaðinn á öruggan grund- völl, iðnaðiuum og þjóðinni sem Iieild til gagns. Það er þegnskaparskylda, og hver sem hregst henni, svíkur og sjálfan sig og sína stétt. Þorvcirður Jón Júlíusson. 22 ISnskólar í sveit. Krístján S. Sigurðsson, trésm.meistari á Akureyri skrifar ISnaðarritinu eftirfarandi: „Ég var í gærkvöldi að lcsa greinargerð Her- manns Jónassonar með frumvarpi lians um iðnskóla í sveit. En frumvarpið finnst mér vera svo van- liugsað, að full ástæða sé til að Landssamband iðn- aðarmanna taki það rækilega til athugunar. Það er títið samræmi í því, að maður sem ætlar að verða húsasmíðameistari sé skyldaður til þess með lögum, að vera við fast nám í 4 ár og vinna svo með öðrum í 3 ár, áður en liann má standa fyr- ir húsabyggingum. En eftir frurnv. Hermanns á mað- ur að vera aðeins 2 ár í skóla til þess að verða full- fær húsasmíðameistari, málari, rafvirki og pípu- lagningamaður. Þetta t'innst mér í senn ranglæti og heimska. Það er liægt með tveggja ára skólavist að unga út á fáum árum fjölda ,af mönnum, sem þykj- ast vera fullfærir smiðir. Að vísu stendur í frum- varpinu að þeir fái aðeins rétt til að byggja liús í sveitum. En hvaða trygging er fyrir þvi að þeir flytji ekki i bæina og verði teknir þar sem fullgildir smiðir. Ég get lieldur ekki séð að það sé minni vandi að byggja bús i sveit en í kaupstað. Það er áreiðanlega mesta tjón bænda, sem hafa komið sér upp húsum, að liafa notast við menn sem ekki kunna að byggja. Veit ég mörg dæmi þess og skal ég ncfna eitt þeirra. Tvö hús voru byggð í sömu sveit og bæði eftir sama uppdrætti. Annað húsið byggði maður sem álitið var að væri góður smiður. Hitt byggði maður sem álitið var að væri góður smiður, þó liann hefði aldrei lært að smíða. Þegar húsin voru fullgerð og reikningarnir gerðir upp kom í Ijós, að vinnulaun við liúsið lijá þeim ólærða voru helmingi hærri en við húsið, sem smiðurnn byggði. Hafði „fúsk- inn“ þó tekið nokkru lægri laun en smiðurinn. Hann hafði cinnig eytt meira efni. Ilvernig jiessi hús hafa reyn/.t veit ég ekki. Hilt er alkunna, að fjöldi húsa sem viðvaningar hafa byggt, eru ekki hús nema að nafninu til. Þau eru köld, full af raka og fúna fljótt. Þessi mistök eru þó ekki æfinlega því að kenna að ekki liafi verið liægt að fá lærða menn til að byggja húsin í sveitunum. Miktu oftar fyrir það, að bændur hafa ckki viljað greiða það kaup, sem smiðurinn þarf að fá. Þetta þekki ég af eigin reynslu. Að mínu áliti verða það lélegir byggingamenn, sem koma frá tveggja ára iðnskóla í sveit og það er hreint óforsvaranlegt, að fá 20 ára reynslulausum unglingum það ábyrgðarstarf, að byggja upp sveit- irnar okkar, hvort sem húsin eru smá eða stór, og úr hvaða efni sem þau eru byggð. Eg vona að Landssambandið fylgist vel með livern- ig þessu frumvarpi reiðir af.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.