Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 40

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1947, Blaðsíða 40
Iðnaðarritið 1.-2. XX. 1947 Nýjnngar i islenzkum iðnaði Hvalvinnslustöð í Hvalfirði. NýJefíá var stofnað í Reykjavík hlntafélagið „Hval- fjörður“, og er aðaltilgangur félagsins að reka lival- veiðar og vinnslu iiverskonar livalafurða hér á landi. Hlutaféð er ákveðið 1,5 millj. kr., en á stofn- fundi félag'sins voru þegar skráð loforð fyrir 900 þúsund kr. og heldur hlutafélagssöfnun áfram. Þeir, sem að félagsstofnun þessari standa, telja nú einstætt tækifæri til jiess að koma hvalveiðum íslendinga á ‘ fjárhagslega öruggan grundvöll, fyrst og fremst sökinn þess, að g'era má ráð fyrir því, að hið háa verðlag, sem nú er á hvalafurðum, hald- ist enn um hrið. Eftir vandlega 'athugun hefur komið I Ijós, aö heppileg'ast er að hyggja hvalveiðistöðina i Hval- firði. Stöð sú, sem nú er ráðgert að byggja, er mjög ólík þeim hvalvinnslustöðvum, er áður hafa verið reknar hér á landi. Vinnutilhögunin er svipuð og á hvalveiðamóðurskipum, þótt jafnframt verði not- aðir þeir kostir, er landstöð fylgja, og einkum eru í því fólgnir, að rýnii er þar ótakmarkað, gagnstætt því, sem er í skipum. — Öllum vélum er komið fyrir í einlyftu liúsi, með sterku steinsteyptu þaki. Hvalurinn cr dreg'inn upp á þak liússins og hlutaður þar sundur, en hráefnið er látið fara beint niður i vélarnar, sem komið er fyrir i rúmgóðum vélasal. 'Nú verður hvalurinn nýttur að fullu, svo ekkert fer forgörðum. Allar vinnuvélar verða fullkomnari en hér hafa'liekkzt, og nýtast þvi hráefnin mun het- ur. Talið er, að stöðin geti unnið að fullu úr 70 tonna hval á 2 kl.st. Framkvæmdastjóri félagsins hefur verið ráðinn Arnljótur Guðmundsson, fyrrv. bæjarstjóri á Akra- nesi. Fljótandi síldarverksmiðja. Á Alþingi licfur komið fram tillaga til þingsálykt- unar á þá leið, að Alþingi skorar á ríkisstjórnina og atluiga hvort tiltækilegt sé að láta smiða eða kaupa til landsins skip,'sem nota megi sem fljótandi síldarverksmiðju. í greinargerð segir m. a.: „Síldin hefur rcynzt duttlungafull og valt að treysta því, að liana sé lengi að finna á sömu slóðum. Um langt skeið var hún aðallega við Austurland, þá við Norðurland og þar ekki alltaf á sömu slóðum, og i Faxaflóa virðist hún kunna ágætlega við sig, en nú um þessar mund- ir er síldarmergðin í Kollafirði 'á allra vörum. Not að síldarverksmiðjum hafa orðið nokkuð misjöfn, vegna þess, að sildin hefur ekki alltaf kom- ið á sömu slóðir. Mundi það vera augljós hagur, ef nokkur hluti þeirra framleiðslutækja, sem vinna eiga úr veiðinni, gæti fylgt veiðiflotanum þangað, sem mest aflast í hvert sinn. Ef síldarbræðsluvél væri komið fyrir i skipi, gætu þau ávallt verið til- tækileg á því svæði, er fiskiskipin væru að veiðum, og mundi sparast mikill tími við að sigla með veið- ina til lands. Er augljós sá liagnaður, sem orðið hefði af slíku skipi, ef það liefði legið á Kollafirði undanfarnar vikur. Það mun alveg óvíst, að nauðsynlegt sé að byggja sérstök skip til síldarvinnslu og er þeirri hugmynd varpað fram, hvort unnt sé að nota gömul flugvéla- móðurskiþ í þessu skyni, og mundi það verða miklu ódýrara en að smíða ný skip. En sjálfsagt er að rannsaka þetta mál til hlítar.“ Fiskiðjuver í Keflavík. Fiskiðnaðarstöð er að liefja starf um þessar niund- ir, á vegum sameignarfélagsins „Fiskiðjan“, en stofn- endur þess eru sex hraðfrystihús á Suðurnesjum. Keypti félag'ið eignir beinavinnslustöðvar, er Karl Runólfsson reisti milli Ytri Njarðvíkur og Kefla- víkur og starfrækti þar um skcið. Ætlun félagsins er að hai’a þarna með höndum hverskonar fiskiðnað. Eins og nú standa sakir get- ur verksmiðjan unni'ð fiskimjöl úr 120 smálestum hráefnis og virðist mega auka afköstin nokkuð. Beinin eru þurrkuð með heitu lofti, en loftið hitað með olíukyndingu. Síldarbræðslu má og fram- kvæma, og að líkindum er hægt að bræða 800—1000 mál á dag. Fiskiðjan mun i vetur geta framleitt útflutnings- verðmæti fyrir 1—1% milljón I erl. 'gjahleyri. Hráefnin, sem Fiskiðjan mun fá, nema 00—05% af fiskinum. Hefur því fram til þessa verið fleygt, svo að fyrirtækið mun ekkert þurfa að greiða fyrir hráefnið. 10—12 manns munu vinna við verksmiðjuna að staðaldri. Vélarnar voru flestar smíðaðar af Jötni h.f. og Héðni h.f„ en Landsbankinn veitti lán til framkvæmdanna. Búist er við góðum markaði fyrir beinamjölið, einkum í Hollandi, Sviss og Tékkósló- vakíu. Framkvæmdarstjóri Fiskiðjunnar s/f. er Huxley Ólaf sson. Ritstjórar: Sveinbjörn Jónsson, pósth. 491, sími 2980, og Páll S. Pálsson, Skólastr. 3 (skrifstofa), sími 5730. Prentstaður Herbertsprent, Bankastr. 3, sími 3035. Afgreiðslu ritsins annast skrifstofa Landssambands iðnaðarm. K'rkjuhvoli, sími 5363. Afgreiðsla auglýs- inga er hjáFél. isl. iðnrekenda, Skólastr. 3 sími 5730.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.