Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 28
Iðnaðarritið 3.-4. XX. 1947 Réttur iðnaðarins Stjórn Félags íslcnzkra iðnrckcnda sendi fjárhags- nefnd neðri deildar AIl>ingis hinn 27. marz s.l. cft- irfarandi erindi vegna frumvarps þess, seni nú ligg- ur fyrir þinginu um nýja skipun innflutningsmál- anna. Er þess að vœnta að allir iðnrekendur, iðn- aðarmcnn og iðnverkamenn séu fylgjandi tillögum félagsstjórnarinnar og óski þess að þingmenn brcgð- ist vel við nýmælum þessum, sem ætlað er að koma í veg fyrir að iðnaðurinn sé að óþörfu svipt- ur lífsmöguleikum. „Félag islenzkra iðnrekenda sendir yður liérmeð breytingartillögu við frumvarp til laga um fjárhags- ráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit, ásamt greinargerð . Er Jiað eindregin ósk félagsstjónar- innar, að áðurnefndu frumvarpi verða breytt í það liorf, sem breytingartillögUrnar gera ráð fyrir. Vilj- um vér leyfa oss að fara jiess á leit við hina virðulega fjárhagsnefnd, að hún hlutist til um, að breytingarnar komi fram á þinginu í frumvarps- formi. í descmber s.l. sendi Landssamband iðnaðar- manna og Félag ísl. iðnrekenda viðskiptamálaráðu- neytinu ósk um að ráðuneytið kæmi því á fram- færi að iðnaðurinn ætti fulltrúa í viðskiptaráði, Jiegar cndurskipun Jiess færi fram. Það mun enn vera mikið áhugamál landssamtökum iðnaðarins, að iðnaðurinn eigi málsvara í Jieirri stofnun, sem út- lilutun gjaldeyris- og innflutningsleyfá hefur mcð höndum. Jafnframt því að senda yður eitt eintak af 5.—(i. hefti Iðnaðarritsins, þar sem bréfið til ráðu- neytisins cr birt, væntum vér Jiess, að fjárliagsnefnd taki til itarlegrar athugunar á livern liátt hægt er að breyta framangreindu frumvarpi, svo að tryggt sé að iðnaðurinn fái fulltrúa í samræmi við Jiað, er landssamtökin fóru fram á í bréfinu til viðskipta- málaráðuneytisins. Breylingartillögur við frumvarp til laga um fjárhagsráð. 1. grcin. (i. liður 2. gr. verði 7. litíur, en 7. liður verði 8. liður. Nýr liður bætist við, svohljóðandi: ö. Að bæta starfskilyrði iðjuvera, sem framleiða vörur, er spara þjóðinni gjaldeyri. 44 verði lögverndaður 2. grein. Aftan við síðasta málslið 3. greinar bætist: . . m. a. livi að tryggja innlendum iðnaði hráefni til fram- leiðslu og' minnka á Jjann liátt innflutningsjiörfina. 3. grein. Við 12. gr. 1. tll. i f. bætist: Þó skal jafnframt taka lillit til, ef hægt er að spara gjaldeyri mcð .því að framleiða vöruna hérlendis. Greinargerð. íslenzkur iðnaður er orðinn snar þáttur i atvinnu- lífi landsmanna. Auk mikils iðnaðar liafa verksmiðj- ur af vmsu tagi risið hér upp á siðustu áratugum. Vegna verksmiðjanna má með réttu skipa iðnaðinum sess meðal framleiðslugreina vorra. Að sumu leyti cr um stuðning að ræða við hinar framleiðslugrein- arnar, landbúnað og sjávarútveg. Má t. d. nefna ullarverksmiðjur, sútunarverksmiðjur, kjötniður- suðuverksmiðjur, skóverksmiðjur og fataverksmiðj- ur (er vinna úr innlendu efni), sem telja verður að reki sjálfstæða framleiðslu, cn veita landbúnaðin- um ómetanlegan stuðning með Jiví að gera fram- leiðslu hans verðmeiri og útgengilegri. Af verk- smiðjum, er styðja sjávarútveginn, má nefna sildar- verksmiðjur, fiskniðursuðuverksmiðjur og dósaverk- smiðjur, lýsisvinnslur og stáltunnugerð, kæliverk- smiðjur (hraðfrystihús) og kassagerðir, hampiðju, veiðarfæragerð, belgjagerð, sjóklæðagerð o. fl. o. fl. Að öðru leyti er um iðnað að ræða sem ekki stend- ur í beinu sambandi við sjávarútveg eða landbúnað, en miðast við að framleiða vörur til notkunar inn- annlands úr innlcndu og erlendu liráefni, dregur jiannig stórlega úr gjaldcyrisþörf landsmanna, gerir þjóðina óháðari utanríkisverzluninni og um leið sjálfstæðari. Af þessum verksmiðjum má ncfna fatnaðar og skóverksmiðjur, að svo miklu leyti, sem þær nota erlent hráefni, smjörlíkisgerðir, efna- gerðir allskonar, sælgætisgerðir, öl- og gosdrykkja- gerðir, lakk og málningarverksmiðjur, kaffibrcnnslur og kaffibætisverksmiðjur, verksmiðjur, sem fram- leiða hreinlætisvörur, o. fl. Gengi iðnaðarins er að verulegu leyti háð ]iví að hann geti á hverjum tímá fylgst mcð tæknilegum nýjungum og aflað sér nauðsynlegra véla og útbún- aðar. Einnig er ])að höfuðskilyrði fyrir liagkvæm- um rekstri lians, að verksmiðjurnar geti unnið

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.