Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 34

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 34
Iðnaðarritið 3.-4. XX. 1947 Frá Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík. Starfsemi í'clagsins var með svipuðum liætti og undanfarið. Félagið beitti sér aðallega fyrir menn- ingarmálum iðnaðarmanna. Haldnir voru 8 félagsfundir og 9 stjórnarfundir. Fundarsókn var oftast sæmileg. Fimm félagsmenn létust á árinu, en 13 gengu i félagið, félagatala var 195 við áramót. Aðallega liafa jiessi mál verið rædd: Frumvarp til laga um iðnfræðslu, bygging iðnaðarmannahúss í Reykjavík, Innkaupasamband iðnaðarmanna og skipting á Iðnbókasafninu. Flutt hafa verið erindi og sýndar skuggamyndir á fundunum. 80 ára af- mæli félagsins var liátiðlega haldið 3. febr. s.l. Kosinn var 1 maður i stjórn Utanfarasjóðs kenn- ara við Iðnskólann í Ileykjavík. Lóð félagsins við Ingólfsstræti var seld með sér- stökum samningi Húsfélagi iðnaðarmanna undir iðnaðarmannahús. Frú Önnu Ásmundsdóttur var vcittur 1500 kr. utanfararstyrkur á listiðnaðarsýningu i Stokkhólmi, er haldin var siðastliðið haust. Stjórn félagsins skipa: Formaður: Guðm. H. Guðmundsson, húsg.sm.m. Varaform.: Ársæll Árna- son, bókb.m. Rjtari: Guðm. II. Þorláksson, luisam. Vararitari: Einar Gíslason, inálaram. Gjaldkeri: Ragnar Þórarinsson, húsasm.m. Ljósmyndarafélag Islands Lögboðnir fundir hafa verið lialdnir á árinu. Þrír nýir félagar bættust við. Nokkrir menn hafa sólt um Ijósmyndararéttindi, sem ekki höfðu iðnskóla- próf, og mjög stuttan starfstíma. í samráði við Iðnráðið var þcssuin beiðnum synjað. Á aðalfundi félagsins var ákveðið að efna til Ijósmyndasýning- ar i byrjun ársins 1948, í tilefni af því, að þá eru liðin 100 ár síðan að fyrsti íslendingurinn, séra Helgi Sigurðsson, tók ljósmyndir liér á landi. Sýn- ingin á að verða þróunarsýning iðnarinnar. Nemar hafa aldrei verið jafn margir og nú. Veldur það nokkr- um erfiðleikum að skólastjóri Iðnskólans krefst af þeim fjögurra ára skólagöngu, jiótt Landssamhandið liafi enn ekki séð sér fært að samþykkja beiðni félagsins, um fjögurra ára nám í iðninni. Iðnaðarmannafélag Ólafsfjarðar. Félagið hélt aðalfund sinn 20. jan. s.l Tala fé- lagsmanna var um síðustu áramót 0. í stjórn voru kosnir Ágúst Jónsson, húsasm.m., form., Gísli Magn- ússon, múraram. ritari, og Klemens Jónsson, húsa- sm. gjaldkeri. Félagið sendi cinn fulltrúa á Byggingaráðstefnuna 1940. Bakarameistarafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn föstudaginn 31. jan. s.l. Á árinu voru haldnir 5 félagsfundir ög 8 stjórnarfpndir. Fundarsókn var yfirleitt góð, svo að jafnaði voru tveir þriðju félaga mættir á fundi. Á árinu sagði Dagsbrún upp samninguni fyrir hönd bifreiðastjóra í brauðgerðarhúsum, og sömdu bakarameistarar við jiá að nýju, og fengu bifreiðastjórar nokkrar kjara- bætur með liiuúm nýju samningum. Þá sagði félag afgreiðslustúlkna í hrauða- og mjölkurbúðum upp samningum við félagið. Voru einnig gerðir nýir samningar við þær. Sem á undanförnum árum hef- ur sykurskortur og önnur efnisvöntun mjiig hamlað starfssemi bakaranna. Nokkur innflutningur var þó leyfður á sýrópi til brauðgerðarhúsa. Hafa sykur- vandræðin mjög dregið úr starfsemi bakara og lam- að hana. Á aðalfundinum var stjórnin öll endurkosin, en hana skijia: Gísli Ólafsson, form., Stefán Ö. Thord- ersen, ritari, Jón Símonarson, gjaldkeri. Frá Iðnaðarmannafélagi Isfirðinga. Safnað var meðal iðnaðarmanna og iðnaðarfyrir- tækja i bænum til sundlaugar ísafjarðar kr. 4500 00, afhent í mai 1940. Á aðalfundi 30. marz var ákveðið að kaupa skulda- bréf Stofnlánadeildar sjávarútvegsins og hlutabréf í togarafélaginu h.f. Isfirðing fyrir samtals kr. 14.500.00 af sjóðaeign félagsins. Þá var á sama fundi lcosin nefnd til þess að at- huga um möguleika á því, að koma á iðnsýningu á ísafirði árið 1948. Félagar eru nú 58, þar af 4 heiðursfélágar. Atvinna og afkoma félagsmanna var góð á liðnu ári og ekki útlit til að mjög breytist til liins verra á þessu ári. Fjárhagur félagsins er góður. Stjórn skipa nú: Form. Sig. Guðmundsson, bakaram. Gjaldk. Ágúst Guðmundsson, húsasmiðameistari. Ritari Samúcl Jónsson, smjörlíkisgerðarmaður. Frá öðrum sambandsfélögum liafa skýrslur ekki borist skrifstofu Landsanibands- ins. Er leitt til þess að vita að öll félögin skuli ekki senda stutt bréf um starfsemi liðins árs. Ágrip af sögu þeirra gæti með því geymst í skjalasafni Sambandsins og Ritið flutt árlega stutta frétt frá hverju félagi. Ritstjórar: Sveinbjörn Jónsson, póstli. 491, sími 2980, og Páll S. Pálsson, Skólastræti 3 (skrifstofa), sími 5730. Prentstaður Herbertsprent, Bankastræti 3, sími 3035. Afgreiðslu ritsins annast skrifstofa Lands- sambands iðnaðarmanna, Kirkjuhvþli, sími 5303. Afgreiðsla auglýsinga er hjá Félagi ísl. iðnrekenda, Skólastræti 3, sími 5730. 48

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.