Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 4
Iðnaðarritið 5.-6. XX. 1947 Nærfatagerðin s.f. í Reykjavík 10 ára Forstöðukonan, Ingibjörg \ Bjarnadóttir, við skrifborðið. Þeim iðnfyrirtækjum fjölgar óðum i land- inu, sem eiga 10 ára afmæli. Að vísu er það ekki langur starfstími en þá eru þó byrjunar- örðugleikarnir yfirstignir. Eitt þessara fyrirtækja er Nærfatagerðin, sem þær Ingibjörg Bjarnadóttir, Ásta Þorsteins- dóttir og Ivristjana Blöndal slofnsetlu 1036 og tók til starfa 11. júní 1937. Ingibjörg full- komnaði sig í fatasaum á Tilskærerakademí- inu i Kaupmannahöfn og tók „diploni" það- an en lærði svo sérstaklega nærfatasaum hjá K. Hansen í Höfn. Á afmælisdaginn gerðum við Kristján Jóh. formaður F.Í.I. ferð til að kynnast þessii ein- stæða fvrirtæki. Það hefur frá byrjun verið ágætur félagi í F.Í.I. og forstöðukonan, Irigi- björg Bjarnadóttir, látið sig félagsmálin miklu skipta. Ingibjörg liefur verið lifið og sálin í þessu íyrirtæki frá byrjun. Verksmiðjan framleiðir nærfatnað úr gervisilki en einnig blússur og dragtir. Fyrst liafði Nærfatagerðin 8 starfs- stúlkur. Síðan urðu þær 15, nú aðeins 5 vegna efnisskörts. Hæst komst framleiðslan 1943 og ’44. Þá voru framleidd 1200 nærfáta- sett á mánuði hverjum. Og svo segja sumir ráðamenn þjóðarinnar að saumaskapur úr erlendu efni eigi engan rétt á sér í landinu. Fyrirtækið selur sjálft framleiðslu sína í verzlanir i Reykjavík, en heildsali annast 50 dreifinguna utan bæjarins. Þegar samkeppn- in bar á góma brosir Ingibjörg eins og sá sem valdið hefur. Hún hefur ætið baft nægi- lega marga kaupendur en oft skort efni til að vinna úr. Vörumerkið A.I.K. er saumað inn í liverja flik. Eitt sinn áttu þær þó lítið af merkjum og láta varð ómerkt i búðirnar dálítið af bolum úr ítölsku efní, sem kostaði 1.70 kr. Hótfindinn kaupandi, en ekki alveg eins íslenzkur i anda, sagði um skyrtur þessar: „Sjá má að þessai' eru ekki íslenzkar, þá væru þær ekki svona ódýrar“. Kristján Jóli. skýtur því þá inn í að vérzlun hér i bænum hafi einu sinni farið fram á að verksmiðja tæki merki sitt af vör- unni, ef hún ætti að seljast. En svo veit mað- ur mörg dæmi þess að útlendingarnir hafa oft kosið frekar íslenzka vöru i biiðunum en útlenda. „Já, margt héfur maður fengið að reyna á þessum 10 árum“, segir IngibjÖrg, „en ásetn- ingur okkar hefur alllaf verið að framleiða vandaða vöru. Við óttumst ekki sam- keppnina við erlendan varning, bara að við fáum leyfi til að kaupa góða efnivöru til að sauma úr. Og áreiðanlega höfum við sparað 50% gjaldeyris við starfsemi okkar og vonum að gera það framvegis“. Ég minnist þess að lokum að Landssam- band iðnaðarmanna átti hlut að því að Nær-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.