Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 6
Iðnaðarritið 5.-6. XX. 1947 Iðnnám í Svíþjóð ]SIcr var kunnugt um a'ð iðnaðarmálaráðherra Emil Jónsson Jiafði beðið Bárð G. Tómasson að kynna sér iðnaðarnám í Svíþjóð meðan hann (Ivaldi þar í landi við eftirlit sænsku bátanna. Ég spnrði hann því um árangurinn er hann kom heim og' lét Bárður mér í té afrit af skýrslu sinni iil ráðuneytisins, dagsettri 30. nóv. 1940, sem ég hérmeð birti með leyfi þess. Af athugunum Bárðar verður séð að iðnaðar- námið í Svíþjóð er framkvæmt á fjóra vegií. Canada fyrirkomulagið, ósamningsbundið 4ra ára starf, án sveinsprófs og iðnskólanáms. 2. Iðnaðarskólar sérstakra fyrirtækja, verklegt og bóklegt nám í 3 ár, ætlað verstjórum og öðrum forustumönnum fyrirtækjanna. 3. Verkstæðisskólar (Uddevaiia), 4 ára verklegt og bóklegt nám, sveinspróf. 4. Tveggja ára verklegt og bóklegt nám í starfs- skóla (Gautaborg o. v.), og 3ja ára starf (og nám) hjá fyrirtæki eða meistara, án sveins- prófs. Að sjálfsögðu væri æskilegt að skýrsla Bárð- ar og gögn þau (skólaskýrslur), sem hann safn- aði væri athugað nánar, því vafalaust verðum við íslendingar að breyta iðnfræðslu okkar áður en langt um liður. S. J. Með tilvísun lil bréfs hins háa ráðuneytis dags. 28. marz 1945, athugaöi ég nánt sænskra iðnaðarmanna almennt, í ]>á 15 mánuði, sem ég hafði eftirlit með smíða fiskibáta þar i landi fyrir atvinnumálaráðuneytið. Fyrst og fremst spurðist ég fvrir á hinum ýmsu trésmíðastöðvum. Um aðrar námsgrein- ar gerði ég lika fyrirspurnir, en fékk ekki eins góðar upplýsingar og ekki her þeim heldur sam- an, svo að telja má líklegt að ekki sé nein algild1 regla um iðnnámið í heild. Iðnaðarlöggjöfina hafði ég ekki tima lil að kynna mér, svo að það sem hér fer á eftir verður lýsing á iðnnámlnu eins og það kom mér fyrir sjónir. Tréskipasmíðanemi er ráðinn til smiða á skipasmiðastöðinni sem hver annar smiður og óákveðinn tíma, venjulega ekki skriflega. llann getur Iiætt námi eða farið í aðra skipasmiða- stöð. Eftir að hafa unnið þannig samanlagt eða á einum stað í 4 ár er hann fidlkominn iðnaðarmaður, (eins og hér), en sveinspróf er ekki haldið og heldur ekki krafizt þess. Bóklegs framhaldsnáms er ekki krafizt og Iieldur ekki náms i teikningu. En það skal tekið frarn að nokkrir tréskipasmíðanemar sjá sér sjálfir fvrir tæknilegri fræðslu, þar sem því verður við komið. Og þá sérstaklega heir, sem ætla sér að veita verki forstöðu, eða verða skipasmíðameistarar. í byggingariðnaði var mér sagt að námstil- liögun væri eitthvað svipuð. í stáliðnaðinum er handiðnarnámið svipað, en flest hin stærri stáliðnaðarfyrirtæki halda kvöldskóla fyrir þá iðnnema, sem óska þess að fá tæknilega fræðslu og þá sérstaklega í þeirri starfsgrein, sem viðkomandi fyrirtæld hefur með höndum. Mér var tjáð að i nokkrum iðngreinum gerðu iðnnemar sveinsstykki, meðal annars húsgagna- smiðir, og það mundu vera stéttarfélögin, scm um þetta önnuðust. Sá flokkur iðnaðarmanna, sem fá sérstaka menntun, eru þeir, sem hin slóru iðnfyrirtæki mennta sérstaklega til þess að veita verkum forstöðu. Námið er í föstu formi en bundið við skóla fyrirtækisins og miðað við þá starfsgrein, sem þar er iðkuð. Ungur maður, sem tekur þátt í þessum iðnnámsflokki hjá stóru vél- smiðafyrirtæki lýsti þessu nokkuð fyrir mér. Flokk þennan mætti kalla fvrsta flokks iðn- nema, sem hafa skyldur gagnvart iðnfyrirtæk- inu enda hefur það talsverðar skyldur gagn- vart iðnnemunum. Ráðningartíminn er 8 ár. Verklegt nám er 35 kl.st. á viku með góðri tilsögn i handiðn- aðarfræðslunni. Bóklegt nám er 10 kl.st. á viku í tæknilegri iðnfræðslu. Leikfimi er líka 52

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.