Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 10
Iðnaðarritið 5.-6. XX. 1947 Statens Hantverksinstitut í Stockholmi átti 25 ára afmæli 27. febr. s.l. Var það hátiðlegt haldið í þessari nýju, veglegu byggingu, sem byggð var á stríðsárunum og stendur á ein- um fegursta stað í borginni. Veizla var hald- in í ráðhúsi borgarinnar og ungmennafélag iðnaðarmanna gekkst fyrir iðnaðarkeppni. Sænska iðnaðarsambandið bauð 2 fulltrú- um frá lwerju hinna Norðurlandanna, cn héðan gat því miður enginn farið. Þessi iðnaðarstofnun — tilraunastöð og framhaldsskólar —■ er hin fullkomnasta í alla staði. Forstjóri hennar er Ragnar Schlyter. Voru þarna framkvæmdar viðgerðir, sem gerð- ar voru í ýmsum klefum eftir þvi hvað gera þurfti við. Virðist mér hér hafa verið tekin til fyrir- myndar sú aðferð að smiða hlutina „á belti“. Bilnum er ekið inn og fer hringferð til viðgerð- ar. Siðasta aðgerðin er fágun og lireinsun. Matreiðslan er í þrem aðaldeildum: Karl- mannadeild, deild fyrir stúlkur, sem iæra að matreiða fyrir fjölmenni, og fyrir aðrar, sem læra heimilismatreiðslu. Vel útilátinn miðdeg- ismatur er seld'ur nemendum fyrir (50 sv. aura. Nokkuð af matnum er selt í borgina, svo að ekkert fer til spillis. Margar fleiri deildir i þessari stóru bygg- ingu eru ótaldar, og vil ég til frekari skýring- ar vísa til meðfylgjandi skólaskýrslna. Eftir því sem mér skilst er takmark „Yrkes- skólans“ nokkuð svipað og handiðaskólans liér: 1) Það er almenn tæknifræðsla, þannig að menn og konur geti betur hjálpað sér sjálfar á heimilum og við almenn störf. 2) Skólinn er liin bezta tilraunastöð til þess að rannsaka, Jivort ungur maður sé fær um eða liklegur til að verða iðnaðarmaður. 3) Undirbúningsnám fyrir iðnaðarmenn er þarna ágætt í mörgum starfsgreinum (t. d. vélsmiði), sérstaklega þar, sem námið getur verið staðbundið. liáirður G. Tómasson. Frá Félagi isl. iðnrekenda Fulltrúaval í fjárhagsráð o. fl. Á fjölmennum fundi i Félagi íslenzkra iðnrekenda hinn 23. júní s.l. var einróma samþykkt svohljóðandi tillaga: „Fundur í félagi islenzkra iðnrekenda hinn 23. júní 1947 skorar á ríkisstjórnina að hlutast til um að iðnaðurinn i landinu fái fulltrúa í væntanlegu fjárliagsráði". Samþykkt var á sama fundi tillaga þess efnis að fundurinn þakkaði stjórn félagsins og framkvæmdastjóra vel unnin störf á sviði gjaldeyrisþarfa fyrir íslenzkan iðnað, og vai stjórn og framkvæmdastjóra falið að Iialda áfram að vinna að þessum málim. Einnig samþykkti fundurinn svoldjóðandi skeyti til iðnþingsins i Vestmannaeyjum: „Fundur i Félagi ísl. iðnrekenda 23. júní 1947 sendir 9. iðnþingi Íslendinga kveðju sína og væntir góðrar samvinnu um vandamál iðn- aðarins". Nokkru eftir að ríkisstjórninni var send ofan- greind áskorun, eða hinn 1. júli s.l., konni dagblöð- in með þá frétt, að ríkisstjórnin hefði, frá þeim degi að lelja, skipað 5 manna fjárliagsráð: Dr. Magnús Jónsson, Finn Jónssón, Hermann Jónasson, dr. Odd Guðjónsson og Sigtrygg Klemenzson. Vera má að einliver hinna fimm útvöldu skoði sig sem fulltrúa iðnaðarins í landinu. Um það skal ekki dæmt hér, en reynslan sker úr um, hvort iðn- aðurinn á málsvara í fjárhagsráði eða ekki. 54

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.