Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 18
Iðnaðarritið 5.-6. XX. 1947 veitt rétt til að stunda margar iðnaðar eða iðjugreinar. Hinsvegar nni sami maður ekki stunda Itæði iðnað og verzlun, nema verzlun- arráðherra veili til þess sérstakt leyfi. Þessi ákvörðun er sett til verndar hinum sjálfstæða iðnaði. í félögum með ótakmarkaðri ábyrgð verður hyer meðlimur að hafa atvinnuleyfi, og í iilutafélögum verður a. m. k. helmingur félagsmanna að uppfylla fyrirmæli laga um atvinnuleyfi. Otlendingar mega reka atvinnu í Dan- mörku, cf milli Danmerkur og föðurlands viðkomandi manns hefur verið gerður samn- ingur um gagnkvæm réttindi til handa borg- urum landanna um atvinnurekstur. Slíkir samningar hafa verið gerðir við ýms lönd; sem dæmi má nefna England, Spán, ítalíu, Bólivíu, Liberíu, Lichtenstein og Síam. Þótl einkennilegt kunni að virðast höfum við ekki slikan samning hvorki við Noreg eða Svíþjóð, en hinsvegar við Finnland. Norðmaður eða Svíi, sem óskar að reka atvinnu í Danmörku getur fengið til þess leyfi verzlunarráðlierra um 5 ára bil í senn. í Danmörku er ekki krafizt fagkunnáttu nema um sé að ræða vissar iðngreinar, svo sem rafvirkjun, pípu- og gaslagnir. Atvinnulöggjöfin hefur iiinsveg- ar að gcyma ákvæði viðvíkjandi réttindum til þess að nota „meistara“ nafn. Hafa það aðeins þeir, sem fengið Iiafa atvinnuleyfi og hafa auk þess tekið sveinspróf i iðninni eða hafa gagnvai l verzlunarráðherra eða öðrum viðurkenndum aðila fært sönnur á hæfni sina i iðninni. Af yfirliti þessu sést, að víðtækt atvinnu- frelsi ríkir i Finnlandi og ]ió sérstaklega í Sviþjóð, þar sem á hinn bóginn fagkunnátta er skilyrði til þess að mega reka iðnaðar- fyrirtæki á íslandi og í Noregi. Mitl á milli er hin danska atvinnulöggjöf, sem að vísu krefsl ekki fagkunnáttu, en setur þó nákvæm- ar reglur um viðtæki og iðkun iðnstarfsem- innar, og hefur að geyma ákvæði um vernd- un iðnaðarins, t. d. með takmörkun réttarins til ])ess að kalla sig „iðnmeistara.“ í Danmörku höfum við, sem kunnugt er, hafizt handa um að styrkja frekar atvinnu- réttarlega stöðu iðnaðarins. í þvi skyni hyggj- umst við að veita „meistara“-nafninu frekari vernd, þar eð núverandi ákvæði til verndar ])ví ná ekki svo tilgangi sínum, sem vera ber. Að okkar liyggju er sveinsprófið ekki nægi- legt til þess að öðlast „meistara“-titil eða meistarabréf. Til þess er frekari menntun nauðsynleg, einkum á sviði hagfræði og kaup- sýslu, sem hverjum sjálfstæðum iðnrekenda má að gagni koma. Á hinn bóginn erum við í þessari viðleilni okkar liikandi við að krefj- ast fagkunnáttu til þess að öðlast atvinnuleyfi, svo sem gert er í Noregi og á Islandi. Er því þó ekki að leyna, að við fellum okkur vel við þá hugmynd. Við liöfum sem sé ol'l heyrt bæði faglærða, og ófaglærða láta í ljós undr- un sína yfir því, að menn hafa leyfi lil þess að hafa iðnrekstur með höndum án tillits til fagkunnáttu eða réttara sagt til skorts þeirra á fagkunnáttu. Við höfum þó enn sem komið er ekki talið rétt að krefjast fagkunnáttunnar, að nokkru leyti vegna þess, að við teljum ekki æskilegt að takmarka aðganginn til þess að reka atvinnu, og þó miklu frekar vegna þess að viðleitni lil þess að vernda iðnaðinn má ekki snúast upp í sérdrægni ásamt tak- mörkun á eðlilegri samkeppni. Svarið við, hver sé staða hins sjálfstæða iðnaðar i at- vinnulöggjöfinni er fólgið i því, hver sé bú- skaparleg, félagsleg og menningarleg slaða iðnaðarins i þjóðfélaginu. Hinn danski iðn- meistari Iiefir ávallt tilheyrt millistéttinni i landi voru — og svo er í öðrum norrænum löndum. Vaxandi tækni og aukinn félagsleg- ur jöfnuður hefur á ýmsum sviðum stuðlað ekki aðeins að því að minnka bilið milli verkanianna og atvinnurekenda innan iðnað- arins, heldur má einnig merkja ákveðið mis- ræmi innan iðnaðarmanna innbyrðis. Það er okkar skoðun að mjög mikilvægt væri að geta tiltekið nákvæmlega stöðu hius sjálfstæða, faglærða iðnaðarmanns sem atvinnurekenda, framleiðanda og skattgreiðanda. Við álítum að slíkt sé hægt með starfi, sem um leið mið- 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.