Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1947, Blaðsíða 21
Iðnaðarritið 5.-6. XX. 1947 Samanburður á innlendri „Káupirðu góðan lilut, þá niundu hvar þú fékkst hann“, segir Sigurjón á Álafossi og þetta hefur hann sagt svo lengi sem ég man. Þelta er hógvær auglýsing, en þó mælt af djörfung og sjálfsöryggi, sem prýðir klæðaverksmiðj- una á Alafossi vegna iiinnar góðu fram- leiðslu. En stundum kemur það fyrir, að við kaup- um vöru og liöfum ekki hugmynd um hvern á að lasta eða hvei'jum á að gefa dýrðina, vegna þess að varan ber ekki með sér livaðan hún er upprunnin. Á það við um framleiðslu margra íslenzkra framleiðenda. Þeir setja ekki verksmiðjuheiti sitl á vöruna og merkja liana ekkert eða með óskyldu og annarlegu heiti með útlendum keim. Ástæðan er augljós. Margra ára reynsla hefur kennt þeim að is- lenzkir neytendur velja fremur þá vöru, sem þeir tialda að framleidd sé erlendis, jafnvel þótt dýrari og lakari sé hinni innlendu. Þetta hefur, ásamt mörgu öðru, torveldað að íslenzk- ur iðnaður öðlist það öndvegi í hugum íslend- inga, sem liann á skilið. Neytendurnir finna ótta framleiðandans við að koma til dyranna eins og hann er klæddur, og skilja ]iað sem veik- leika af hans hálfu, byggðan á vitneskju hans sjálfs um vangetu sína til þess að standast erlenda samkeppni. Því fyrr eða síðar herst það út til almennings að þessi og hin vöru- legundin með enska eða l’ranska heitinu sé framleidd af íslenzkum höndum, og finnst þá ýmsum fátl til koma. Dulnefni eru á svo mörg- um góðum vörutcgundum íslenzkum, að ís- lenzkir neýtendur, sem daglega eru að liall- mæla íslenzkri framleiðslu, hafa ekki grun um að mikið af „útlendu“ kápunum þeirra, skónum og skyrtunum o. fl. o. fl., er framleitt af íslenzkum verksmiðjum. Vegna stöðugra sleggjudóma um íslenzka iðnaðinn og vanþekkingu Islendinga sjálfra á því, hvað er islenzkur iðnaður, virðist tími til kominn að iðnrekendur kasti hlæj- unni og sýni alþjóð hverskonar vörur þeir framleiða í innlendum verksmiðjum. En það og erlendri framleiðslu er ekki nóg. Þeir þurfa að sýna vörur sínar til samanburðar við aðfluttar, tilbiinar vörur söniu tegundar. Töluvert hefur verið rætt um vörusýningu á íslenzkri iðnframleiðslu, en það er dýr-t og fyrirhafnarmikið að koma upp góðri sýningu af þvi tagi, og kostar langan undirbúning. Einkum er það erfiðleikuin hundið um þessar mundir, þegar gott hráefni til framleiðslunnar er vandfengara en rauða gull. Þó liefur stjórn Félags islenzkra iðnrekenda kastað teningnum og nýlega ákveðið, að leggja drög að safni á samanburðarsýnishoi'num af innlendri vöru og erlendri sömu tegundar, með upplýsingum um framleiðanda, sölustað (er- lendrar vöru) og verð. Getur þetta orðið all- myndarlegt safn að nokkrum árum liðnum, ef vel tekst um söfnunina. Þess er að vænta að iðnframleiðendur, hvar sem er á landinu, bregðist vel við þessari hugmynd og leggi henni lið með því að geyma sýnishorn góðrar fram- leiðsluvöru á hverjum tíma, ásamt, ef fært þykir, sýnishorni af erlendri vöru sömu teg- undar, sem er til framhoðs á markaðnum á sama tíma. Ef þeir gera skrifstofu F.Í.I. aðvart, mun félagið kaupa sýnisliornin, ef hið innlenda reynist að uppfylla lágmarkskröfur um verð og gæði, til samanhurðar við hina erlendu framleiðslu. Virðist vera tími til þess kominn, að iðnað- urinn í landinu fari að undirbúa sýningu á framleiðslunni og framförum atvinnugreinar- innar, engu síður en sjávarútvegurinn og land- húnaðurinn. Sjávarútvegssýningin á s.l. sumri var mjög vcl sótt þrátt fyrir ýmsa vöntun, og landbúnaðarsýningin, sem nýlega er lokið, var mjög vel til þess fallin að endurreisa trú landsmanna á þessum ævaforna aðal- atvinnuvegi okkar. Röðin er komin að iðn- aðinum, og ælti ekki að saka, þótt iðnaðar- menn og iðnrekendur hyrjuðu undirbúning- iun á næstu mánuðum. P. S. P. 63

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.