Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 7
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 Fjárhagsráð safnar upplýsingura um íslenzkan verksmiðjuiðnað Þegar stjórn Fll fór á stúfana við Viðskipta- málaráðh. og Fjárhagsráð á dögunum um vilyrði fyrir veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa til brýnustu þarfa verksmiðjuiðnaðarins, varð endir þeirra viðræðna sá, að óskað var upp- lýsinga um hráefnaþörf fyrirtækjanna næstu mánuði. Varð stjórn félagsins fúslega við þeirri beiðni og tókst með skömmum fyrirvara að fá þessa tölu hjá öllum félagsmönnum, einnig þeim, sem eru utan Reykjavíkur. Náði skýrslan yfir fyrir fatnaðarvörur, sem unnar eru í landinu úr erlendu efni þurfi kaupandinn að skila 50% lægri skömmtunarmiðum en fyrir vöru, sem unn- in er erlendis. Ekki er enn séð, hvern byr tillögurnar fá hjá Fjárhagsráði, en Viðskipta- nefnd og skömmtunarstjóri hafa tekið þeim fyrir sitt leyti harla vel. c. Um vinnuföt hefur mikið verið rætt og rit- að í sambandi við skömmtunina, en vonir standa til að þau verði bráðlega undanþegin skömmtun, enda ósýnt hvernig verkamenn og iðnaðarmenn ýmsir ættu að geta aflað sér vinnuklæða með núgildandi skömmtunarfyrirkomulagi. Hér að framan hefur nokkuð verið drepið á ýmsa agnúa skó- og fataskömmtunarinnar frá sjónarmiði iðnrekenda, og við nánari athugun kemur í ljós að þessir agnúar koma engu síður við kaun neytendanna. Hagsmunir framleiðenda og neytenda fara að þessu leyti saman og krafa beggja er að skömmtunarfyrirkomulaginu verði breytt til hagræðis fyrir íslenzkan iðnað, fyrir islenzku þjóðina. Iðnrekendur treysta því, að það verði gert hið allra bráðasta. Þeir hafa skilið byrjunarörðug- leika skömmtunarinnar og því verið mjög hóg- værir í óskum sínum til breytinga, enda vænst tilkynningar um þær næstum daglega. Hinsveg- ar vaxa erfiðleikarnir með hverri vikunni sem líður án þess nokkur leiðrétting láti á sér bæra. Annað vandamál, sem iðnrekendur bíða hag- kvæmari úrlausnar á er fyrirkomulag gjaldeyr- is- og innflutningsleyfa, en skrif um þau mál verða að bíða næsta heftis. P. S. P. áætlaða hráefnaþörf til 1. jan. n. k. og frá 1. jan til 1. júlí. — Þegar þessar skýrslur voru fengn- ar, þótti Viðskiptamálaráðherra og Fjárhags- ráði sýnt, að með þeim væri ekki nema hálfsögð sagan, því að upplýsingar vantaði um það hvaða vörur og hve mikið að magni til, verksmiðjurnar treystu sér til að framleiða úr hinum aðfluttu hráefnum, ef leyfi yrðu veitt. Vegna þess að engar aðgengilegar skýrslur liggja fyrir um verksmiðjuiðnaðinn, þurfti einnig að fá þær og hafa til hliðsjónar upplýsingar um hve mikið fé er bundið í verksmiðjum og vélum, hvað framleiðslan hafi verið mikil árið 1946 og frá 1. jan. til 1. okt. 1947, og hvert var söluverð framleiðslunnar. Þá var og fróðlegt að vita hvað verksmiðja greiddi árlega fyrir orkunotkun, í útsvör og skatta, framleiðslutoll og aðflutnings- toll o. fl. Fjárhagsráð fól Félagi ísl. iðnrekenda að safna skýrslum um þessi efni hjá öllum verksmiðjum á landinu á þar til gerð eyðublöð, sem ráðið lét prenta. Skrifstofa F.I.I. hefur nú sent skýrslu- formin til allra verksmiðja, sem kunnugt er um og skrifstofan hefur skrá yfir. Fjárhagsráð hefur með þessu sýnt röggsam- lega viðleitni til þess að fá sem gleggstar upp- lýsingar um ástand og horfur í verksmiðjuiðn- aðinum. Gefur það góða von um aukinn skilning á velfarnaði og þörfum verksmiðjanna, því það er bjargföst trú þeirra manna, sem hér hafa gerst brautryðjendur, að aukin þekking vald- hafanna á iðnaðinum verð honum mest til braut- argengis. Fjárhagsráð leggur að vonum ríka áherslu á skýr og ótvíræð svör i skýrslunum og aðvar- ar þá, sem illa svara eða alls ekki, um að þeim verði ekki veitt gjaldeyris- og innflutningsleyfi á næsta ári. Vonandi bregðast verksmiðjueigendur allir vel við um skýrslugerðina. Fyrir iðnrekendur sjálfa og samtök þeirra er ómetanlegt gagn að hafa í höndum tölulegar sannanir um getu verk- smiðjuiðnaðarins og þá stöðu, sem hann hefur þegar skapað sér í atvinnulífi þjóðarinnar, þegar þeim liggur mikið við að hið opinbera daufheyr- ist ekki við kröfum þeirra. P. S. P. 75

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.