Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 15
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 mála og fiskimála. Þá er enn fremur lagt til, að skipuð verði 3 manna framleiðsluráð, og verði þessir aðilar ráðunautar ríkisstjórnarinnar í iðnaðarmálum, er ann- ist jafnframt hin daglegu störf samkvæmt lögum. Annar kafli laganna er um verkefni iðnaðarmála- stjóra og framleiðsluráð. Er verkefninu skipt í tvo meg- in þætti. Annar þátturinn er sá, að hafa fullkomið eftir- lit með iðjuverum ríkisins, fylgjast með rekstri þeirra og gera tillögur til úrbóta, ef nauðsyn krefur. Einnig að gera áætlun yfir kostnað við byggingu iðjuvera, stækkun þeirra og endurbætur, og hafa jafnframt yfir- umsjón með slikum framkvæmdum. Það er alþjóð kunnugt, að á undanförnum árum hafa orðið margvísleg mistök í byggingum og rekstri iðju- vera ríkisins. Hlaupið hefur verið til undirbúningslaust eða undirbúningslítið að reisa verksmiðjur fyrir tugi mill- jóna króna. Menn, sem ekki virðast hafa verið vandan- um vaxnir, hafa verið kvaddir til að standa fyrir slík- um framkvæmdum, með þeim afleiðingum, að hús hafa hrunið, geymar sigið og kostnaður allur margfaldast, án þess að hægt sé að koma ábyrgð á nokkurn, sem að þessu hefur unnið. Launagreiðslur til þessara aðila munu þó ekki hafa verið skornar við nögl. Samfara þessu er al- þjóð ljóst, að rekstur iðjuvera rikisins hefur og verið með þeim endemum, að þau hafa sýnt milljóna töp, þótt einstaklingar í sambærilegum rekstri hafi grætt og skil- að ríkissjóði drjúgum upphæðum í sköttum. Er slíkt ástand gersamlega óþolandi, og verður að verða þar breyting á. Með því fyrirkomulagi, sem gert er ráð fyrir í frv., er mjög mikil trygging fyrir þvi, að slíkt sleifarlag geti ekki átt sér stað. Hinn þátturinn, og miklu veigameiri fyrir atvinnu- veginn og afkomu þjóðarinnar í heild, er að skipuleggja iðnaðinn meira en gert hefur verið hingað til. Byggja hann upp og endurbæta hann á vísindalegum og þjóð- hagslegum grundvelli. Ef marka má álit og fullyrðingar þeirra manna, sem nú fara með fjárhagsmál þjóðarinnar, er hreinn voði fyrir dyrum, nema unnt sé að koma gjaldeyrismálunum á tryggari grundvöll. En til þess að svo megi verða er vart til annað en einhver af eftirfarandi leiðum eða allar til samans. 1. Að minnka innflutning byggt á meiri sparnaði i landinu. 2. að auka útflutning í magni, svo að mætt verði nauð- synlegum innflutningi; 3. að auka útflutninginn að verðmæti á móts við inn- flutninginn; 4. að minnka magn og verðmæti innflutningsins á þann hátt, að fullvinna sjálfir vöruna í landinu. Fyrsta úrræðið verður aldrei annað en bráðabirgða- lausn, óvinsæl og afleiðingarík á ýmsan hátt til hins lakara, og annað úrræðið skapar enn meiri rányrkju og sóun, sem of lengi er búið að reka. Þjóðin verður þvi að taka upp baráttu fyrir þriðja og fjórða úrræðinu, en til þess að árangurs sé að vænta í þeirri baráttu, verður að skipuleggja iðnaðarframleiðsluna á líkan hátt og gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi. Sem dæmi um það hvað hægt sé að gera í þessum málum og hvað gert hefur verið undanfarið, vil ég benda á, að 1929 er meðalalýsið aðeins 49% af þorska- lýsisframleiðslu landsmanna; 1933 er það komið upp í 80% og nú upp í 95 auk þess sem nú er 30% betri nýting á lifrinni. Er allt það aukna fé, sem hér hefur fengist, komið inn fyrir aðgerðir iðnaðarins. í fiskiðnaðinum einum eru margvíslegir möguleikar, sem spara mundu milljónir í innflutningi og auka um enn fleiri milljónir útflutning, og sama má segja um landbún- aðinn, ef aðeins er beitt sér að þeim verkefnum, sem allt of lengi hafa verið vanrækt. Það er alveg órannskað mál enn, hvað landið hefur í sér fólgið af verðmætum hráefnum, sem vinna má úr en hitt er þó víst nú Þegar, að þau eru fleiri og meiri en svo, að við fáum afkastað því öllu á næstu árum. Breytt viðhorf hefur gert það að verkum, að þjóðin getur ekki lifað eingöngu á landbúnaði og rányrkjandi sjáv- arútvegi. Þriðju stoðinni, iðnaðinum, verður að renna undir til viðhalds lífi og menningu hennar. Og Það verður að gerast nú þegar og á þann hátt, sem að gagni má verða. Nýir félagar í F. í. I. Eftirtaldar verksmiðjur hafa nýlega sótt um upptöku og verið samþykktar í Félag ísl. iðnrekenda: 1. Artemis h.f., nærfatagerð, Reykjavík, framkvstj. Kjartan Magnússon. 2. Elgur h.f., fataverksmiðja, Rvík. framkvæmdastj. Þorgrímur Tómasson. 3. Kápubúðin h.f., kápusaumastofa, Rvík, framkv.stj. Jóhann Friðriksson. 4. Prjónastofa önnu Þórðardóttur, Rvík. Eigandi Anna Þórðardóttir. 5. Sterling h.f., efnagerð, Reykjavik, framkv.stj. Tóm- as Magnússon. 6. Verksmiðjan Dúkur h.f. Rvík. framkv.stj. Bjarni Björnsson. 7. Köku- og sælgætisgerð Siglufjarðar, framkv.stj. Bjarni Jóhannesson. 8. Drengjafatastofan, Reykjavík, eigandi Ólöf Jónsd. 9. Veiðiflugugerðin, Reykjavík, eigandi Albert Erlings- son. 10. Gull-og silfursmiðjan Erna. Forstjóri: Guðlaugur Magnússon. 11. Gólfteppagerðin, Reykjavík, eigandi Hans Kristjáns- son. 12. Reiðhjólaverkstæðið örninn, Reykjavík, forstjóri H. Gullberg. 13. Rafbylgjuofninn, Reykjavik, forstjóri, Stefán Run- ólfsson. 14. Plastic h.f. Reykjavík, forstj. Jón Þórðarson. 81

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.