Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 16
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 Sagt og skrifað erlendis Aldrei fyrr hefur svo mikið verið sagt og skrifað erlendis um okkur Islendinga, sem síð- ustu mánuðina. Flest af því er vinsamlegt, sumt rétt, en nokkuð rangt. Sænska stórblaðið Dangens Nyheter flutti 15. apríl í vor myndskreytta ritgerð sem hét Svenska hus i hárd vind pá Island. Sú grein get- ur naumast talist vinsamleg og getur skaðað okkur verulega ef mark væri tekið á frásögn- inni um sænsku húsin. Aðalatriðin eru þessi: 40 hús hafa legið 5 mán. á afgreiðslu í Reykja- vík vegna þess að ekki hefur heppnast að fá þau sett upp, þótt sænskur stjórnandi sé þar til að hjálpa til við uppsetninguna. Leyndardómurinn er sá, að íslenzkir byggingameistarar og bygg- ingamenn hafa komizt að því hve auðveldlega slík hús eru sett upp. Þess vegna hafa þeir sem næst neitað að reisa þau (sá gott som blockeret dem). Allskonar ráð hafa verið fundin til þess að hindra að þessi tilbúnu hús komist upp. Úrellt byggingarsamþykkt og vöntun á réttum áhöld- um eykur raunverulega þann andbyr, sem hin sænsku hús mæta á Islandi. Einn sögumaður blaðaskrifarans gefur þó vonir um að: þróun þessara mála muni laga þær fjárplógsaðferðir sem byggingarmenn noti (á Islandi).“ Frásögn blaðsins um vinnutíma bygginga- manna er því miður alltof sönn, en hún er svona: „Sóttir kl. 8 í bíl af vinnuveitanda, ferð á vinnustaðinn, kortér til að skipta um föt, kortér kaffihlé kl. 9. Frí fataskipting og heimkeyrsla til miðdegisverðar kl. 12. Að heiman aftur kl. 1. Hálftíma kaffihlé kl. 3. Réttur til minnst eins klt. yfirvinnu og þar á ofan nýtt hlé. Meistararnir hafa það ekki lakara. Sá sem er nauðbeygður til að nota aðstoð þeirra, getur kannske fengið einn til sín ,,fyrripart“ dags. Meistarinn mætir þá með tvo sveina sína kl. 7. Kl. 9 taka þeir kaffihlé og sýna sig ekki aftur þann daginn. Því að meistarinn hefur lofað öðrum „fyrraparti“ og telur hann frá 10—12. 82 Slíkur tveggja tíma „fyrripartur" gefur meist- aranum ca. 200 kr. og hvorum sveinanna 100 kr. Svo mörg eru þau orð, og ætti þá allur „fyrri parturinn“ að gefa meistaranum 400 kr. og svein- unum 200 kr. hverjum. Er ekki nema gott eitt um það að segja að útlendingar hafi einurð á að segja okkur til syndanna. Oft má þó satt kyrrt liggja. Þó að svona „meistara fyrri part- ar“ hafi e. t. v. verið til, eru þeir áreiðanlega ekki svo algengir að orð sé á gerandi. En rang- herminu um blokkeringu iðnaðarmanna á sænsku húsunum ætti Landssambandið og sendi- ráð okkar í Stokkhólmi að mótmæla. Danir hafa líka sögur að segja frá íslandi. I Tidens Kvinder nr. 32 skrifar Arne Falk-Rönne grein um komu sína til íslands. Þar er furðu- lega rétt sagt frá mörgu en nokkuð ýkt og fært í „stíl“ blaðamannsins: Allt er ameríkst í Reykja- vík,bílarnir, klæðnaðurinn og taktar fólksins. Múrari vinnur fyrir 42 kr. á klst., 12 ára dreng- ir fá 600 kr. á mánuði. Elsti bíllinn í Reykjavík er frá 1942. Sjómenn aka í ,,lúxusbílum“, sem kosta 80 þús. kr. Peningaveski togaraháseta eru þykk sem gamlar sálmabækur. — Túlipan- ar kosta 5-10 krónur stykkið, en hvað gerir það fyrir menn sem hafa 9-10 þús. kr. á mán- uði? spyr blaðaritarinn. Auðvitað forðast hann að nefna að ísl. kr. er miklu minna virði en dönsk króna. Danir skrifa í blöð sín um húsgagnaframleiðslu sína, sem þeir telja mjög óvandaða í mörgum tilfellum, og vilja taka upp leynimerkingu góðra húsgagna. Að lokum segir í greininni: „Hve stóra þýðingu merking góðra húsgagna mundi hafa, sést bezt á þeim óheppilegu áhrifum, sem húsgagnaútflutningurinn hafði til íslands. Eftir stríðið keypti Island húsgögn í stórum stíl. En það sem sent var þangað var raunverulega svo lélegt að orðið „dönsk húsgögn" er orðið þar að skammaryrði. Við hefðum þó átt að hafa ©11 skilyrði til að gera það að heiðursheiti". Þetta er drengileg viðurkenning danskra iðn-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.