Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 26

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 26
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 4. þing I. N. S. 1. lítur svo á að iðnnámstími í ýmsum iðngreinum sé óþarflega langur, og telur brýna nauðsyn bera til að hlutlaus athugun fari fram á því, í hvaða iðngreinum megi nú þegar stytta námstímann án þess að um breytta námstilhögun væri að ræða. Jafnframt fari fram rannsókn á því i hvaða iðngrein- um væri hægt að stytta námstímann með breyttri árang- ursríkari námstilhögun. Það er skoðun þingsins að þar komi aðallega til greina verknámsskólar, starfræktir af ríki og bæjum. Þingið leggur til að þessi leið verði farin, sérstaklega vegna þess, að hún felur í sér möguleika til úrbóta á þvi ó- fremdarástandi, sem nú ríkir í iðnaðarnáminu, svo sem að fjöldi iðnnema fær oft ekki nema nasasjón af þvi hvernig vinna skuli hin vandasömustu störf í iðngrein- unum. 5. þing I. N. S. í. beinir þeirri áskorun til háttv. ríkis- stjórnar að hún hlutist til um það, að þegar það opin- bera leitar umsagnar um mál varðandi iðnað, iðnaðar- nám eða iðnaðarmenn þá leiti það umsagnar bæði Iðn- sveinaráðs Alþýðusambands íslands og Iðnnemasam- bands Islands, ásamt Landssambandi iðnaðarmanna. -———oOo------- Það er gott til Þess að vita að hinir væntanlegu iðn- aðarmenn hafi með sér félagsskap og láti sig varða menntun og uppeldi stéttarinnar. Þróun þeirra mála ætti með því að verða örari og eðlilegri. En varla geta nemendur vænst þess að verða, af því opinbera, kallaðir til ráða um hverskonar mál varðandi iðnað og iðnaðar- menn. Hér er gengið einu feti of langt, og ættu nemend- urnir frekar að beita kröftum sínum að þvi að búa sig sem bezt undir að geta tekið karlmannlega á málum þeg- ar þeir eru orðnir iðnaðarmenn. Mikils virði væri það t. d. fyrir þá sjálfa og þjóðina í heild ef Þeir ynnu ötul- lega að hverskonar reglusemi við vinnu og nám, snyrti- mennsku í umgengni og fordæmdu reykingar, drykkju- skap og slark. Þegar iðnnemar gera kröfur til meistara um bætt kjör og aukin fríðindi, mega þeir ekki gleyma því, að meistar- ar ráða því sjálfir hvort þeir taka nemendur til sín. Lita þeir þá að sjálfsögðu á kjörin og hvort ekki borgar sig betur að hafa fullgilda menn við störfin. Nemendur ættu líka að athuga það, að innan fárra ára eru þeir senni- lega sjálfir orðnir meistarar og eiga þá að inna af hendi þær skyldur og kvaðir, sem þeim áður tókst að knýja fram. 1 þessu máli sem öðrum þarf að finna hinn gullna meðalveg og samningsbinda aðeins það sem skynsamlegt er og staðist getur langa reynslu. Það mun nú svo komið að fáir meistarar mundu taka nemendur ef þeir væru ekki til þess neyddir vegna hörguls á fullgildum iðnaðar- mönnum. Kvaðirnar eru all þungar og nemendurnir reynast misjafnlega. Nýlega varð t. d. einn meistari í 92 Reykjavík að greiða nemanda á níunda þúsund krónur vegna veikinda á einu námsári og sóklagjald og trygg- ingar að auki. Þorsteinn Sigurðsson húsgagnasm.m., sem er í skóla- nefnd Iðnskólans í Reykjavík, hefur bent mér á að nem- andi á 3ja námsári í Reykjavík kosti meistara sinn næst- um eins mikið og fullgildur verkamaður sem vinnur eftir Dagsbrúnartaxta. Á 4. námsári kostar nemandinn meira en Dagsbrúnarmaður, þegar allt er reiknað: Skólagjöld, tryggingar, frátafir vegna skólans, sumar- frí og forföll vegna veikinda. Meistarar munu því bráðlega hætta að taka nem- endur, enda ber þeim engin skylda til að taka á sig námskostnað þeirra. Dregur þá að því að stofna verð- ur iðnnámsskóla eins og iðnaðarnemar eru farnir að krefjast. En varla verður það fyrirkomulag ódýrara, hvorki fyrir ríkissjóðinn né nemendurna sjálfa. Enda geta iðnaðarnemendur sannarlega nokkuð á sig lagt fjárhagslega, sem allir aðrir sérmenntunarnemendur. Gott iðnaðarnám er mikils virði fyrir ungan mann. Tvítugur maður er mun betur settur með það, en t. d. stúdentspróf, sem þó kostar mikið fé og langan tíma að ná. Eg vil að iðnaðarmenn hjálpi iðnnemum til að halda uppi heilbrigðum félagsskap, sem vinnur ötullega að skynsamlegri lausn vandamálanna en án allrar of- stæki og stjórnmálavíga. S. J. Norrænt iðnskólamót í Reykjavík Á síðasta norræna iðnskólamótinu í Stokkhólmi í fyrra var ákveðið að næsta mót skyldi verða hér í Reykjavík 1949. Hefir nú Emil Jónsson ráðherra skip- að þessa menn í nefnd til að undirbúa og sjá um mót- ið: Helgi H. Eiríksson skólastjóri og er hann jafnframt skipaður formaður nefndarinnar, Friðrik V. Ólafsson skólastjóri, samkvæmt tilnefningu bæjarstjórnar R.- vikur, Haraldur Ágústsson, húsgagnasmiður, sam- kvæmt tilmælum Kennarafélags iðnskólans í Reykja- vík, Ársæll Árnason, samkvæmt tilnefningu Iðnaðarm.fél. í Rvík., Vilhj. Þ. Gíslason samkvæmt tilnefningu Verzl- unarráðs íslands, H. J. Hólmjárn forstjóri, samkvæmt tilnefningu Félags Isl. iðnrekenda, Bergur Vigfússon, skólastjóri, samkvæmt tilnefningu skólanefndar Iðnskól- ans í Hafnarfirði, Björn Rögnvaldsson, byggingarmeistari, samkvæmt tilnefningu fræðslumálastjóra, Guðrún Jónas- son, bæjarfulltrúi, samkvæmt tilnefningu Húsmæðraskóla Reykjavíkur og Sveinbjörn Jónsson, byggingarmeistara, samkvæmt tilnefningu Landssambands iðnaðrmanna. Formaður hefur kallað nefndina saman og skipt henni niður í smærri nefndir til að annast einstök atriði undirbúningsins. Er ráðgert að um 1000 manns komi frá hinum Norðurlöndunum á sérstöku ferðamannaskipi og að þeir búi í skipinu meðan á þinginu stendur.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.