Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Page 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Page 4
Iðnaðarritið 9.-10. XX. 1947 Ræða Helga H. Eiríkssonar Herra bæjarfógeti, herra bæjarstjóri, heiðr- uðu gestir og þingfulltrúar. Um leið og ég segi þetta 9. iðnþing íslendinga sett, vil ég bjóða ykkur öll velkomin hingað til þingsetningar og þingsetu. Eg býð þingfulltrúana velkomna til starfa, bæði þá, sem staðið hafa í stríðinu áður, og eins þá, sem nú koma til þing- starfa i fyrsta sinn. Eg þakka yfirvöldum þessa bæjar fyrir það, að sýna okkur þann sóma að vera viðstaddir setningu þessa þings, og ég fagna því, að geta dvalið hér við þingstörfin á þessum sögufræga stað og athafnamikla útverði at- vinnulífsins. Landssamband iðnaðarmanna er í dag 15 ára gamalt, og þótt það sé ekki eldra, þá hefur því tekist að vinna iðnaðarmálum Islendinga tals- vert gagn. Það er ekki ætlun mín í þetta sinn, að rekja sögu Sambandsins, eða semja neitt afmælisrit, en ég tel það viðeigandi að gefa þeim, sem ekki hafa fylgst með starfi þess frá byrjun, örstutt yfirlit yfir þau viðfangsefni, sem það hefur aðal- lega haft með höndum í þessi 15 ár. 1 3. grein laga Sambandsins segir, að tilgangur þess sé: a. að efla samvinnu meðal iðju- og iðnaðar- manna, b: að greiða fyrir stofnun iðn- og iðjufélaga og hvetja öll slík félög til að vera í Sambandinu, c: að leita samvinnu við öll þau fyrirtæki, eða félög, sem vinna að sama marki og Sambandið, d: að vinna að því að fá fullkomna iðnlöggjöf í landinu og reyna að tryggja það, að réttur iðn- aðarmanna sé ekki fyrir borð borinn, hvorki af löggjafarþingi þjóðarinnar né öðrum, svo og að fylgjast með framkvæmdum allra laga, er snerta iðnað og iðju og sjá um að eftir þeim sé farið. e: að vinna að sýningum á framleiðslu ís- lenzkra iðn- og iðjurekenda, og styðja að sölu hennar á allan hátt. f: að gefa út blöð, bækur og ritlinga, sem séu hvetjandi og leiðbeinandi um iðnaðarmál, hve- nær sem tækifæri er til. 98 g: að halda hvetjandi og fræðandi fyrirlestra til að leiðbeina iðnaðarmönnum og skipuleggja mál þeirra. h: að stuðla að bættum vinnubrögðum og verk- þekkingu í iðnaði. Það liggur nú beinast við að athuga lauslega hvað Sambandið hefur gert í sambandi við þessa stefnuskrárliði hvern og einn. Til þess að efla samvinnu meðal iðju- og iðn- aðarmanna og greiða fyrir stofnun iðnfélaga, hefur Sambandið skipulagt samtök þeirra, sam- ið lög fyrir þau og stofnað ný félög, þar sem jarðvegur var til þess. Sambandstjórnin hefur heimsótt flest iðnaðarmannafélög á landinu og sum oft. Hún hefur við hvert tækifæri, sem gefist hefur, leitað samvinnu við félag iðnrek- enda, og hefur sú samvinna verið góð upp á síð- kastið. Hún hefur lagt sig í líma til þess að jafna ágreining meðal iðnaðarmanna, ágreining um takmörk milli iðngreina, leitað samkomulags um sambúð og samvinnu verkamanna og iðnaðar- manna, gefið álit um kærur út af iðnaðarfram- kvæmdum, og látið iðnþingin fjalla um öll þessi mál eftir því, sem þau hafa óskað. Sambandsstjórnin og Iðnþingin hafa unnið að því eftir megni, að fá sem fullkomnasta og heppi- legasta löggjöf um iðnaðarmál og allt er iðnað snertir, sem kostur var á. Hafa iðnaðarmenn því miður ekki átt nema einn fulltrúa á löggjaf- arþingi þjóðarinnar til þess að gæta hagsmuna þeirra þar, Emil Jónsson, núverandi viðskipta- málaráðherra, en það hefur aftur verið bót í máli, að hann hefur verið áhugasamur um þessi mál, og meðal áhrifamestu þingmanna, hátt á annan tug ára. Meðal þeirra mála, sem iðnþingin og Sambandsstjórn hafa haft til meðferðar á þessu sviði má nefna lög um iðju og iðnað, lög um iðnaðarnám, frumvarp til laga um iðnfræðslu frumvarp til laga um iðnskóla, lög og reglugerð um slysatryggingar, lög um gjaldeyris- og tolla- mál og lög um iðnlánasjóð, lög um innflutnings- lög um eftirlit með vélum og verkstæðum, lög um bókhald, frumvarp til laga um skulda- skilasjóð vélbátaeigenda og iðnaðarmanna, frum varp til laga um varnir gegn vörusvikum, frum-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.