Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Qupperneq 6

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Qupperneq 6
Iðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 flestum málunum, og þessvegna vafalaust bún- ir að undirbúa tillögur sinar um ákvarðanir eða samþykktir um þau. Hitt vona ég að okkur tak- ist í þetta sinn eins og undanfarið, að láta smá- málin og áreining um aukaatriði lúta í lægra haldi fyrir aðalatriðunum og höfuðverkefnum þingsins. Og það er hörð barátta framundan — og hún hefur verið hörð undanfarið. Iðnaðarstéttin hef- ur ekki átt vinsældum að fagna og virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá þjóðinni. Jafnvel blað, sem er stéttinni frekar vinveitt,, dagblaðið Vísir, segir í ritstjórnargrein 26. febr. 1947: „íslensk- ur iðnaður hefur um margt verið frekar þjóðar- böl en þjóðargæfa“. Og þessi djarflegi sleggju- dómur er byggður á þeirri óvöndun í vinnu og afköstum, sem skapaðist á styrjaldarárunum. Allsstaðar kveður við öfundaróður um það, að iðnaðarmenn hafi grætt undanfarin ár, að iðn- aðarvinna sé dýr og framleiðsla þeirra dýr. En er framleiðsla iðnaðarmanna dýrari en annarra stétta? Er hún dýrari en framleiðsla bænda og sjómanna. Eru vinnuafköst þeirra og vinnugæði verri en annarra stétta? Eg hefi daglega undan- farin ár haft tækifæri til þess að fylgjast með vinnubrögðum verkamanna, iðnarmanna, skrif- stofumanna, embættismanna o. fl. og ég get full- vissað ykkur um það, að á móti hverju dæmi um hátt verð og lélega vinnu úr iðnarstéttinni get ég tilfært hliðstætt dæmi úr öllum hinum stétt- unum. Hér er því um einhliða og ósanngjarnan áróður að ræða. Úr mörgum áttum hefi ég feng- ið frásagnir um það, að margt af þeirri vinnu, sem kvartað er undan hjá iðnaðarmönnum, er gervi-iðnaðarmönnum að kenna, þótt þeir iðn- aðarmenn, sem neyðzt hafa til að nota þá, beri að sjálfsögðu ábyrgð á verkum þeirra. Annars skoða ég gervi-smiðina stríðsfyrirbrigði, sem ég treysti iðnarmönnum til þess að iosa sig við jafnskjótt og þeir þurfa ekki á þeim að halda, og þess virðist ekki langt að bíða, eftir því sem útlitið er framundan. Þá er mönnum vafalaust í minni árásin á múr- arana, sem byggðist á því, að þeir hafa unnið i ákvæðisvinnu, eftir uppmælingu, hafa því af- kastað miklu, jafnvel tvöfaldri meðalvinnu og eiga því að bera kaup úr býtum eftir því. Annars vil ég taka það skýrt fram, að það er síður en svo að ég vilji bregða skildi fyrir þá, sem hafa notað aðstöðu sína sem iðnarmenn til þess að braska. Menn sem taka háar upphæðir fyrir það eitt, að ljá máls á að taka að sér verk, menn sem gera byggingu eða hlut illa en selja hann samt með 60—100% hagnaði. Það eru þessir menn sem koma óorði á stéttina, valda áróðrinum á móti henni og eru samtökum iðn- aðarmanna erfiðastir og hættulegastir. Þeir sem ég deili á, eru þeir sem gera undantekingarnar að reglunni, telja allan hópinn svartan af því að þar finnast fáeinar mórauðir sauðir. Eg svara þeim sem beita illviljuðum áróðri en ekki rétt- mætum aðfinnslum. Enn hættulegra en hið órökstudda nöldur al- mennings eru árásir opinberra aðila, sem hafa mjög farið í vöxt undanfarið. Húsameistari ríkisins og þjóðleikhúsnefnd sýna islenzkum hús- gagnasmiðum hina megnustu fyrirlitningu sem iðnaðarmönnum, með því að hafa þá að leik- soppi og fela síðan erlendum verksmiðjum að smíða húsbúnað í þjóðleikhúsið, til þess aðeins að spara fáeinar dýrtiðarkrónur. Hermann Jón- asson og heill hópur þingmanna með honum vill kenna 6 iðngreinar á 2 árum í sveitaskóla og telja þann lærdóm jafngildan 4x6 = 24 ára verklegu námi og 4 ára iðnskóla námi við raun- hæfar aðstæður í atvinnulífi þjóðarinnar. Páll Zophoníasson og fleiri vilja láta gervi-iðnaðar- menn og lagtæka menn aðra ganga undir próf þangað til þeir kynnu að slampast í gegn. Aðal- atriðið hjá öllum þessum mönnum virðist vera það, að iðnaðarmenn læri ekki iðn sína, að dekra við fúskið en fjandskapast við raunhæft iðn- nám og aukna tækni. Þó segir þessi síðastnefndi þingmaður í nefndaráliti um framuvarp til laga um brevtingar á lögum um dýralækna orðrétt þannig: „Frumvarpið gerir ráð fyrir því nú, að fáist ekki lærðir dýralæknar í störfin, þá geti at- vinnumálaráðherra, í samráði við yfirdýralækni falið mönnum, er yfirdýralæknir telur treyst- andi til, að gegna störfum dýralæknis, og greiða honum þóknun úr ríkissjóði. Með þessu móti yrðu 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.