Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Síða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Síða 7
Iðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 í raun og veru skipaðir ólærðir menn af ríkis- stjórn, með samþykki yfirdýralæknis til þess að vera dýralæknar. Móti þessu ákvæði er ég. Eg tel fjarstætt, að menn, sem ekki hafa lokið dýralæknisprófi, séu af ríkisstjórninni settir, þó um stundarsakir sé, til'þess að gegna dýralæknis- störfum. Engum hefur heldur dottið í hug að leysa á þann hátt læknisleysi læknalausu læknis héraðanna, og eru leikmenn þó misnærfærnir, og hér og þar um landið eru til menn, sem kall- aðir ei-u ,,skottulæknar“, og sjálfsagt mætti fá í einhver læknislaus héruð, ef að því ráði væri horfið, en það væri í samræmi við anda þess frumvarps að gera það. Nú verður því ekki neitað, að bæði manna- og dýraskottulæknar geta stundum hjálpað nokkuð í veikindum manna og skepna, en varla mun nokkur halda því fram í alvöru, að ríkisvaldið eigi að löggilda þá, eftir tillögum frá landlækni eða yfirdýralækni, en þó er til þess ætlast hvað dýraskottulæknana snert- ir í frumvarpi þessu. Þetta get ég ekki sam- þykkt. Hinsvegar vil ég ekki standa á móti þvi, að þeim dýralæknisumdæmum, sem engan dýra- lækni fá, sé gert mögulegt að tryggja sér not þessara manna á ábyrgð þeirra, er þjónustuna eiga að þiggja, og legg því til í breytt. mínum að heimilt sé að styrkja úr ríkissjóði með allt að 4/5 af dýralæknislaunum þau svæði, er engan dýralækni fá, til að fá sér þá hjálp, er þeir sjálf- ir óska, en það opinbera taki ekki á sig að stimpla þá menn sem dýralækna.“ Hér kveður nokkuð við annan tón en þegar um iðnarmenn er að ræða. En hversvegna leggur hann ekki til að þessir dýraskottulæknar verði látnir ganga undir próf? En stærsta og alvarlegasta árásin á iðnar- starfsemina í landinu er sú afstaða hins opin- bera, að knésetja innlenda iðnaðinn með því að neita honum um hráefni til þess að vinna úr. Eru allmörg iðnfyrirtæki þegar farin að fækka við sig fólki og önnur komin að stöðvun. Er von- andi að hið nýja Fjárhagsráð hagi innflutningi hráefna þannig, að iðnaðurinn þurfi aldrei að stöðvast af efnisleysi. Verkföll og kreppur ættu að vera nægileg vopn til þess að halda honum innan þeirra þróunartakmarka, sem sumir virð- ast telja lífsskilyrði fyrir íslenzkt atvinnulíf. Eg hefi talið rétt að benda þingheimi á þessi atriði til sönnunar þeim orðum mínum, að það er barátta framundan og alvara á ferðum. En þótt svo sé og mikið sé ógert, þá get ég ekki viðurkennt annað en að árangurinn af samtök- um iðnaðarmanna og störfum Landssambands iðnaðarmanna sé eftir vonum. Þetta er aðeins 15 ára unglingur. Bernsku- og unglingsárin af- kastar enginn jafnmiklu og á fullorðinsárunum. En grundvöllurinn er lagður og við byggjum ó- trauðir áfram. En einfaldasta og réttasta leiðin til þess að kveða niður alla andstöðu og vinna sigur er sú, að vanda svo alla iðnaðarvinnu, að ekki verði að fundið og að engin gervi-iðnaðarmaður geti komist þar nærri. Og að vinnuafköst verði slík að allir verði að viðurkenna þar kunnáttumenn að verki. Bindist öflugum samtökum í þessum tilgangi. Og ég skal styðja ykkur í þeirri baráttu meðan kraftarnir endast. Að lokinni ræðu forseta voru þessir menn kosnir í k jörbréfanefnd: Guðm. H. Guðmundsson, Keykjavík, Guðjón Magnússon, Hafnarfirði, Indriði Helgason, Akureyri, Óskar Jónsson, Vestmannaeyjum, Jón H. Sigmundsson, Isafirði. Er nefndin hafði athugað kjörbréfin, var fundur sett- ur á ný. Hafði nefndin tekið öll kjörbréfin gild, að einu undanteknu, en sá fulltrúi mætti ekki á þinginu. Þessir fulltrúar sátu þingið: Frá Akranesi: Jóhann B. Guðnason, form. Iðnaðarmannafél. Halldór Jörgensen, fyrir Iðnaðarmannafél. Frá Akureyri: Vigfús Friðriksson, fyrir Iðnaðarmannafél. form. Indriði Helgason, fyrir Iðnaðarmannafél. Frá Hafnarfirði: Guðjón Magnússon fyrir Iðnaðarmannafél. form. Þóroddur Hreinsson, fyrir Iðnaðarmannafél. Bjarni Sveinsson, fyrir Iðnaðarmannafél. Magnús Kjartansson, fyrir Málarafélagið Ólafur Magnússon, fyrir Trésmiðafélagið Bror Westerlund, fyrir Iðnskólann Vigfús Sigurðsson, fyrir Iðnráðið 101

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.