Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 9
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 13. Sameiginlegt merki fyrir iðnaðarmenn. 14. Amatörrjósmyndun. 15. Kosning fulltrúa á næsta Norræna Iðnþing. 16. Nýjar iðngreinar. 17. Innkaupasamband iðnaðarmanna. 18. Gervi-iðnaðarmenn. Forseti Landssambandsins, Helgi H. Eiríksson, gerði grein fyrir málum þeim, er Landssambandsstjórnin hafði undirbúið og lagt fyrir Þingið. Var þeim siðan vísað til hinna ýmsu þingnefnda. Heillaóskaskeyti bárust þinginu frá Emil Jónssyni, iðnaðarmálaráðherra, Jóhanni Frimann, skólastjóra, Stefáni Sandholt, bakarameistara, Sveinbirni Jónssyni, ritstjóra Iðnaðarritsins, er gat ekki setið þingið vegna lasleika. Húsgagnameistarafélagi Reykjavíkur, Félagi Veggfóðrara í Reykjavík, frú Kristolínu Kragh, Fé- lagi ísl. iðnrekenda, Iðnaðarmannafélagi Seyðisfjarð- ar, Kristjóni Kristjónssyni, iðnaðarfulltrúa. Þingfundir voru haldnir sem hér segir: 1. Þingfundur laugardaginn 21. júní kl. 16 2. Þingfundur mánudaginn 23. júní kl. 9 3. Þingfundur mánudaginn 23. júní kl. 13% 4. Þingfundur mánudaginn 23. júní kl. 21 5. Þingfundur þriðjudaginn 24. júni kl. 10 6. Þingfundur þriðjudaginn 24. júni kl. 14 7. Þingfundur miðvikudaginn 25. júní kl. 9 8. Þingfundur miðvikudaginn 25. júni kl. 14 9. Þingfundur miðvikudaginn 25. júni kl. 20 10. Þingfundur fimmtudaginn 26. iúní kl. 10 Reikningar Landssambands iðnaðarmanna: . . Reikningum var útbýtt fjölrituðum, voru þeir áritaðir af endurskoðendum athugasemdalaust, og samþykktir samhljóða af þinginu: Störf stjórnar Landsambandsins: 1 þingbyrjun var útbýtt fjölritaðri skýrslu um störf stjórnarinnar milli þinga. Urðu um skýrsluna sem slíka, litlar umræður, aðallega fyrirspurnir, sem forseti Landssambandsins svaraði. Skýrslan var borin upp og þamþykkt samhljóða, og fer hún hér á eftir: Skýrsla stjórnar Landssambands iðnaðarmanna til 9. iðnþings íslendinga 21. júní 1947. I. Mál, sem 8. iðnþing fól Sambandsstjórninni. 1. Lögfesting nýrra iðngreina. Á 8. iðnþingi var samþykkt að mæla með því, að leirkerasmíði yrði sérstök iðngrein. Þann 20. febr. 1947, var reglugerðarbreyting staðfest af iðnaðarmálaráð- herra, og þar með leirkerasmíði lögfest, sem sérstök iðngrein. 2. Innkawpasamband iðnaðarmanna. Eins og kunnugt er, var á 8. iðnþingi kosin milli- þingnefnd i það mál, þeir: Þorgeir Jösefsson, Akranesi, Sveinbjörn Jónsson, Reykjavík, Tómas Vigfússon, Reykjavik, Bjarni Einarsson, Njarðvík, Jóhann Ól. Jónsson, Hafnarfirði. Nefnd þessi kom saman til 1. fundar 11. nóv. 1945, og hélt síðan marga fundi, en á fundi 20. jan. 1946, var lagt fram uppkast að frumdráttum til stofnunar inn- kaupasambands fyrir iðnaðar- og iðjufyrirtæki. Sér til ráðuneytis hafði nefndin dr. Magnús Sigurðsson, og lögfræðing til að semja lög fyrir innkaupasambandið. Mál þetta er svo rætt á fundi stjórnar Landssam- bandsins 11. febr. 1946, og svo aftur 26. s. m., og voru þá tillögur nefndarinnar samþykktar. Þann 6. maí sama ár er svo lagt fram á Landssambandsstjórnarfundi upp- kast að lögum fyrir innkaupasambandið, og 3. júní er svo endanlega gengið frá þeim, og ákveðið að senda hverju Sambandsfélagi eitt eintak af lögunum, og biðja þau um leið að tilkynna fyrir 1. okt. 1946, hvort þau, eða einstakir meðlimir þeirra, vilji gerast félagar í innkaupasambandinu. Á stjórnarfundi Landssambandsins 30. des. 1946, mættu úr milliþinganefndinni þeir Tómas Vigfússon, Sveinbjörn Jónsson, Bjarni Einarsson og Jóh. Ól. Jóns- son. Var þá samþykkt að hefjast handa um stofnun innkaupasambandsins, útbúa áskriftarlista, er hver nefndarmanna fengi, og hver stofnfélagi ritaði nafn sitt á. Þá var og samþykkt að láta fjölrita lögin, svo hver stofnfélagi gæti fengið þau til athugunar. Stjórn Landssambandsins boðar svo til stofnfundar sunnudaginn 16. marz 1947, og voru á honum mættir 23 stofnfélagar. Fyrst skýrði forseti Landssambandsins frá aðdrag- anda málsins, afdrifum þess á Iðnþinginu 1945, og framvindu þess síðan. Lögin ítarlega rædd og á þeim gerðar nokkrar breyt- ingar. t stjórn Innkaupasambandsins voru þessir menn kosn- ir: J. Bjarni Pétursson, Reykjavik, Þorgeir Jósefsson, Akranesi, Tómas Vigfússon, Reykjavík, Guðmundur Halldórsson, Reykjavík, Páll V. Daníelsson, Hafnarfirði, 1 varastjórn voru kosnir: Benedikt Sveinsson, Reykjavík, Anton Sigurðsson, Reykjavík, Gísli Guðjónsson, Hafnarfirði, 103

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.