Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 10
(ðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 Endurskoðendur reikninga: Guðmundur Magnússon, Akureyri, Magnús Magnússon, Vestmannaeyjum. J. Bjarna Péturssyni, var íalið að kalla saman 1. íundinn. 3. Útgáfa handbóka. Stjórn Landssambandsins heíur ekki ennþá tekist að fá menn til Þess að semja eða þýða handbækur, og handrit það, um logsuöu og rafsuöu, er var i smíðum er síðasta skýrsla Sambandsstjórnar var samin, er ekki ennþá komið í hendur stjórnarinnar, og veldur það, að ekki hefur tekist að fá hentug myndamót. Verður því að teikna myndirnar hér og hefur það tafið verk- ið. Gunnar Vagnsson, sem ætlað var það hlutverk meðal annars, að þýða erlendar handbækur, fór úr þjónustu Sambandsins áður en að því kom, og hefur Sambands- stjórninni ekki tekist að fá mann í hans stað. Eins og kunnugt er, fekk Landssambandið heimild til þess að þýða á íslenzku, þær handbækur, sem Tekno- logisk Institut í Kaupmannahöfn hefur gefið út. Skrjf- stofan hefur fengið sýnishorn af þeim öllum og aug- lýst þær í Iðnaðarritinu. Fjöldi iðnaðarmanna hefur hagnýtt sér þetta og hefir skrifstofan útvegað þeim yfir 200 bækur. Skrifstofan hefur einnig fengið skrá yfir sænskar handbækur fyrir iðnaðarmenn og getur útvegað þær. Jf. Bókhaldsform. Iðnþingið 1945, fól Sambandsstjórninni að láta útbúa bókhaldskerfi fyrir iðnaðarmenn. Gunnar Vagnsson, við- skiptafræðingur, vann að þessu, og liggur þetta til- búið í handriti, en þar sem verið er að semja kennslubók í bókhaldi til afnota fyrir iðnskólana, hefur þótt rétt- ara að bíða eftir henni, svo hægt sé að samræma hana og bókhaldskerfið, það sem Gunnar samdi, ef þess gerist þörf. Að sjálfsögðu verður þessu hraðað eins og ástæður leyfa. 5. Lagabreytingar. Á þinginu 1945, kom fram breytingartillaga við 12. grein Sambandslaganna frá Iðnaðarmannafélaginu á Akranesi. Vegna þess hve tillagan kom seint fram var ekki hægt að ræða hana á þinginu en útaf þessu hefur stjórn Landssambandsins komið sér saman um víð- tækari breytingar á lögum Sambandsins, og hefur öll- um Sambandsfélögunum verið sendar þær tillögur, ásamt breytingartillögunni frá Iðnaðarmannafélaginu á Akranesi. 6. Námstími Ijósmyndara. Á 8. iðnþinginu, kom erindi frá Ljósmyndarafélagi Islands, þar sem farið var fram á að lengja námstíma ljósmyndara úr 3 árum í 4 ár, og jnáli þessu vísað til stjórnar Landssambandsins. Eins og kunnugt er, lá fyrir síðasta Alþingi frum- varp til nýrra iðnfræðslulaga. Fyr en séð verður hvernig því reiðir af telur stjórn Landssambandsins sér ekki fært að bera fram breytingartillögur á reglugerð um iðnaðarnám, og leggur því til að erindi Ljósmyndara- félags íslands sé frestað þar til að vitað er um afgreiðslu iðnfræðslulaganna á Alþingi. 7. Sameiginlegt merki fyrir iönaöarmenn. Kosin var nefnd á 8. Iðnþinginu, er gera skyldi til- lögur um sameiginlegt merki fyrir iðnaðarmenn, og hefur hún lofað að skila áliti á þessu þingi. 8. Fjárveitingar ríkisins til iönaöarmála. Á fjárlögum 1946 voru fjárframlög til iðnaðarmála sem hér segir: a. Til Landssambands iðnaðarmanna .... kr. 50.000.00 b. Til Iönlánasjóðs.....................— 65.000.00 c. Til byggingar iðnskólahúss í Reykjavík — 300.000.00 d. Til iðnskólahalds.......... ......... — 200.000.00 e. Til framhaldsnáms erlendis...........— 30.000.00 Samtals kr. 645.000.00 Á fjárlögum fyrir árið 1947, eru fjárframlög til iðn- aðarmála þessi: a. Til Landssambands iðnaðarmanna .... kr. 50.000.00 b. Til iðnlánasjóðs ................... — 300.000.00 c. Til byggingar iðnskólahúss í Reykjavík ■— 255.000.00 d. Til iðnskólahalds...................— 250.000.00 e. Til framhaldsnáms erlendis..........— 30.000.00 Samtals kr. 885.000.00 9. Spjaldskrá yfir iðnaðarmenn. Skrásettir eru nú 2639 iðnaðarmenn í 60 iðngreinum. Ætlunin var að Gunnar Vagnsson ynni m. a. að þessu máli, en starfsemi hans hjá Landssambandinu varð lítil vegna. Byggingaráðstefnunnar, svo að ekki hefir verið hægt að sinna því betur. 10. Iðnfrceðsla. Eins og kunnugt er var frumvarp til laga um iðn- fræðslu ýtarlega rætt á Iðnþinginu 1945. Kosin var 5 manna nefnd er fylgjast skyldi með meðferð máls- ins á Alþingi. Stjórn Landssambandsins sendi öllum Sambandsfélög- unum frumvarpið til umsagnar, og komu frá þeirra hálfu nokkuð margar breytingartillögur. 104

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.