Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 11
Iðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 Milliþinganefndin hélt svo fundi og athugaði breyt- ingartillögur þær, er fram höfðu komið, og 23. marz 1946 sendi stjórn Landssambandsins iðnaðarnefnd efri deildar Alþingis svolátandi bréf. Bréf nr. I. 23. marz 19^6 Stjórn Landssambands iðnaðarmanna hefur borist um- sögn nokkurra iðnaðarmanna og iðnfélaga um frumvarp til iðnfræðslulaga. Flest félögin hafa samþykkt frumvarpið óbreytt, en nefnd, skipuð af síðasta iðnþingi, hefur athugað þær breytingartillögur, sem fram hafa komið. Leggur nefnd- in til, að eftirfarandi breytingar verði gerðar á frum- varpinu: 1. Aftan við 7. gr. bætist: „Ákvörðun iðnfræðsluráðs varðandi löggildingu til nemendatöku, fjölda nemenda á vinnustöð og svipt- ingu kennsluréttinda, er hlutaðeiganda heimilt að áfrýja til ráðherra, en hann leggur úrskurð á mál- ið, að fenginni umsögn Landssambands iðnaðar- manna." 2. 17.gr. orðist svo: „Skylt er meistara eða iðnfyrirtæki að greiða ið- gjöld til sjúkrasamlags fyrir nemendur sína, svo og tryggingargjöld til almennra trygginga. Verði nem- andi fyrir slysi við vinnu sína, greiði meistarinn eða iðníyrirtækið honum fullt kaup i 7 daga eða þar til lögákveðnar tryggingar taka við." 3. 18. gr. orðist svo: ,,Nú hefur nemandi ekki mætt í 1800 vinnustundir á ári að meðaltali yfir námstímann, og getur þá íðnfræðsluráð ákveðið, að námstíminn skuli fram- lengjast um hæfilegan tíma." 4. Aftan við 22. gr. bætist: (sbr. 18. gr.). „Tillögur þessar er óskað eftir að háttvirt iðnaðar- nefnd efri deildar Alþingis taki til velviljaðrar at- hugunar við meðferð málsins." VirSingarfyllst f. h. LANDSSAMBANDS IÐNAÐARMANNA Til iðnaðarnefndar efri deildar Alþingis. Hinn 29. nóv. 1946, fær stjórnin frá iðnaðarnefnd efri deildar Alþingis, til umsagnar, breytingartillögur, er fram höfðu komið þar, eins og svolátandi bréf ber með sér: FJÁRVEITINGANEFND ALÞINGIS Reykjavík, 29. nóv, 19J/6 Hjálagt sendum vér yður frumvarp til laga um iðn- fræðslu, eins og það hefur verið lagt fyrir efri deild Al- þingis á yfirstandandi þingi. Jafnframt sendum vér yður nefndarálit á þingskjali nr. 697, og biðjum yður góðfúslega að senda nefndinni hið allra fyrsta umsögn yðar, bæði um sjálft frum- varpið Og um breytingartillögur þær, sem fram eru settar á fyrrnefndu þingskjali. Þá biðjum vér yður góðfúslega að senda nefndinni álit yðar á því, hvort tiltækilegt væri að setja inn í lög- gjöfina ákvæði um það, að mönnum væri heimilt að ganga undir iðnaðarpróf, verklegt og bóklegt, án þess að hafa lokið tilskíldum tima sem iðnnemar, og ef þér litið svo á, að það sé gerlegt, hvaða takmörk þér teljið að eðlilegt væri að setja í sambandi við slík ákvæði, t. d. hvort þetta ætti aðeins að ná til ákveðinna iðngreina eða hvort slíkt ákvæði gæti verið almennt, — svo og allt annað, sem nefndinni gæti orðið til upplýsingar í sam- bandi við þetta atriði sérstaklega. Góðfúslega endursendið nefndinni þingskjalið nr. 697, þar sem svo fá eintök eru til sérprentuð af skjalinu. Nefndinni væri óþægindi að þvi, að þingskjalið glataðist. f. h. iðnaðarnefndar Alþingis (efri deildar) Gísli Jónsson, formaður. Til Landssambands iðnaðarmanna. Þessu bréfi svaraði stjórn Landssambandsins með svo- hljóðandi bréfi, dags. 7. des. 1946. Með bréfi dags. 29. nóv. hefir háttvirt iðnaðarnefnd efri deildar Alþingis óskað umsagnar Landssambands iðnaðarmanna, um frumvarp til laga um iðnfræðslu, og breytingartillögur við það á þingskjali nr. 697. Stjórn Landssambandsins hefur áður haft frumvarp þetta og framannefndar breytingartillögur til athugun- ar, og hefur í þetta sinn tekið hvorttveggja til ítarlegrar meðferðar. Hún getur, fyrir sitt leiti, mælt með hvort- tveggja, en þó með eftirfarandi breytingum: 1. 3. gr. orðist svo: „Ráðherra skipar iðnfræðsluráð til 5. ára í senn. I þvi eiga sæti 5 menn, búsettir í Reykjavík og ná- grenni, og skulu 4 þeirra tilnefndir af viðurkennd- um samtökum iðnaðarmanna. Formann skipar ráð- herra án tilnefningar." 2. 1 stað „iðnráð" í 4. breytingartillögu komi „iðn- fræðsluráð." 3. 8. breytingartillaga a og b falli niður. Um það, að setja inn í lögin ákvæði um heimild fyrir menn án námssamnings til þess að ganga undir sveins- próf, eða nemendur með námssamningi til þess að ganga undir sveinspróf áður en samningstíminn er útrunninn, vill stjórnin taka fram: 1. Fyrra atriðið myndi verka sem hemill eða jafnvel lokun fyrir fjölgun í iðngreinunum, vegna þess, að ungir menn myndu sjá sér stundarhag í því að vinna að iðnaði í nokkur ár fyrir verkamannakaup 105

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.