Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 12
Iðnaðarritið 9.-10. XA'. 1947 og leita svo próftöku, er aðeins fáir þeirra myndu standast, í stað þess að læra iðnina. Iðnaðarvinnu og gæðum framleiðslu iðnaðarmanna myndi hraka, og sama losið í iðnaðarmálum og var í byrjun aldarinnar, og nú á styrjaldarárunum, myndi festast með þjóðinni þar til um þvert keyrði. Og þá yrði erfiðara að rétta við, nema með tals- verðum öfgum. Og með engu móti mætti setja slík ákvæði I lögin öðruvísi en sem heimild handa iðnfræðsluráði, og með fyrirskipun um svo víðtæk próf, að þau gripu yfir alla iðnina. Rétt er að geta þess, að síðan 1928, að fyrsta iðn- ráðið var stofnað, hafa bæði iðnráðin og Landssam- band iðnaðarmanna haft til meðferðar hundruð slikra mála, er því hér ekki um raunverulegt ný- mæli að ræða. Á hinn bóginn myndi það binda hendur iðnaðarmanna um skör íram, og valda auka- árekstrum, óvináttu og sársauka, ef slik próf yrðu fyrirskipuð í lögum. 2. Um seinna atriðið er svipað að segja. Slík heimild myndi brjóta niður alla virðingu fyrir námssamn- ingunum, svo að þeir yrðu einskisvert pappírs- plagg. Meistarar, sérstaklega þeir, er fyrir vensla sakir vildu flýta prófi nemenda sinna, myndu freistast til að kenna þeim á styttri tíma það, er þeir teldu koma til prófs, en annað ekki. 1 öðru lagi er hætt við að meistarar, sem hindra vildu að nemendur þeirra tækju próf fyrri en náms- samningurinn er útrunninn, myndu vilja fresta því, að kenna nemendum vandasömustu atriðin þangað til síðast, og myndu þá nemendurnir fá ófullkomnari æfingu í þeim atriðum 1 iðninni und- ir prófin. Nemendur færu út í lífið með litla kunn- áttu en full réttindi. Skipulagt iðnnám yrði varla um að ræða framar. Vér sjáum ekki ástæðu til þess, að takmarka slík á- kvæði ef sett verða, við vissar iðngreinar. Þingskjal nr. 697, endursendist hér með. VirÖingarfyllst f. h. LANDSSAMBANDS IÐNAÐARMANNA Til iðnaðarnefndar efri deiidar Alþingis. • "U. ■ Síðan koma fram á Alþingi nokkrar breytingartil- lögur, og meðal annars á þingskjali 320, eins og hér fer á eftir: 1946 - ’47 (66. löggjafarþing) — 28. mál. Ed. 320. BREYTINGARTILLÖGUR við frumvarp til laga um iðnfræðslu. Frá Páli Zóphóníassyni. 1. Við 4. gr. Greinin orðist svo: Atvinnumálaráðherra skipar, að fengnum tillögum Landssambands iðnaðarmanna og iðnfræðsluráðs, iðnerindreka, er aðstoði iðnfræðsluráð í störfum þess. Iðnfræðsluráði er heimilt að skipa iðnfulltrúa, með samþykki atvinnumálaráðherra, á þeim stöðum í iandinu, er það telur þörf á, og ákveða umdæmi þeirra. Iðnfulltrúar skulu hafa eftirlit með iðnnámi, hver í sínu umdæmi, undir umsjón iðnerindreka og í um- boði iðnfræðsluráðs, eftir því, sem segir í lögum þessum og nánar skal ákveðið í reglugerð og í erindisbréfum iðnfulltrúa. 2. Á eftir 12. gr. komi ný grein, er verði 14. gr. og breytist greinatalan eftir því. Greinin orðist svo: Heimilt er mönnum að ganga undir próf i verk- legum efnum í ákveðnum iðngreinum, þó að þeir hafi ekki stundað iðnnám hjá ákveðnum meistara eða iðnfyrirtæki, sem löggilt hefir verið samkvæmt 7. gr., né gert námssamninga samkvæmt 11. gr., ef þeir uppfylla eftirtalin skilyrði: a. Hafi tekið próf frá iðnskóla í bóklegum fræðum eða annað próf, sem að dómi iðnfræðsluráðs jafn- gildir því prófi. b. Sanni með vottorðum frá sveini eða meistara í iðn- inni, að þeir hafi starfað að henni og fengið i henni nokkra leikni. Próflausnir þeirra, er óska að taka próf eftir þessari grein, skulu valdar af iðnfræðsluráði og prófdóm- endum og valdar þannig, að eins auðvelt verði eftir lausn þeirra að dæma hæfni nemenda til starfsins og þeirra, er nám hafa stundað eftir námssamningi hjá löggildum meistara eftir þeim prófverkum, sem fyrir þá er lögð. Dæmist nemandi, er gengur undir próf eftir þessari grein, standast prófið, skal hann fá sveinsbréf und- irritað af prófdómendum og formanni iðnfræðslu- ráðs. Þessu svaraði stjórn Landssambands iðnaðarmanna með eftirfarandi bréfi dags 1. marz s. 1. Milliþinganefnd Iðnþings Islendinga í iðnfræðslumál- um leyfir sér hér með að beina þeim tilmælum til iðn- aðarnefndar neðri deildar Alþingis, að hún vinni að því, að fá gerðar eftirfarandi lagfæringar á írumvarpi til laga um iðnfræðslu, sem nú liggur fyrir Alþingi, og komið er frá efri deild til neðri deildar og nefndarinnar: 1. Að felldar verði niður breytingatillögur á þing- skjali 320 E.d., sem teknar voru upp í frumvarpið Báðar þessar tillögur spilla frumvarpinu. Aðalefni fyrri tillögunnar er um skipun iðnerindreka, sem verður einskonar framkvæmdastjóri iðnfræðslu- ráðs. Eðlilegast er að iðnfræðsluráð sjálft ráði sér starfskrafta í samráði við þann ráðherra, sem fer með iðnaðarmál, sem nú er ekki atvinnumálaráð- herra. Það er rétt að biða eftir því, hver þróun verður á störíum iðnfræðsluráðs, og hvernig starfs- menn þess reynast, að velja því framkvæmdarstjóra. en titil hans teljum vér aukaatriði. 106

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.