Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 13
Iðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 Um síðari tillöguna er það að segja, að með henni teljum við grundvellinum undan núverandi iðn- löggjöf vera kippt burtu, ef hún verður að lögum. Flestir unglingar myndu kjósa að vinna að iðn- aði fyrir verkamannakaupi í nokkur ár, og leita svo próts, þótt þeir fengju litla tilsögn, og ef ekki fengjust unglingar í reglulegt iðnnám, myndu meistararnir neyðast til þess að taka ólærða hjálp- armenn á sama hátt og tmdanfarin styrjaldarár. Núverandi iðnlöggjöf miðar að því, að ala upp vel hæfa iðnaðarstétt, en með framannefndri breyt- ingu myndi öll iðnkunnátta og tækni drabbast niður í almennt „fúsk". 2. Að fella niður breytingartillöguna á þingskjali 350 E. d. , Það er fullkomið öfugmæli og Alþingi lítt sæm- andi að ákveða, að óþroskaðir unglingar, þótt greindir og góðir menn væru, séu settir í yfir- stjórn þess fræðslukerfis, sem verið er að byggja upp til þess að kenna þeim sjálfum undirstöðu- atriði iðnmenntunar. Iðnfræðsluráð á ekki eingöngu að vera yfirstjórn Þessarar undirstöðumenntunar iðnaðarmanna, held- ur og framhaldsmenntunar þeirra, og um fyrir- komulag hennar eiga þessir unglingar, sem eru á byrjunarstigi náms síns og þroska, að ráða sam- kvæmt umræddu ákvæði. 3. Að bæta inn í frumvarpið, t. d. 18. gr., ákvæði um að vinnustundir nemenda megi ekki vera færri en 1800 á ári að meðaltali á fyrirskipuðum námsára- fjölda, til þess að tryggja það, að þeir hafi fengið lágmarksæfingu í iðninni áður en náminu lýkur. Virðingarfyllst í milliþinganefnd iðnfrœðslumála Til iðnaðarnefndar neðri deildar Alþingis. Auk þess sem að framan getur hefir stjórn Lands- sambandsins í milliþinganefnd átt tal við iðnaðarnefndir Alþingis, en eins og kunnugt er dagaði málið uppi. 11. Iðnskólafrumvarpið. Á stjórnarfundi Landssambandsins 10. des. 1945, var lagt fram bréf frá menntamálanefnd neðri deildar Al- þingis, þar sem skýrt er frá þvi að nefndin hafi sent frumvarp til laga um iðnskóla til milliþinganefndar i skólamálum til umsagnar og að milliþinganefndin sjái sér ekki fært á skömmum tíma að athuga frumvarpið til hlýtar, en hafi hinsvegar ætlað sér að taka iðnfræðsl- una til rækilegrar athugunar á næsta ári, og gera til- lögur þar um. Menntamálanefnd neðri deildar Alþingis, kveðst fús til þess að taka frumvarpið til fyrirgreiðslu eftir að milliþinganefndin hefur gert sínar tillögur um það. Þar við situr og málið hefir ekki komið fram á Al- þingi, en að sjálfsögðu mun stjórn Landssambandsins fylgjast með málinu og ýta á eftir því. II. Erindi við ríkisstjórn og opinbera aðila. 12. Frumvarp til laga um iðnskóla í sveitum. Frá iðnaðarnefnd efri deildar Alþingis, barst Lands- sambandsstjórninni til umsagnar frumvarp til laga um iðnskóla í sveitum. Frumvarp þetta hefir vakið nokkuð umtal meðal iðnaðarmanna og þykir því rétt að sambandsfélögin fái vitneskju um afstöðu Sambandsstjórnarinnar til máls- ins. •Eins og að framan getur fékk Sambandsstjórnin frum- varp þetta til umsagnar og syaraði þvi með svolátandi bréfi dags. 7. febrúar 1946: Háttvirt iðnaðarnefnd efri deildar Alþingis hefur óskað umsagnar Landssambands iðnaðarmanna um frumvarp til laga um iðnskóla í sveitum, og viljum vér þar um leyfa oss að taka eftirfarandi fram: . Stjórn Sambandsins er sammála flutningsmanni frum- varpsins um það, að Það er langt frá því, að ástandið í byggingamálum sveitanna sé viðunandi, og að því valdi að miklu leyti þekkingarleysi á þessu sviði og skortur kunnáttumanna til þess að sjá um smíði sæmi- legra húsa. Rétt er þó í því sambandi að benda a, að löggjafinn hefur ekki hingað til viljað ætla sveitunum kunnáttumenn á þessu sviði, og að skortur kunnáttu- manna stafar af þvi. Ráðstafana til úrbóta í þessum efnum er því þörf og sennilegt að opinber skóli verði eina ráðið, er að gagni kemur, enda séu kennarar skólans fulllærðir iðnaðar- menn. Stjórnin vill fyrir sitt leyti mæla með þeirri grund- vallarhugmynd, sem frumvarpið byggist á, en leyfir sér jafnframt að gera við frumvarpið eftirfarandi at- hugasemdir. 1. Við 1. gr. og 5. gr.: Rétt þykir að benda á, að verkstæði, sem rúmar 100 manns að vinnu við trésmíðar, (glugga, hurð- ir, skápa og önnur húsgögn), ásamt geymslum fyr- ir efni og smíðagripi, skólastofur, heimavistir og íbúðir kennara, er feiknamikiS bákn, og virðist enda óþarflega stórt. Samkvæmt frumvarpinu virð- ist nemendum skólans ætlað að hafa smíðarnar að aðalatvinnu og ætti þá að nægja til að byrja með, að skólinn rúmaði aðeins helming þess fjölda, sem í frumvarpinu er nefndur, enda viðráðanlegra að öllu leyti. 2. Við 3. gr.: I frumvarpinu er hvergi talað um að skólinn veiti 107

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.