Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 15
rðnaðarritið 9. - 10. XA'. 1947 sveitum og þorpum landsins, oít samkvæmt beiðni opinberra aðila, komi menn er dálitla tilsögn hafa fengið. Iðnaðarmenn geta þessir menn ekki kallast og fá engin iðnréttindi, nema að þeir gerist nemend- ur hjá meistara og læri á venjulegan hátt. Viðvíkjandi spurningu nefndarinnar í siðustu máls- grein bréfs hennar, skal Það tekið fram, að stiórn Landssambandsins telur þá menn er útskrifast kynnu úr umræddum skólum, ekki kunnáttumenn. Hún telur ekki æskilegt né öruggt að láta þá taka að sér iðnaðarstörf. Hún telur og hefur alltaf talið æskilegast og öruggast, að iðnlögin nái til alls lands- ins og að það séu fulllærðir iðnaðarmenn, sem falin eru iðnaðarstörf í sveitunum, engu siður en í kaup- stöðum og kauptúnum. En eins og nú er, eru engar kröfur gerðar til þeirra, sem taka mega að sér iðn- aðarstörf í sveitum, hversu stór og veigamikil sem þau eru, og það telur stjórn Landssambandsins mjög óheppilegt ástand. Stjórn Landssambandsins er ljóst, að skólar þeir, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, eru óhæfilega stórir og hljóta að kosta ríkissjóð stórfé, sem hægt væri að spara sér að mestu, með miklu einfaldari ráðstöfun- um. Nemendur frá skólum þeim, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, gætu aldrei fengið að taka að sér iðnaðar- verk í kaupstöðum, (nema að þeir lærðu meira og fengju próf samkvæmt iðnaðarnámslögum) af því að þeir hefðu ekki iðnréttindi, þótt löggjafinn teldi þá nógu góða fyrir sveitirnar. Virðingarfyllst f. h. LANDSSAMBANDS .IÐNAÐARMANNA Til iðnaðarnefndar efri deildar Alþingis. Síðan hefur ekkert heyrst um þetta mál. 13. Bréf, sem borist hafa Sambandsstjórninni. Samtals hafa Sambandsstjórninni borist 93 bréf frá rikisstjórn, sýslumönnum, bæjarfógetum o. fl., sem öllum hefur verið svarað. Flest þessara bréfa hafa verið um iðnréttindamál. Þar að auki hafa borist 125 bréf frá einstaklingum. Öll varðandi iðnréttindamál, frá iðnaðarfulltrúum hef- ur Sambandsstjórnin haft til umsagnar 218 námssamn- inga. Síðan 8. iðnþing var háð, héfur Sambandsstjórnin haldið 53 fundi. III. Ýmislegt. • lJf. Norræna iðnþingið. Norræna iðnþingið var háð í Stokkhólmi 18. og 19. sept. 1946. Á þingið fóru héðan þessir fulltrúar, er kosnir voru á iðnþinginu 1945: Sveinbjörn Jónsson, Reykjavík, Sigurður Guðmundsson, Isafirði, Þorgeir Jósefsson, Akranesi, Bror Westerlund, Hafnarfirði. Þeir munu að sjálfsögðu skýra frá störfum þings- ins á yfirstandandi iðnþingi. 15. Iðnfræðsluþing í Beykjavík 1949. Fimmta norræna iðnfræðsluþingið átti að vera í Reykjavík, sumarið 1944, en af styrjaldarástæðum var það ekki hægt. 1 þess stað var það haldið i Stokkhólmi 1946, og ákveðið að 6. þingið skyldi háð í Reykiavik sumarið 1949. Hin islenzka forstöðunefnd 5. þingsins, i samráði við iðnaðarmálaráðherra, fór þess á leit við stjórn Landssambandsins, að hún tilnefndi mann af Sambandsins hálfu í undirbúningsnefnd 6. þingsins. Varð stjórnin við þessum tilmælum og tilnefndi Svein- björn Jónsson í nefndina. 16. Tryggva saga Gunnarssonar. Þann 31. desember 1945, tilkynnti stjórn Landsbankans í Reýkjavík, Landssambandinu að bankinn hefði ákveð- ið að gefa út sögu Tryggva Gunnarssonar, og vildi hag- nýta sér þau gögn, er Landssambandið hefði aflað sér, og yrði þess getið í formála bókarinnar. Förseta Landssambandsins og Sveinbirni Jónssyni var falið að ræða við bankastjórnina um þetta. Á fundi 25. marz 1946 skýrið forseti Landssambands- ins frá því að þeir Sveinbjörn hefðu átt viðtal við banka- stj. Landsbankans, og væri bankinn búinn að ráða pró- fessor Þorkel Jóhannesson til að rita söguna, og að sjálf- sögðu yrði samkomulag um það að Landssambandið f engi ákveðinn eintakafjölda af bókinni, vegna áskriftasöfnun- ar þess á sínum tíma. Ókunnugt er um hvernig verkið gengur. 17. Viðskiptaráðið. Á stjórnarfundi 4. nóv. 1946, var rætt um að fyrir dyr- um stæði ef til vill nýskipan á Viðskiptaráði, og var sam- þykkt að gera tilraun til að fá 1 fulltrúa frá iðnaðar- mönnum í ráðið, og Sveinbirni Jónssyni falið að eiga um þetta tal við hlutaðeigandi ráðherra. Síðan yar, 21. nóv. s. á., sent sameiginlegt bréf írá Landssambandinu og Félagi ísl. iðnrekenda, þar sem sú óska var borin fram við fjármálaráðherra, að í Við- skiptaráði eigi iðnaðarmenn og iðjurekendur einn íuli- trúa. Vegna breyttra aðstæðna hefur þetta ekki komist til framkvæmda. 18. Uppkast að frumvarpi til laga um Matreiðslu- skóla Islands og uppkast að lögum fyrir Mat- sveina- og veitingaþjónaskóla Islands. Þessi frumdrög voru send frá Atvinnu- og samgöngu- 109

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.