Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Qupperneq 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Qupperneq 16
Iðnaðarritið 9.-10. XX. 1947 málaráðuneytinu, og óskað eftir umsögn Landssambands iðnaðarmanna. Bent var á það i bréfi til ráðuneytisins, að bæði þessi frumvörp bryti í bága við núgildandi iðnlöggjöf, nema leggja ætti niður sem sérstaka iðngrein, matreiðslu og framreiðslu. Hvorug þessara frumvarpa fengi því staðist. Síðan hefur ekkert um þetta heyrst. 19. Erlendar iðnsýningar o. fl. Frá Konsthantverkarnas Gille í Stokkhólmi barst snemma á árinu 1946, bréf, þar sem islenzkum listiðnað- armönnum er boðin þátttaka í sýningu er halda skyldi í Stokkhólmi 7. sept. til 6. okt. 1946, í tilefni af 40 ára af- mæli ofannefnds félagsskapar. Ekki var hægt að taka þessu boði, en Landssamband- ið mælti með því við ríkisstjórnina, að ein kona héðan yrði styrkt til fararinnar, og Iðnaðarmannafélagið veitti henni 1500 króna styrk í þessu augnamiði. Frá Sundsvalls hantverks ungdomsgille barst Sam- bandsstjórninni bréf í ágúst 1946, þar sem íslenzkum iðnaðarmönnum er boðin þátttaka í sameinaðri iðnaðar- og smáiöjusýningu er halda skyldi 2,-10. nóv. Ætlast var til að hvert Norðurlandanna fengi einn „bás“ til um- ráða, og var bent á, að vegna flutningsörðugleika héðan væri heppilegast að sendar væru ljósmyndir af ísl. iðn- aðarvörum. Leitað var til ýmissa iðnfyrirtækja um mál þetta, en undirtektir urðu svo sundurlausar að úr þessu gat ekki orðið. Fyrir milligöngu danska sendiráðsins í Reykjavík bár- ust tilmæli frá félaginu „Dansk Kunsthaandværk og In- dustri", þar sem að óskað var eftir því að Landssamband iðnaðarmanna beiti sér fyrir stofnun sliks félagsskapar á Islandi, er hefði meðal annars það hlutverk að vera fulltrúi Islands á Norrænum þingum, íundum og sýn- ingum, er varða þessi mál. Deildir eru nú starfandi í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og þykir hentug að geta snúið sér til eins aðila í hverju landi um þessi mál. Stjórn Landssambandsins skrifaði neðanskráðum félög- um bréf 20. febr. 1946. Heimilisiðnaðarfélagi Islands. Islenzk ull, Félagi ísl. myndlistarmanna, Félagi bókbandsiðnrekenda í Reykjavík, Húsameistarafélagi Islands, Ljósmyndarafélagi Islands, Gullsmíðafélagi Reykjavíkur, Húsgagnameistarafélagi Reykjavíkur. Spurst var fyrir um það hvort félögin teldu tímabært að slíkt samband yrði stofnað. Ef þau teldu það vera, voru þau beðin að tilnefna tvo fulltrúa er mættu á sam- eiginlegum fundi, er tæki svo frekari ákvarðanir i mál- inu og myndi stjórn Landssambandsins boða til fundar- ins, þegar afstaða félaganna væri kunn. Ekkert svar barst, og Þar með strandaði málið í bili. 20. Afmæli. Bergens Haandverks og Industriforening átti 100 ára afmæli 17. nóv. 1945. Landssambandinu var boðið að senda þangað fulltrúa, en því boði var ekki hægt að taka. Félaginu var sent skrautritað kveðjuávarp, innbundið í veglegri möppu. Norges Handverkeríorbund átti 60 ára afmæli, er haldið var hátíðlegt í Bergen 30,- 31. ágúst 1946, og var Landssambandinu boðið að senda þangað íulltrúa. Þar mætti fyrir Sambandsins hönd, Sveinbjörn Jónsson, og færði þeim skrautritað innbundið ávarp. Trondhjems Haandverks og Industriforening, átti 100 ára afmæli 21. febr. 1947. Landssambandinu var boðið að senda fulltrúa þangað, en ekki var hægt að koma því við. Félaginu var sendur veglegur áletraður koparskjöld- ur, búin til af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal, og er gifsafsteypa af honum til sýnis á skrifstofu Sambands- ins. Hantverks Institutet í Stokkhólmi átti 25 ára afmæli 8. marz 1947, og var Landssambandinu boðið að senda þangað 2 fulltrúa, en sem ekki var hægt að sinna. 21. Alþingismönnum sýnd iðn- og iðjufyrirtœki. Á fundi stjórnarinnar 7. nóv. 1946, kom til umræðu hvort ekki myndi heppilegt að sýna Alþingismönnum ýms iðnaðar- og iðjufyrirtæki, ef vera mætti að það vekti athygli þeirra á því, hve íslenzk iðnaðarstarfsemi er orðin fjölbreytt. Var það svo fastmælum bundið milli Landssambands iðnaðarmanna og Félags ísl. iðnrekenda, að þetta skyldi gjört fimmtudaginn 5. desember. Sýnd voru 19 iðnaðar- og iðjufyrirtæki í Reykjavík og Hafnarfirði. Fjörutíu þingmenn tóku þátt í sýningar- förinni. Að henni lokinni var sest að sameiginlegu borð- haldi að Hótel Borg, er fyrirtækin sem skoðuð voru buðu til. Má segja að þessi 1. sýníngarför hafi heppnast vel, og létu gestirnir ánægju síná og þakklæti í Ijósi. 22. Sveinaskipti. Á Iðnþinginu 1945, var Landssambandsstjórninni falið að undirbúa þetta mál, svo að hægt væri að leggja það fyrir Norræna iðnþingið. Fulltrúar þeir, er þar mættu, munu á þessu þingi skýra frá gangi málsins þar. Á stjórnarfundi í Norræna iðnsambandinu i Stokk- hólmi, í ágúst 1946, var meðal annars rætt um sveina- skipti milli Norðurlandanna og ákveðið að hefja undir- búning að þeim. 110

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.