Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Qupperneq 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Qupperneq 17
Iðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 Ot af þessu sendir stjórn Landssambandsins öllum Sam- bandsfélögunum bréf 15. jan. 1946, þar sem nánar er get- ið þeirra skilyrða er þarf að fullnægja svo að þetta komist í framkvæmd, og óskað svars fyrir febrúarlok s. á. Svör komu frá 18 félögum, aðeins eitt af þeim var mótfallið þessu. Síðan var ríkisstjórninni skrifað, og spurst fyrir um hvort vænta mætti stuðnings hennar og fyrirgreiðslu við málið, var því bréfi svaraði 11. febr. á þá leið að ráðu- neytið vildi styöja að þessu máli og greiða fyrir því, að sveinaskiptin komist á með þeim skilyrðum, er getur í bréfi Landssambandsstjórnarinnar. Umsóknir bárust frá 16 íslenzkum iðnsveinum, er flest- ir óskuðu eftir að komast til Svíþjóðar, 7 þeirra eru komnir út, nokkrir tóku umsókn sína aftur. Lands- sambandið hefur aðstoðað menn þessa um öflun erlends gjaldeyris, og leiðbeint þeim eftir þörfum. Til Islands hafa ekki á vegum Landssambandsins kom- ið neinar erlendir sveinar. 23. Tímaritið. Haustið 1945, komu tilmæli frá Félagi ísl. iðnrekenda um samvinnu á útgáfu Tímaritsins, var þess um leið getið að kosnir hefðu verið 3 menn af þess hálfu, til þess að ræða málið við Sambandsstjórnina. Af Landssambandsins hálfu voru á fundi 19. nóv. 1945, kosnir Sveinbjörn Jónsson, Einar Gíslason og Guðm. H. Guðmundsson, til frekari viðræðna við félagið. Á fundi 11. marz 1946, er svo endanlega gengið frá samningi um útgáfu sameiginlegs rits, er skuli bera nafnið „Iðnaðarritið". Ritstjórnarnir skyldu vera tveir, einn frá hvorum að- ila, og skipta með sér verkum. Afgreiðslu ritsins annist skrifstofa Landssambands iðnaðarmanna, en auglýsing- ar, skrifstofa Félags ísl. iðnrekenda. Ritstjórar voru ráðnir Sveinbjörn Jónsson og Páll S. Pálsson. Ritið er nú prentað í 3200 eintökum. 21j. Iðnlánasjóður. Eins og kunnugt er, voru á iðnþinginu 1945, sam- þykktar breytingar á lögum sjóðsins, og stjórn Lands- sambandsins falið að fá þær lögfestar. Lagabreytingar þessar öðluðust staðfestingu 17. júlí 1946, og má segja að það hafi gengið vel. Jafnaðarreikningur Iðnlánasjóðs 31. des. 1945, lítur þannig út: EIGNIR: Útlán ................. kr. 154.489.00 Bankainnstæða..........— 338.759.67 SKULDIR: Stofnsjóður .......... kr. 487.561.63 Fyrirfram greiddir vextir — 5.687.04 Kr. 493.248.67 31. desember 1946. EIGNIR: Útlán ................. kr. 324.852.00 Bankainnstæða..........— 251.624.51 Kr. 576.476.51 SKULDIR: Stofnsjóður ............ kr. 564.241.01 Vaxtayfirfærsla ........ — 12.235.50 Kr. 576.476.51 25. Húsfélag iðnaðarmanna. Eins og kunnugt er hafa þrjú félagasamtök í Reykja- vík, Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, Trésmíðafélag Reykjavíkur og Sveinasamband byggingarmanna í Rvik., beitt sér fyrir því að stofna félag er nefnist Húsfélag iðnaðarmanna. Tilgangur þessa félags er að koma upp iðnaðarmanna- húsi i Reykjavik, þar sem iðnaðarmenn geti haft skrif- stofur sínar, funda- og samkomusali og bækistöð fyrir iðnaðarmenn utan af landi. Húsfélagið hefur keypt stóra og góða lóð í hjarta bæj- arins, undir væntanlega byggingu, og er ætlast til að hún verði iðnaðarmönnum landsins til sóma. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna ákvað að gerast stofnfélagi í þessum samtökum, upp á væntanlegt sam- þykki Iðnþings, og í desember 1946 var öllum Sambands- félögunum sent bréf, þar sem þessa er getið, og þeim gefinn kostur á að kaupa hlutdeildarbréf hjá Lands- sambandinu. I stjórn Húsfélags iðnaðarmanna, af hálfu Landssam- bandsins, var kosinn Helgi H. Eiriksson, og til vara Sveinbjörn Jónsson. 26. Byggingaráðstefnan 191/6. Eins og kunnugt er, var i Reykjavík haldin bygginga- ráðstefna, er sett var 8. júní, og í sambandi við hana fjölbreytt sýning á erlendum og innlendum bygginga- vörum. Sveinbjörn Jónsson var af iðnaðarmálaráðherra, skip- aður formaður framkvæmdaráðsins, og eins og að lík- um lætur, mæddu störfin mest á honum. Fulltrúi Landssambandsins á ráðstefnunni var Einar Gislason, en Gunnar Vagnsson, viðskiptafræðingur, er ráðinn var í þjónustu Landssambandsins haustið 1945, vann á vegum ráðstefnunnar frá þvi um miðjan apríl 111 Kr. 493.248.67

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.