Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 18
[ðnaðarritið 9. - 10. XA'. 1947 1946, þar til 1. ágúst s. á. Því miður varð Gunnar að láta af störfum hjá Landssambandinu 10. nóv. s. 1., en þá var hann kosinn hæjarstjóri á Siglufirði. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki enn tekist að fá hæfan mann í hans stað. 21. Húsbúnaöur í þjóðleikhúsið. Húsgagnameistarafélag Reykjavíkur sendi stjórn Sam- bandsins bréf hinn 20. apríl s.l. varðandi smiði á hús- búnaði þjóðleikhússins og á stjórnarfundi 31. marz mættu 3 fulltrúar frá félaginu til frekari viðræðna. Bréf Húsgagnameistarafélagsins og fylgiskjöl þau er fylgdu hljóða svo: HtJSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVlKUR Fylgiskjal I. 1 tilefni af því að samtök húsgagnameistara í Reykja- vík hafa gert tilboð í þjóðhleikhúsbúnaðinn, eins og fram kemur í meðfylgjandi afriti, og því verið hafnað, samkv. meðfylgjandi bréfi frá þjóðleikhúsnefnd, óskar Hús- gagnameistarafélag Reykjavíkur aðstoðar Landssam- bands iðnaðarmanna til að leita réttar stéttarinnar, svo að þjóðleikhúsbúnaðurinn megi verða unnin af íslenzk- um húsgagnasmiðum. Afhentir félagið hér með Landssambandinu tilboð hús- gagnasmíðam. og bréf þau öll, sem milli þeirra og Þjóð- leikhúsnefndar hafa farið og mun stjórn Húsgagna- meistarafélagsins skýra málið eftir þörfum. Reykjavík, 29. marz 1947 Viröingarfyllst f. h. HÚSGAGNAMEISTARAFÉL. REYKJAVlKUR Kristján Siggeirsson, form. Öl. H. Guömundsson, ritari. Fylgiskjal II. Samkvæmt upplýsingum, fengnum í viðtali við húsa- meistara ríkisins, hr. próf. Guðjón Samúelsson, íyrir hönd þjóðleikhúsnefndar, og ennfremur vegna uppdrátta og útboðsauglýsinga dags 15. jan. þ. á., yfir nokkurn hluta verks þess, sem vinna á í þjóðleikhúsinu, og l'eitað er tilboðs í, viljum vér leyfa oss að gera háttvirtri þjóð- leikhúsnefnd eftirfarandi tilboð: Undirritaðir húsgagnasm. m. eru reiðubúnir til að taka að sér að framkvæma áðurnefnt verk og skuldbinda sig til að leggja þvi til minnst 30 fullgilda húsgagnasmiði, og vinni þeir óslitið að verkinu frá því að hægt verður að byrja og þar til þvi er að fullu lokið. Verð verksins miðast við gildandi taxta á útseldri vinnu og efni Húsgagnameistarfélags Reykjavíkur, eins og hann verður á hverjum tíma meðan verkið stendur yfir. Vinnustofur, vélar og áhöld vor skuldbindum vér oss til að hagnýta í þágu þessara framkvæmda, svo sem frekast er unnt. / Vér erum reiðubúnir til að gera tillöguuppdrætti, sem þjóðleikhúsnefnd getur fylgst með, gert tillögur um og samþykkt fyrir hvern einstakan lið verksins. Þá geta komið til ákveðnir verðsamningar af okkar hálfu áður en verkið væri hafið í hverju einstöku til- felli, jafnóðum og samkomulag næðist við verkkaupa um gerð og útfærslu, og þyrfti Það á engan hátt að tefja framkvæmdir. Við viljum benda á þetta fernt til skýringar: 1. Þar sem tími sá, er oss hefur verið veittur til und- irbúnings tillöguuppdrátta og verðtilboðs í hvern einstakan hlut eða fermeter uppsettrar veggklæðn- ingar, getur vart talist viðunandi, þegar um svo margþætt og umfangsmikið tilboð er að ræða, verð- ur framkomið tilboð vort að teljast sá eini grund- völlur til samningg um verkið, sem hægt er fyrir oss að byggja á. 2. Meðlimum Húsgagnameistarfélags Reykjavíkur er það metnaðarmál að verk þetta verði unnið af ís- lenzkum húsgagnasmiðum og þessvegna býður fé- lagið nær helming starfsliðs síns í þágu þess. 3. Þar eð innflutnings- og gjaldeyrisleyfi það, sem húsameistari í samtali við oss kvaðst muni útvega, hefur ekki verið fyrir hendi, og allt í óvissu hvaðan og með hvaða verði efnið fengist til verksins, er sú undirstaða frá hendi húsameistara til ákveðins verðtilboðs ekki fyrir hendi og hefur aldrei verið á útboðstíma þeim, sem oss hefir verið veittur. 4. Vér teljum víst, að það hafi verið hugsjón þjóð- leikhúsnefndar og húsameistara ríkisins, að þetta hús geymi í sjálfu sér, innan húss og utan, þjóðleg menningarverðmæti í verkum þeirrar kynslóðar sem reisti það. Þau verðmæti verða aldrei keypt frá útlöndum, hvað sem í boði væri. Meðal annars af þeim ástæðum teljum vér víst og sjálfsagt, að húsa- meistari fyrir hönd þjóðleikhúsnefndar vilji íremur skipta við íslenska iðnaðarmenn með þetta sér- stæða verk. Tilboð þetta er bundið þeim skilyrðum, að allt sem að húsgagnasmíði lýtur, og tilheyrir þessu verki, sé unnið af okkur. Nefnd skipuð þessum mönnum: Jónasi Sólmundssyni, Þ. Sigurðssyni og Gísla Kr. Skúlasyni, eru fulltrúar okk- ar I þessu máli, og reiðubúnir til viðtals og samninga. Reykjavík 26. febr. 1947. Viröingarfyllst Jónas Sólmundsson, Þorsteinn Sigurðsson, Gísli Kr. Skúlason, Kristjón Kristjánsson, Trésmiðjan h.f., Arnór Kristjánsson, Guðm. Pálsson, Aimenna húsgagnavinnu- stofan h.f., Benedikt Eyþórsson, Ólafur H. Guðmundsson, Sigurður Úlfarsson, Húsgagnavinnust. Björk h.f., Hús- gögn & Co., Gottskálk Gíslason, Sigurgeir Gíslason, Árni Skúlason, Hjálmar Þorsteinsson, Snæbjörn G. Jónsson. 112

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.