Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Síða 19

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Síða 19
[ðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 Til húsameistara ríkisins f. h. þjóðleikhúsnefndar. Fylgiskjal III. Eftir tilmælum þjóðleikhúsnefndar viljum við hér með lýsa yfir eftirfarandi: Við undirritaðir erum reiðubúnir til að beita áhrifum okkar innan þeirra samtaka, sem mynduð hafa verið um þjóðleikhúsbúnaðinn meðal íslenskra húsgagnasmiða, til samstarfs við erlenda ibjóðendur á þeim grundvelli sem hér segir: 1. Húsgögn séu smíðuð af okkar samtökum að svo miklu leyti, sem við teljum okkur hagkvæmt. 2. Veggþiljur allar afgreiði erlendir ibjóðendur, skorn- ar að stærð og spónlagðar, með álímdum kantlist- um þar sem með þarf. 3. Áklæði, teppi, dreglar, leiksviðstjöld, teppahaldarar, broncelistar, línólíumdúk, fatasnaga, hurðir með körmum, (án samsetningar), lamir, skrár, lokur, hurðarpumpur, ennfremur allt efni, sem hér er ó- talið og til verksins þarf, og sem við kunnum að óska eftir. 4. Efni það, sem greint er í framangreindum liðum selji hinir erlendu íbjóðendur okkur samkv. samn- ingi gerðum þar um. 5. Öll pússning, gljáfæging og frágangur sé fram- kvæmt af okkur. Vér leyfum oss að taka þetta fram: Reynist verð á efnivöru álíka og var á s. 1. ári, þegar hægt verður að afgera kaup, er það álit okkar, að gjald- eyrir sá, 500 þús. sænskar krónur, sem þjóðleikhúsnefnd telur sig hafa ráð á, myndi nægja fyrir erlendum efnis- kaupum til að Ijúka þessu verki. Reykjavík, 23. marz 1947 Virðingarfyllst Jónas Sólmundsson, Gísli Kr. Skúlason, Þorsteinn Sigurösson. Til þjóðleikhúsnefndar. Fylgiskjal IV. Við undirritaðir leyfum oss hér með að senda hinu háa ráðuneyti samrit af bréfi þvi, sem við í dag liöfum sent Þjóðleikhúsnefnd fyrir hönd samtaka húsgagnasmiða- meistara. Við leyfum oss að taka það fram að við höfum viljað verða við beiðni formanns þjóðleikhúsnefndar um að koma fram með þá undirstöðu að samstarfi, sem við getum lagt til að stéttin samþykki, ef verða mætti að íullgera þjóðleikhúsið á sem skemmstum tima. Væntum við því fyrirgreiðslu hins háa ráðuneytis, svo að okkur mætti auðnast að vinna þetta verk þjóð- inni til sóma. Reykjavík, 24. marz 1947 ■ Virðingarfyllst Jónas Sólmundsson, Gísli Kr. Skiílason, Þ. Sigurösson, ÞJÓÐLEIKHÚSNEFNDIN 27. marz 191,7 Eg hefi lagt bréf yðar um samstarfsgrundvöll við hina erlendu íbjóðendur í innréttingu þjóðleikhússins, dags, 23. marz s. 1., fyrir þjóðleikhúsnefndina. Um málið var gerð svofelld ályktun á fundi nefndar- innar 27. þessa mánaðar: „Nefndinni hefur borist bréf frá nefnd húsgagnasmiða, dags. 23. marz, þar sem þeir bjóðast til þess að smíða húsgögn, og ganga frá öllu í þjóðleikhúsinu, en hinir er- lendu íbjóðendur leggi til allt efni, og selji það skv. samningi. Nefndin getur ekki litið á þetta bréf sem tilboð i verkið, enda tími fyrir tilboð nú löngu liðinn, og þegar tilboðin voru opnuð, kom ekkert frá þeim aðilum, sem þetta bréf senda. Þessvegna getur nefndin ekki tekið tillit til þessa bréfs í sambandi við ákvörðun um hvað tekið verður af hinum raunverulegu tilboðum.". Þetta tilkynnist yður hér með. Höröur Bjarnason. Hr. húsgagnasm.m. Þorsteinn Sigurðsson, Reykjavík. Landssambandsstjórnin hélt svo aftur fund með full- trúum Húsgagnameistarafélagsins 1. april, og var þá samþykkt að senda samhljóða bréf til viðskiptamálaráð- herra og menntamálaráðherra, ásamt afritum af þeim bréfum er farið höfðu á milli þjóðleikhúsnefndar og Húsgagnameistarafélags Reykjavikur. Bréfið er svo hljóðandi: Reykjavík, 1. apríl 191,7 Með bréfi d. s. 29. marz 1947, (fylgiskjal I), hefur Húsgagnameistarafélag Reykjavíkur óskað aðstoðar Landssambands iðnaðarmanna til þess að fá því til leið- ar komið, að húsbúnaður í þjóðleikhúsið verði að ein- hverju eða öllu leyti unnin af íslenskum iðnaðarmönn- um, en það virðist ákveðinn ásetningur þjóðleikhús- nefndar, að svo verði ekki. Stjórn Landssambandsins leyfir sér því, hæstvirtur ráðherra, að senda yður eftir- farandi skýringar og athugasemdir um þetta mál, ásamt afriti af þeim fylgiskjölum, er komu frá Húsgagna- meistaraféíaginu (Fylgiskjal II-IV), í þeirri von, að þér sjáið yður fært, að beita áhrifum yðar til Þess, að unnt verði í framtíðinni að segja, að þjóðleikhús Islendinga, reist á fyrri hluta 20. aldarinnar, hafi verið reist og smíðað af islenskum mönnum. Vorið 1946 fór húsameistari ríkisins sem hefur yfir- umsjón með byggingu þjóðleikhússins fyrir hönd þjóð- leikhúsnefndar, til útlanda og ræddi í þeirri ferð við sænska húsgagnasmiði um húsbúnað í leikhúsið, með það meðal annars fyrir augum, að þeir undirbyggju tilboð í þennan húsbúnað. Við íslenzka iðnaðarmenn var málinu ekki hreyft á þeim tíma. Snemma í nóvember 113

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.