Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 20
[ðnaðarritið 9.-10. XX. 1947 sama ár eru svo útboðsauglýsingar og teikningar send- ar til sænskra og danskra húsgagnasmiða. Þann 11. nóv! fer stjórn Húsgagnameistarafélagsi Reykjavíkur á fund húsameistara og ræðir við hann um málið, og bann 27. nóv. fær hún í hendur bráðabirgðateikningar af hús- búnaðinum. Loks 15. janúar 1947 fá húsgagnasmiðir hér bréf frá þjóðleikhúsnefnd ásamt viðbótar teikninum og útboðs- lýsingu, með beiðni um að þeir geri tilboð í verkið, og var tilboðsfrestur til 28. febrúar. Húsgagnameistarafé- lagið skipaði þá 3ja manna nefnd til þess að hafa málið með höndum, og eru í henni húsgagnasmíðameistararn- ir Jónas Sólmundsson, formaður, Þorsteinn Sigurðsson og Gísli Kr. Skúlason. I viðtölum við húsameistara og þjóðleikhúsnefnd var húsgagnasmiðum tjáð, að þjóðleikhúsnefndin myndi út- vega gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir þvi efni, er til þyrfti og treystu þeir því og höfðu því engar aðgerðir þar um sjálfir, enda ekki þeirra mál meðan óvíst var, hvort þeim yrði falið verkið. Við athugun á teikningum og útboðslýsingunni komst nefnd húsgagnasmiðanna fljótt að þeirri niðurstöðu, að þessi gögn voru ófullnægjandi undirstaða undir ákveðið og sundurliðað verðtilboð, enda kom það í ljós síðar, að erlendu ibjóðendurnir töldu og telja sennilegt að fyr- irliggjandi teikningum verði breytt, og þá verðtilboðinu líka. Einnig var allt í óvissu um efnið, útflutningsleyfi á því, verð, innflutnings- og gjaldeyrisleyfi. Nefndin taldi því ekki rétt að gera ákveðið verðtilboð, sem yrði sam- kvæmt framansögðu hrein ágiskun, og tók í staðinn þann kost, að ganga á húsgagnaverkstæðin og reyna að tryggja verkinu nægan vinnukraft og bjóða hann fram. Þetta tókst með mikilli fyrirhöfn og var svo sent tilboð það, sem hér fylgir með í afriti (fylgiskjal III), dags. 26. febrúar 1947. Nokkur dráttur varð á því, að ákvörðun væri tekin um tilboðin, sennilega meðal annars af því, að ennþá var óvissa um gjaldeyris- og innflutningsleyfi. En í við- ræðum á þessu tímabili fer húsameistari og síðar for- maður þjóðleikhúsnefndar, Hörður Bjarnason, þess á leit við nefnd húsgagnasmiðanna, að hún geri uppkast að grundvelli fyrir samstarf milli islenskra húsgagna- smiða og erlendu íbjóðendanna. Nefndin verður við þessum tilmælum og sendir þjóðleikhúsnefnd slíkt upp- kast, d.S. 23. marz (Fylgiskjal III). Annað heyrðist ekki frá þjóðleikhúsnefnd viðvíkjandi tilboðunum, fyr en hún býður fulltrúum íbjóðendanna, innlendra og erlendra, ásamt húsameistara rikisins, til veizlu, laugardaginn 22. marz. 1 veislunni tók þjóðleik- húsnefnd það skýrt fram, að til hennar væri boðið ful- trúum frá þeim aðilum, er boð hefðu gert í verkið, sænsks firma, dansks firma og íslenzkra húsgagnasmiða, enda kom það fram í fréttum, sem dagblöð bæjarins höfðu frá húsameistara, að íbjóðendur hefðu verið þessir þrír, sem að framan er sagt. Þrátt fyrir þetta lætur þjóðleik- húsnefnd sér sæma að segja i sínu endanlega svari til húsgagnasmiðanna, dags. 27. marz (fylgiskjal IV), að þegar tilboðin voru opnuð, hafi ekkert komið frá þeim aðilum, er sendu uppkastið að samningsgrundvelli d.s. 23. marz. Það uppkast var aldrei lagt fram sem tiiboð, og þess vegna óþarft af þjóðleikhúsnefnd að gera álvktun um það. En allt orðalag ályktunarinnar bendi til þess, að þjóð- leikhúsnefnd hafi allan timan verið að leika skollaleik til þess að reyna að finna einhverja afsökun fyrir fram- komu sinni gagnvart íslenzkum iðnaðarmönnum, þegar þjóðin fær um hana að vita. Að þjóðleikhúsnefnd hafi aldrei ætlað sér að skipta við íslenzka húsgagnasmiði bendir það, meðal annars, að allar áritanir á teikningarnar eru á erlendu máli, öll bréf við- víkjandi verkinu á erlendu máli en þýdd á íslenzku, það sem sent er ísl. húsgagnasmiðum. En þrátt fyrir allt þetta eru ísl. húsgagnasmiðir, með fullu samþykki húsa- meistara, látnir smíða stólasamstæður sem sýnishorn, því óráðið var og er ef til vill ennþá hvernig stólarnir eiga að vera. Vér viljum taka það fram, að hér er ekki aðallega um fjárhags- eða atvinnumál fyrir ísl. húsgagnasmiði að ræða, því enn sem komið er hafa þeir nóg að gera, þrátt fyrir það, að úrelt húsgagnaskran og léleg verksmiðju- húsgögn hafi síðastliðinn tvö ár verið flutt inn fyrir milli 10 og 20 milljónir króna. En það er metnaðarmál, ekki aðeins fyrir húsgagnasmiði, heldur fyrir alla ís- lenzka iðnaðarmenn og alla íslendinga, að geta sagt í framtíðinni, að þjóðleikhúsið hafi verið reist og búið af Islendingum einum. Og þann metnað höfum vér vonað, að þjóðleikhúsnefnd- in og húsameistari hefðu einnig, en svo virðist ekki vera. Nú er talin vera verulegur skortur á erlendum gjald- eyri. Þó er hér stefnt að því, að eyða nokkuð á aðra milljón kr. af erlendum gjaldeyri að óþörfu í vinnulaun handa útlendingum. Að sjálfsögðu verður svo farið íram á ívilnanir á t.ollum og flutningsgjöldum fyrir hinn erlenda varning, skattar greiðast aðeins að litlu leyti af hinni erlendu vinnu, og svo verður það verð, sem þannig fæst út, borið saman við áætlað verð íslenzku iðnaðarmannanna. Eitt af skilyrðum erlendu íbjóðendanna er það, að Þeir fái að flytja inn eins marga smiði og þeir vilja til þess að vinna verkið, þjóðleikhúsnefnd sjái þeim fyrir hús- næði og að erlend firmu fái að flytja inn húsgögn handa þeim cllum, hvort sem þeir þurfa þeirra eða ekki. Þau viðskipti eiga að vera einskonar aukaþóknun. Nú virðist svo, að húsnæðisvandræðin séu hér nóg þótt ekki sé gerður leikur að því, að flytja inn starfs- fólk í þeim atvinnnugreinum, þar sem þess er sannanlega ekki þörf, og er það enn ein ástæðan fyrir því, að ekki sé rétt að láta þjóðleikhúsnefnd komast fram með fram- annefnda ákvörðun sína. Vér leyfum oss því hæstvirtur ráðherra, að fara þess 114

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.