Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 22
[ðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 Mál rædd og afgreidd: Upptaka nýrra Sambandsfélaga: Frá þessum félögum lágu fyrir beiðnir um upptöku i Sambandið: Iðnaðarmannafélaginu á Selfossi, Iðnaðarmannafélaginu á Dalvík , Trésmiðafélagi Hafnarfjarðar, Félagi framreiðslumanna í Reykjavik, Iðnaðarmannafélagi Seyðisfjarðar, Byggingarmeistarafélagi Vestmannaeyja. Lög þessara félaga og meðlimaskrár lágu fyrir, og var einróma samþykkt að veita þeim upptöku í Lands- sambandið. Við sambandsfélagaskrá þá sem birt var í 6. hefti Iðnaðarritsins bætast því tvö félög: Iðnaðarmannafélagið á Selfossi, 22 meðlimir, formaður Óskar Kárason, múrarameistari. •Byggingameistaraféiag Vestmannaeyja, 15 meðl. formaður Óskar Áárason, múrarameistari. Af vangá hefur fallið niður eitt Sambandsfélag úr skrá þeirri er birt var í áðurnefndu hefti Iðnaðarritsins. Iðnaðarmannafélag Patreksfjarðar, 25 meðlimir, formaður Steingrímur Sigfússon, málarameistari. Lagabreytingar: Á iðnþinginu 1945 kom fram tillaga um breytingar á lögum Landssambandsins. Tillagan var of seint fram komin, og löggjafarnefnd sá sér ekki fært að afgreiða hana, en lagði til að henni yrði vísað til Sambandsstjórn- arinnar til frekari athugunar, enda taki stjórnin lög Sambandsins til yfirvegunar. Út af þessari ályktun lagði stjórn Landssambandsins fram all víðtækar breytingar á lögum Sambandsins, og var þeim útbýtt fjölrituðum í þingbyrjun. Eftir að löggjafarnefnd hafði haft breytingarnar til meðferðar, og um þær höfðu farið fram þrjár umræður, var samþykkt að breyta lögum Landssambandsins sem hér segir: Við 3. gr. á eftir e lið, komi nýr liður, er verði f liður svohljóðandi: Vinna að því að fullkominni iðnfræðslu verði haldið uppi í landinu og styðja að Iramhaldsmennt- un iðnaðarmanna. 6. grein breytist og verði þannig: Landssambandið held- ur þing ár hvert, er heiti Iðnþing Islendinga og komi það saman 4. hvert ár utan Reykjavíkur, en hin 3 árin i Reykjavík, eða Hafnarfirði, eftir samkomulagi hlutað- eigandi félaga. Þingstaður utan Reykjavíkur skal ákveð- inn á næsta þingi á undan. Sambandsstjórnin boðar til Þinghalds með 3ja mánaða fyrirvara. 7. grein, við hana bætist „og hafi lagt fram kjörbréf fyrir þingsetningu". 8. grein, 2. liður „Próf í einhverri iðnfræðilegri (tekn- iskri) grein er Sambandsstjórnin tekur gilda". Á eftir 11. grein komi ný grein er verður 12. grein, svohljóðandi: „í byrjun hvers Iðnþings kýs þingið 7 manna kjörnefnd er undirbýr allar kosningar á þinginu og tilnéfnir menn í trúnaðarstörf Sambandsins. Heimilt er þó þingfulltrúum að stinga upp á öðrum en þeim, sem kjörnefnd tilnefnir". 12. grein verður 13.. grein og orðist svo: „Stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna skipa 5 menn, búsettir i Reykja- vík og Hafnarfirði, og aðra 5 til vara". Tilnefndir skulu menn í stjórnina, og síðan kosið um þá bundnum kosningum skriflega. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Ennfremur skal á sama þingi og á sama hátt kjósa 2 endurskoðendur og aðra 2 til vara. Á fyrsta þingi eftir að þessi breyting kemur til framkvæmda, ganga tveir menn úr stjórninni, á öðru þingi tveir, og þriðja þingi einu, eftir hlutkesti, þó svo að forseti og varaforseti séu ekki dregnir út samtímis". 13. grein laganna verður nú 14. grein og aftan við hana bætist: „Stjórn Sambandsins getur ráðið framkvæmda- stjóra fyrir Sambandið, ákveðið honum laun og sett honum erindisbréf." Á eftir þessari grein komi ný grein er verði 15. grein. „Landssambandið getur látið gera heiðursmerki til verðlauna fyrir framúrskarandi störf í þágu iðnaðar- mála, og ákveður Iðnþing gerð þess og setur reglugerð um veitingu þess. Á sama hátt getur Sambandið kjörið sér heiðursfélaga, ef stjórn Sambandsins gerir einróma tillögu þar um til Iðnþings. Heiðursfélagar hafa fulltrúarétt á Iðnþingum og eru kjörgengir í trúnaðarstörf Sambandsins, en ekki eru þeir skyldir að taka kosningu í þau." 23. grein (áður 21. gr.) Tvær seinni málsgreinarnar falli niður, en í staðinn komi: „Verði ágreiningur um framkvæmd iðnaðarvinnu, efnisverð eða kauptaxta, skal hlutaðeigandi Sambands- félagi skylt að tilnefna þrjá sérfróða en hlutlausa menn, ef unnt er, í nefnd til álitsgerðar um málið. Nýjar iðngreinar. Frá skipulagsnefnd voru eftirfarandi ályktanir sam- þykktar: a. Nefndin leggur til að kjötiðnaður verði gerður að sérstakri iðngrein, námstími og prófverkefni verði á- kveðið í samráði við Félag Kjötiðnaðarmanna, og Sam- bandsstjórn verði falið að sjá um lögfestinguna. b. Nefndin hefur athugað greinargerð Mjólkurfræð- ingafélagsins fyrir beiðni um að mjólkuriðnaður verði viðurkenndur sem sérstök iðngrein, en þar sem ekki ligg- ur ljóst fyrir um það, hvort tillögur þeirra um nám og próf geta samrýmst að öllu leiti iðnlöggjöfinni, leggur nefndin til að þingið vísi málinu til Sambandsstjórnar til frekari afgreiðslu í samráði við Mjólkurfræðingafélag Islands. 116

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.