Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 23
[ðnaðarritið 9. - 10. XA'. 1947 Sameiginlegt merki fyrir iönaöarmenn. Samþykkt var svohljóðandi tillaga Kosin verði 3ja manna nefnd til að gera tillögur um sameiginlegt merki fyrir iðnaðarmenn, leggi þær fyrir Landssambandsstjórn svo snemma að mál þetta geti feng- ið fullnaðarafgreiðslu á næsta Iðnþingi. 1 nefndina voru kosnir: Ársæll Árnason, Einar Gísla- son, Guðmundur Gamalielson. Iönsýningar. Frá allsherjarnefnd var í þvi máli eftirfarandi tillaga samþykkt: „Niunda Iðnþing Islendinga telur æskilegt, að á árinu 1949 verði komið á fót allsherjar sýningu á framleiðslu iðnaðar og iðju í landinu, og felur Sambandsstjórn að leita samvinnu við ríkisstjórnina og Alþingi og samtök iðjuframleiðenda og heimilisiðnaðar.“ Varnir gegn eldhættu o. fl. Frá stjórn Landssambandsins var svohljóðandi tillaga borin fram og samþykkt: „Níunda Iðnþing Islendinga felur Sambandsstjórninni að láta semja og gefa út ábendingar og leiðbeiningar um varnir gegn eldshættu almennt og sérstaklega á vinnu- stöðvum, svo og um slysahættu af vélum og verkfærum, eitruðum efnum o. fl. Telur þingið rétt að leita sam- vinnu við Slysavarnafélag íslands, Brunabótafélag Is- lands, Almennar tryggingar, Véía og verksmiðjueftirlit- ið“. Ennfremur var samþykkt svohljóðandi viðaukatillaga frá allsherjarnefnd: „á eftir orðunum Véla- og verk- smiðjueftirlitið komi: heilbrigðisstjórn landsins." Erindi varöandi gíldi likamlegrar vinnu og rétt- mæta virðingu fyrir iðnaðarvinnu. Svohljóðandi ályktun var samþykkt: „Níunda Iðnþing Islendinga felur stjórn Sambandsins að efna til samkeppni meðal iðnaðarmanna, iðnnema og annarra landsmanna, um erindi varðandi gildi likam- legrar vinnu og réttmæt virðingu fyrir iðnaðarvinnu. Felur það Sambandsstjórninni að setja takmörk um lengd erindanna og aðrar reglur er þurfa þykir og birta í útvarpinu og Iðnaðarritinu það úr erindum þeim er berast kunna, er telja má mikilsvert. Heimilar Iðnþingið Sambandsstjórninni að verja allt að 2500 krónum i þessu augnamiði. Auk þess telur þingið nauðsyn á, að ílutt verði í Rikis- útvarpið fræðandi erindi um iðnaðarmál. Skipulagsmál. Frá skipulagsnefnd voru eftirfarandi tillögur sam- þykktar: . 1. Níunda Iðnþing Islendinga beinir því til iðnaðar- manna, að reyna að finna leiðir til þess að skipuleggja iðnaðarvinnu svo að afköst aukist frá því sem nú er, svo kostnaður lækki. Sérstaklega leggur þingið til, að iðnaðarmenn um land allt, ásamt stjórn Sambandsins, leiti samvinnu við verka- lýðsfélög um breytingar á kaffi- og matmálstímum, þar sem augljóst er, að breyting á því geti orðið til mikilla bóta og hagræðis. Ennfremur vill þingið benda á, að æskilegt væri að unnið yrði eftir verðskrám og í á- kvæðisvinnu, þar sem því verður við komið. 2. Þar sem vitað er að iðnaðurinn er einn af þremur aðalatvinnuvegum þjóðarinnar, álýtur þingið nauðsyn- legt fyrir eflingu og þróun hans, að ríkissjóður leggi honum til fjármagn á sama hátt og sjávarútvegi og landbúnaði, svo kleift verði að halda uppi nauðsynlegri fræðslu og upplýsingamiðstöð fyrir iðnaðinn, undir stjórn Landssambands iðnaðarmanna, er verði viður- kenndur jafnrétthár aðili og Fiskifélagið og Búnaðar- félag Islands. 3. Níunda Iðnþing Islendinga mótmælir öllum undan- þágum viðvíkjandi gervismiðum, og ályktar að þar sem atvinnulíf þjóðarinnar er nú óðum að færast í eðlilegt horf og i flestum eða öllum iðngreinum virðist innan skamms verða nægilega margir kunnáttumenn, saman- ber hinn mikla fjölda iðnnema, og þar sem kröfur um hæfnikunnáttu og lærdóm er sífellt að aukast í iðnað- inum, þá getur Iðnþingið ekki fallist á að neinar undan- þágur verði gerðar í þá átt, að létta nám og próf svo- nefndra gervismiða frekar en iðnnema. 4. Iðnþingið skorar á ríkisstjórnina, fjórhagsráð og aðra opinbera aðila, að haga verklegum framkvæmdum svo, að ekki haldist hið óeðlilega kapphlaup um vinnu- aflið með þeim yfirboðum og þeirri viðskiptalegu ó- heilbrigði, sem því fylgir. 5. Níunda Iðnþing Islendinga lítur svo á, að niður- greiðsla framleiðsluvara landsmanna með framlögum úr ríkissjóði, sé ekki hin rétta leið til þess að minnka verð- bólguna eða halda henni niðri, og síst af öllu sé frekari verðfelling (stýfing) krónunnar meinabót í þessu efni. Þingið beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að leita nú þegar samvinnu við stærstu atvinnu- og fram- leiðslustéttir þjóðarinnar, svo sem samtök iðnaðarmanna, sjómanna, verkamanna og bænda, til þess að finna fram- kvæmlega lausn á dýrtíðarmálum þjóðarinnar. 6. Níunda Iðnþing Islendinga telur æskilegt að unnið verði að þvi, að efla og auka listiðnað í landinu, og felur Sambandsstjórninni að vinna að því eftir föngum. Meðal annars felur þingið Sambandsstjórninni í þvi skyni, að gera enn eina tilraun til þess að stofna samband þeirra 117

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.