Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 24
íðnaðarritið 9. -10. XX. 1947 manna er starfa að listiðnaði eða hafa aðstöðu til þess að styrkja hann á einhvern hátt. 7. Níunda Iðnþing Islendinga getur ekki mælt með neinum undanþágum í ljósmyndaiðninni fyrir þá menn sem telja sig hafa stundað nám i iðninni erlendis, þar sem tími þeirra er svo stuttur (1-6 mánuðir), að útilokað er að viðhlítandi árangur geti orðið af sliku námi. Auk þess er iðnlöggjöfin skýr og ótvíræð, og ljósmyndasmíð- in hefur verið rekin í fullu samræmi við núgildandi iðn- löggjöf af fullgildum réttindamönnum. Undanþágur fyrir áhugamenn (amatöra) getur þingið heldur ekki fallist á, þar sem það væri á engan hátt í samræmi við þá skoðun og fyrri ákvarðanir að ein- ungis lærðir kunnáttumenn framleiði fyrir þjóðina. 8. Níunda Iðnþing Islendinga hefur rætt og athugað ítarlega hvort unnt sé að taka upp annað fyrirkomulag við iðnaðarframkvæmdir, en prósentuvísa álagningu, á öðrum tilkostnaði verktaka, en hefur að svo komnu ekki fundið aðra framkvæmanlega leið. Fjármál. Níunda Iðnþing Islendinga litur svo á að þar sem iðn- ráðin í landinu eru til orðin við ákvörðun ríkisvaldsins, beri ríkissjóði að standa undir kostnaði við starfsemi þeirra. Kostnaður af starfsemi Iðnráðsins í Reykjavík hefur verið greiddur úr ríkissjóði, og ættu því iðnráðin ann- arsstaðar á landinu að njóta sömu kjara. Er því skorað á ríkisstjórnina að hún hlutist til um, að á næstu fjárlögum verði ætlað til iðnráðanna utan Reykjavíkur, kr. 3000.00 þrjú þúsund krónur. Níunda Iðnþing Islendinga skorar á ríkisstjórnina, að fela stjórn Landssambands iðnaðarmanna að gera tillögur um úthlutun á styrk þeim, sem á fjárlögum er veittur iðnaðarmönnum til framhaldsnáms erlendis. (1 sambandi við þessa tillögu er rétt .að geta þess, að ríkisstjórnin hefur nú i haust sent Landssambandinu til athugunar umsóknir þær er bárust um styrk þennan). Níunda Iðnþing íslendinga skorar á Alþingi, að sam- þykkja lög um stofnun sjálfstæðs iðnbanka með minnst fimm miljóna króna framlagi nú þegar. Þegar bankinn tekur til starfa, taki hann við stjórn iðnlánasjóðs en þangað til verði sjóðurinn í vörslu Út- vegsbankans, eins og hann hefir verið frá byrjun. Kosin var 3ja manna nefnd, er ásamt stjórn Landssam- bandsins vinni að framgangi þessara mála milli þinga. 1 nefndina voru kosnir: Þorsteinn Sigurðsson, húsgagnasm.m., Reykjavík, Guðmundur Halldórsson, húsasmíðam., Reykjavík, Ásgeir G. Stefánsson, forstjóri Hafnarfirði. Níunda Iðnþing íslendinga skorar á næsta Alþingi, að hækka styrkinn til Landssambands iðnaðarmanna í kr. 150.000.00 á fjárlögum árið 1948. Svolátandi fjárhagsáætlun fyrir árið 1948 var lögð fram af fjárhagsnefnd, og samþykkt. TEKJUR: 1. Styrkur úr rikissjóði ................ kr. 100.000.00 2. Skattar frá Sambandsfélögum........ — 44.000.00 3. Aðrar tekjur ........................ — 6.000.00 kr. 150.000.00 GJÖLD: 1. Skrifstofukostnaður ................ kr. 87.000.00 2. Kostnaður fulltr. á Norr. iðnþingið .. — 6.000.00 3. Kostnaður vegna Iðnaðarritsins...... — 32.000.00 4. Til útgáfu handbóka og ófyrirséð ___ — 25.000.00 kr. 150.000.00 Samþykkt var að skattur Sambandsf élaganna til Lands- sambandsins yrði kr. 20.00 á hvern meðlim fyrir árið 1948. Þjóðleikhúsbúnaðurinn. Um það mál urðu allmiklar umræður. Svohljóðandi til- laga frá Helga H. Eirikssyni var borin fram: „Niunda Iðnþing Islendinga samþykkir gerðir Sam- bandsstjórnar viðvíkjandi smíði húsbúnaðar í Þjóðleik- húsið, og felur henni að fylgja því máli fast eftir á sama grundvelli og hún hefur tekið það upp. Jafnframt vill þingið víta afstöðu þjóðleikhúsnefndar i þessu máli, sem algerlega óviðeigandi og beina árás á íslenzka iðnaðar- menn". Að tilmælum Einars Gíslasonar, var viðhaft nafnakall um tillögu þessa, og sögðu 38 fulltrúar já, þ. e. allir þeir, er á fundi voru. Innflutnings- og gjáldeyrisleyfi. Frá fjármálanefnd var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Níunda Iðnþing Islendinga átelur harðlega þær gerð- ir Viðskiptaráðs, sem tiðkast hafa á undanförnum árum, að veita innflutn'ings- og gjaldeyrisleyfi fyrir fullunnum iðnaðarvörum á sama tíma og það neitar, eða takmarkar mjög, leyfi íyrir efnivörur til framleiðslu á sömu voru innanlands. Þingið skorar á væntanlegt fjárhagsráð að haga leyfisveitingum þannig framvegis að hlutur iðn- aðarins í landinu verði ekki verri en ahnarra atvinnu- vega, hvað snertir áhöld og efnivörur, og leýfisveiting- um verði hagað þannig, að iðnaðarmenn sjálfir fái leyf- in í sínar hendur. 118

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.