Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 25
Iðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 Flokkun liúsa. Frá allsherjarnefnd var eftirfarandi tillaga borin upp og samþykkt: „Níunda Iðnþing Islendinga telur nauðsynlegt að tekin verði upp flokkun húsa og vísar í því efni til samþykktar síðasta Iðnþings. Ályktar þingið að kjósa 5 manna milliþinganefnd til að vinna að þessu máli til næsta Iðnþings, í samróði við stjórn Landssambandsins.“ I nefndina voru kosnir: Jóhann B. Guðnason, byggingarfulltrúi, Akranesi, Grímur Bjarnason pipulagningameistari, Reykjavík, Kristinn Magnússon, málarameistari, Hafnarfirði, Júlíus Björnsson, rafvirkjameistari, Reykjavík, Gísli Þorleifsson, múrarameistari, Reykjavík. Handbœkur fyrir iðnaðarmenn. Eftirfarandi tillaga frá fræðslunefnd var borin upp óg samþykkt: „Níunda Iðnþing Islendinga lítur svo á, að fyrsta hand- bókin fyrir iðnaðarmenn, er semja þurfi, sé orðabók yfir nöfn á iðnaðarverkfærum, hráefnum til iðnaðar, iðnvör,- um, handtökum og orðatiltækjum viðvikjandi iðnaði. Aftan við íslenzku orðin séu þýðingar á dönsku, sænsku, ensku og þýzku. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna ræður málfróðan og orðhagan mann til að framkvæma verkið. Hver iðn- grein leggi honum til á sinn kostnað, einn mann til aðstoðar. Einnig var samþykkt svohljóðandi: Níunda Iðnþing Islendinga þakkar milliþinganefnd og stjórn Landssambandsins undirbúning og stofnun Inn- kaupasambands iðnaðarmanna, og skorar á iðnaðarmenn almennt, að vinna ötullega að því að efla það svo sem verða má“. Iðnfrceðslulagafrumvarpið. Samþykkt var að vísa framkomnum breytingartillög- um fræðslunefndar, við frumvarp til laga um iðnfræðslu eins og það var eftir 2. umræðu í efri deild Alþingis, til milliþinganefndar í iðnfræðslumálum, er kosin var á Iðnþinginu 1945, en í þeirri nefnd voru: Tómas Vigfússon, Helgi H. Eiríksson, Þorsteinn Sigurðsson, Magnús Kjart- ansson og Guðm. H. Guðmundsson. Til frekari áréttingar var eftirfarandi tillaga sam- þykkt: „Níunda Iðnþing Islendinga ályktar, að breytingartil- lögur fræðslunefndar við frumvarp til laga um iðn- fræðslu eins og það var eftir 2. umræðu í efri deild Al- þingis, sé i aðalatriðum í samræmi við vilja Iðnþings- ins, og leyfir sér að vísa þeim til miiliþinganefndar í iðnfræðslumálum til fyrirgreiðslu." Utan dagskrár hafði Vigfús Friðriksson orð á því, að Sambandsstjórnin sæi um að æfisaga Tryggva Gunnars- sonar yrði seld iðnaðarmönnum við Því verði er upphaf- lega var lofað. Forseti Landssambandsins upplýsti það, að fengið væri munnlegt loíorð stjórnar Landsbankans fyrir því. Norræna Iðnþingið Eins og kunnugt er, var Norræna Iðnþingið háð í Stokkhólmi 18. og 19. sept. 1946. Af átta fulltrúum er kosnir voru á 8. Iðnþingi Islend- inga, mættu þessir: Sveinbjörn Jónsson, Reykjavík, Sigurður Guðmundsson, Isafirði, Þorgeir Jósefsson, Akranesi, Bror Westerlund, Hafnarfirði. Á 4. þingfundi 24. júní s. I. flutti Sigurður Guðmunds- son, bakarameistari frá Isafirði, erindi um störf þings- ins, skýrði frá aðalinnihaldi úr skýrslum fulltrúanna frá Norðurlöndum, og lýsti allítarlega störfum þingsins og því sem þar gerðist. Að síðustu fóru fram kosningar í trúnaðarstörí Sam- bandsins. Helgi H. Eiríksson, er verið hefur forseti Sambandsins frá stofnun þess, vildi ekki gefa kost á sér til endurkjörs; barst honum þá svolátandi áskorun: „Undirritaðir þingfulltrúar á 9. Iðnþingi Islendinga í Vestmannaeyjum, senda hér með núverandi forseta Landssambands iðnaðarmanna eindregna áskorun um að gefa kost á sér til endurkjörs, um leið og þingið vottar honum fyllsta traust fyrir áður unnin störf í þágu iðn- aðarins". Undir áskorun þessa höfðu 38 þingfulltrúar ritað nöfn sín, og féllst þá Helgi á að taka sæti í stjórninni í þetta sinn. Samkvæmt tillögu kjörnefndar voru þessir menn kosn- ir i stjórn Landssambandsins: Helgi H. Eiríksson, Einar Gíslason, Guðmundur H. Guð- mundsson, Guðjón Magnússon, Tómas Vigfússon. Stjórnin hefur skipt með sér verkum þannig: Forseti: Helgi H. Eiriksson, Varaforseti: Einar Gíslason, Ritari: Guðjón Magnússon, Gjaldkeri: Guðm. H. Guðmundsson, Vararitari: Tómas Vigfússon. Sveinbjörn Jónsson, er hefur átt sæti í stjórn Lands- sambandsins i mörg ár, gat ekki vegna lasleika sótt þing- ið, og baðst eindregið undan endurkjöri. Samkvæmt tillögu frá Indriða Helgasyni og Guðm. H. 119

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.