Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 26

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1947, Blaðsíða 26
[ðnaðarritið 9. - 10. XX. 1947 Frá Sambandsfélögum Frá Iðnaðarmannafélagi Norðfjarðar. Aðalfundur var haldinn 9. febrúar 1947. Formaður gaf yfirlit yfir störf á liðnu ári. Fimm fundir og 8 stjórnarfundir höfðu verið haldnir. Kauptaxti félgsins var samræmdur og er nú sama kaup hjá öllum iðnaðarmönnum, sem tímakaup taka. Þá var í fyrsta sinn sett vikukaup og ákvæði um slysadaga og fleiri réttindi. 1 félgið hafa gengið 6 menn á árinu, og eru félags- menn 30, þar af 2 heiðursfélagar.. Einn maður hefir gengið úr því, Sigurjón Jónsson, málari, sem fluttist til Hafnarfjarðar. Þann 29. okt. varð Eiríkur Eliasson, húsasmiðam. 70 ára. Stjórn félagsins heimsótti hann á afmælinu og af- henti honum skjal sem heiðursfélaga. Á fundi 24. rióv. minntist formaöur á 10 ára afmæli félagsins, sem var þann 1. nóv. 1946, og rakti stuttlega sögu þess. Var afmælið haldið hátíðlegt 6. marz s. 1. eins og sagt var frá í 5-6 hefti. . Vinna var yfirleitt mikil og vöntun á faglærðum mönn- um eins og undanfarin ár. Félagið hélt uppi iðnskóla eins og að undanfarna vet- ur, í honum eru 14 iðnnemar. Þessir menn voru kosnir í stjórn: Valgeir Sigmundsson, endursk. form. Jóhann Gunnarsson, ritari, Helgi Jónsson, gjaldk. endursk., Meðstjórnendur: Sigurður Friðbjörnsson, endursk. og Jón S. Einarsson. Iðnaðarmannafélag Austur-Húnvetninga á Blönduósi hélt aðalfund sinn sunnudaginn 27. apríl s.l. Félagið sá sér ekki fært, fjárhagsins vegna, að senda mann á næsta iðnþing, en óskaði eindregið eftir því að þingið leggi áherzlu á, að Innkaupasamband iðnaðar- manna verði eflt sem mest. Guðmundssyni, var einróma samþykkt að senda honum svohljóðandi simskeyti: „Um leið og Sveinbjörn Jónsson, samkvæmt eigin ósk víkur úr stjórn Landssambands iðnaðarmanna, vill ní- unda Iðnþing Islendinga votta honum traust sitt og þakkir fyrir langt starf og heillaríkt i þágu iðnaðarmanna og iðnaðarsamtakanna." 1 varastjórn Landssambandsins voru þessir kjörnir: Þorsteinn Sigurðsson, Þóroddur Hreinsson, Ársæll Árnason, Júlíus Björnsson, Vigfús Sigurðsson. Endurskoðendur reikninga: Þorleifur Gunnarsson, Ásgeir G. Stefánsson. Til vara: Kristólína Kragh, Bror Westerlund. Atvinna hefur verið mikil síðasta ár og afkoma Því góð hjá iðnaðarmönnum, og lítur einnig út fyrir að verði eins á þessu ári. Á Blönduósi vinnur talsvert af gerfismiðum og sér félagið enga leið til þess að ráða bót á því, þegar ekki er hægt að útvega fagmenn i staðinn. Sú breyting varð á stjórn félagsins að Guðmann Hjálm- arsson var kosinn formaður, Stefán Þorkelsson ritari og Björn Einarsson endurkosinn gjaldkeri. Iðnaðarmannafélag Akraness hélt aðalfund sinn í febr. s.l. Voru þar lagðir fram endurskoðaðir reikningar fé- lagsins, kosin stjórn og önnur venjuleg aðalfundarstörf framkvæmd. Félagið hélt sex fundi á árinu, er voru í meðallagi sóttir, virðist öll félagsstarfsemi vera nokkuð á hakan- um núna vegna annríkis iðnaðarmanna, en ekki er þó ástæða til svartsýni i þessu sambandi, og mun félags- starfsemin vafalaust færast í aukana, þegar atvinna manna rénar. Iðnaðarmannafélagið rekur hér Iðnskóla eins og að undanförnu með góðum árangri, skólastjóri er Magnús Jónsson. Iðnaðarmenn mynduðu á árinu sem leið hlutafélag um byggingavöruverzlun, en er rekin í smáum stíl vegna vöruskorts. Mjög takmörkuð innflutningsleyfi hafa feng- ist og þess vegna orðið að búa við tilfinnanlega vöntun á byggingarefni. Vonandi tekur Innkaupasamband iðn- aðarmanna bráðlega til starfa og bætir úr þessu öllu. Kosningu í stjórn hlutu Jóhann B. Guðnason, formað- ur, endurkosinn, Sigurður Símonarson ritari, endurkos- inn, Halldór Þorsteinsson gjaldkeri, endurkosinn og þeir Lárus Árnason málaram. og Brynjólfur Kjartansson húsasmíðam. meðstjórnendur. Frá Iðnaðarmannafélagi Patreksfjarðar. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 4. júní þ. á. fór fram stiórnarkosning. Fyrrverandi stjórn baðst öll undantekningarlaust og eindregið undan endurkosningu. Félaginu hafði á siðasta ári borist nýir starfskraftar, þar sem sex nýir félagar gengu inn. 3 gengu úr félaginu. Starfsemi félagsins hefur verið nokkuð dauf undanfaiið. Fundurinn samþykkti að senda fulltrúa á Iðnþingið í Vestmannaeyjum og tókst séra Einar Sturluson förina á hendur, en varð að hætta við hana á síðustu stundu. Þessir menn voru svo kosnir í stjórn félagsins: Formaður: Steingrimur Sigfússon, málari. Ritari: Guðjón Jóhannesson, trésmiður, Gjaldkeri: Páll Jóhannesson trésmiður. Ritstjórar: Sveinbjörn Jónsson, pósth. 491, sími 2986, og Páll S. Pálsson, Laugaveg 10 (skrifstofa), sími 5730. PrentstaÖur: Herbertsprent, Bankastræti 3, sími 3635. Afgreiðslu ritsins annast skrifstofa Lands- sambands iðnaðarmanna, Kirkjuhvoli, sími 5363. Afgreiðsla auglýsinga er hjá Félagi isl. iðnrekendn, Laugaveg 10, sími 5730. 120

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.