Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1956, Blaðsíða 1

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1956, Blaðsíða 1
1. hefti 29. árg. 1956 <b70.íT GEFIÐ UTAF LANDSSAMBANDI IÐNAÐARMANNA JmtflutmtfQm idnndavvavft og ionaðftrvlnifu 17. Iðnþing íslendinga beinir þeim eindregnu áskorunum til Alþingis, ríkisstjórnar og innflutningsyfir- valda: I. Að koslir iðnaðarins verði eigi þrengdir, með því að flytja inn, hálfunnar eða fullunnar, þær iðnað- arvörur, sem liægt er að framleiða í landinu sjálfu. Ber og í því sam- bandi sérstaklega að benda á, að öll sú iðnaðarvinna, sem leyst er af hendi hér heima, er eigi aðeins til atvinnuaukningar, heldur færir ln'in og aukin verðmæti sjálfu þjóðar- búinu. II, Að hinn íslenzki iðnaður verði ekki harðar leikinn i tolla- og skattaálögum í innflutningi á efni- vörum og vélum, en sjávarútvegur og landbúnaðnr, og viljuin við þá sérstaklega benda á þau friðindi, sem sjávarútveginum eru sköpnð á kostnað iðnaðarins, þegar fiskibátum er siglt til erlendra hafna, til þess að skipta um vélar, og losnað á þann hátt við tolla og skatta, sem hann yrði annars að greiða, væri verkið unnið af íslenzkum iðnaðarmönnum. GREINARGERÐ. Það má ljóst vera hverjum þeim, sem um þau mál hugsa, hve mikinn þátt hinn islenzki iðnaður á í af- komumöguleikum og þróun þ.jóðar- innar, því hvar sem bátur eða skip fer, hvar sem hús rís af grunni, hvar sem hjól snýsl, c. m. ö. o. að hvar sem athafnalif bærist til lands eða sjávar, þar hefnr hinn íslenzki iðn- aður lagl á gjörva hönd. Eftir skýrslum Hagstofunnar er lalið að hinn íslenzki iðnaður brauð- fæði fleiri einn, en sjávarútvegur og landbúnaður til samans. Það verð- ur því að tcljast harla einkenuilcg ráðstöfun af hálfu þcss opinbera að stofna til samkeppni við íslenzkan iðnað með því m. a., að leyfa inn- flutning á margskonar iðnaðarvarn- ingi bæði hálf- og fullunnum og cyða til þess crlcndum gjaldeyri, enda þótt gjaldeyrisyfirvöldin virð- ist ekki aflögufær á stundum. Þannig er a. m. k. óhætt að fullyrða, að Sijóm Landsmmbands iðnaðarmanna: Tómas Vigfússon, Vigfús Sigurðs- son, Björgvin Frederiksen, Ouðmundur Halldórsson, Einar Gíslason. LANOSBÚKÁSAFN 213853 ÍSLANDS

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.