Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1956, Blaðsíða 2

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1956, Blaðsíða 2
TlMARIT IÐNAÐARMANNA Ályktanir 17. lðnþings íslendinga (Pramhald af bls. 1). með þeim hætti, sem npp hefir verið tekinn, mcð því að sigla fiskibátum til crlendra staða til þess að skipta um vélar i þeim, þá muni til þessa þurfa ekki minna en kr. 100.000,00 pr. bát, í erlendum gjaldeyri, umfram það sem til þyrfti, ef verkið væri unnið hér iieima. Þá er og einnig sömu sögu að segja um almcnnings- vagna þá, sem inn eru fluttir með yfirbyggingu, þar mun gjaldeyris- eyðsla vera ca. kr. 200.000,00 nm- fram það sem hún væri, ef yfirbygg- ingin væri smíðuð hér innanlands. Þá viljum við einnig benda á inn- flutning hinna svonefndu högg- steypuhúsa (schokbeton) og verður það að teljast alveg sérstakur hugs- unarháttur þcirra, sem með þau mál fara, að i landi jafn ríku af steini og vatni, sem Island þó er, að þá skuli vera leyfður innflutningur á þessu hvorutveggja og sóað til þess erlendum gjaldeyri. Hér er um að ræða leiðir, sem telja má þjóðhættulegar og væri eðliiegra, að ráðamenn þjóðarinnar sýndu þann skilning á gildi hins isienzka iðnaðar, að þeir sköpuðu honum þau skilyrði til starfa, að hann gæti stað- ið jafníætis við erlendan iðnað. Því auk þess scm umframeyðsia er á er- lendum gjaldeyri, svo sem hér hefir vcrið á bent, þá falla einnig niður af þessu að vcrulegu leyti tollar og skattar til ríkissjóðs. Enda þótt hér hafi aðeins 3 atriði verið nefnd þá er þessu einnig svo farið um margar iðngreinar, t. d. fatagerð, innréttingar i verzlanir o. fl. o. fl. LÖG OG REGLUGERÐ UM IÐNSKÓLA. 17. Iðnþing íslcndinga fagnar sctningu laga og reglugerðar um iðnskóla, og telur ekki ástæðu til athugasemda í því sambandi, á með- an ekki er komin reynsla á fram- kvæmd þeirra. Þó telur þingið að æskilegt hefði verið, að reglugerðin hcfði verið látin ná til iðnskólanna cingöngu, sbr. 44. gr. hennar. ATVINNULEYFI ERLENDRA IDNAÐARMANNA. Iðnþingið fehir stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna að vinna að því að atvinnulcyfi til erlendra iðn- aðarmanna svo og veittra atvinnulcyfa til þcirra, verði ávallt borin undir viðkomandi stctt- arfélög á staðnum, eða ef þau eru eigi til, þá Iðnaðarmannafélag og eða Iðnráð staðarins. BYGGING IÐNSKÓLANS í REYKJAVÍK. 17. Iðnþing íslendinga telur æski- legt, að smíði iðnskólahússins í Reykjavík verði hraðað, eftir því sem frekast cru föng á, til þess að unnt verði að hrinda í framkvæmd þeim verkefnum, sem framundan eru og mest aðkallandi, svo sem að koma á fót við Iðnskólann í Reykja- vík. a. Forskólum. b. Meistaraskóia. c. Tækniskóla (framhaldsskóla). d. Verklegum námsskeiðum í ýms- iðngreinum. Felur þingið Sambandsstjórn að veita bygginganefnd hússins og stjórn skólans fullan stuðning til þess að fá fjárframlög í þessu skyni. IÐNAÐARSKÝRSLUR. 17. Iðnþing íslcndinga skorar ein- dregið á alla þá iðnaðarmenn eða fyrirtæki þeirra, er eigi hafa skilað til Hagstofunnar skýrslum um iðn- aðarframleiðslu árið 1953, að gera það nú þegar. í þvi samhandi vill ])ingið sérstak- lega benda á, að ef eigi verða nú skjót skil á skýrslum þessum, þá mun Hagstofan verða að hætta alveg við þessa skýrslusöfnun, vegna van- rækslu skýrsluskyldra aðila. Þingið leggur sérstaka áherzlu á, að cf eigi verður hægt að sýna með skýrslum, hver þáttur iðnaðarins sé í þjóðarbúinu, ])á muni það verða til alvarlegs tjóns fyrir iðnaðinn í landinu og framgang hagsmuna- mála hans. URSMIÐAFELAG ISLANDS. Aðalfundur Úrsmiðafélags íslands var haldinn 25. okt. s.l. Gerðar voru nokkrar breylingar á lögmn félags- ins. Aðal breytingarnar voru varð- andi félagsréttindi. Samkvæmt eldri lögum félagsins, gátu þeir einir orðið félagar, sem réttindi höfðu sem úrsmiðir og ráku sjálfstæða at- vinnu. Þessi grein félagslaganna breytist þannig: Félagsmaður getur hver sá orðið, sem lögum samkvæmt hefir öðlast ful'l réttindi sem úrsmiður og starf- rækir, eða hefir iðnina að aðalstarfi. Stjórn félagsins skipa nú eftir- taldir mcnn: Form. Magnús E. Baldvinsson, gjaldk. Guðlaugur Gíslason, ritari Ólafur Tryggvason. — Varastjórn: Form. Hjörtur Björnsson, gjaldk. Magnús Sigurjónsson, rilari Sigurð- ur Tómasson. IÐNAÐARMANNAFELAGI© „HAMAR", HVERAGERÐI. Á aðalfundi Iðnaðarmannafcl. „Hamars", Hveragerði, 30. marz 1955 voru eftirtaldir menn kjörnir í stjórn þess: Formaður: Stefán .1. Guðmunds- son, varaformaður: Eiður Her- mundsson, ritari: Árni Jónsson, gjaldkcri: Stefán G. Guðmundsson, fjárm.r.: Jón Guðmundsson. Varastjórn: Sig. Eliasson, Aðal- stcinn Michelsen. Endursk.: Stefán Magnússon og Georg B. Miphelsen, til vara: Þor- lákur Kolbeinsson. TRÉSMIÐAFÉLAG AKUREYRAR. Aðalfundur félagsins var haldinn 27. febrúar 1955. Ný stjórn var kos- in fyrir félagið og skipa hana þess- ir menn: Formaður: Jóhannes Hermunds- son, varaformaður: Magnús AI- bertsson, ritari: Axel Jóhannesson, varar.: Lárus Björnsson, gjaldkcri: Níels Kröyer, varagjaldkcri: Þor- steinn Þorsteinsson. — Endurskoð- endur: Rafn Magnússon og Tryggvi Gunnarsson. Félagsstarfsemi var fremur lítil á árinu. Árshátíð var haldin og 50 ára afmæli félagsins minnst. Samþykkt var að fela stjórninni að lief.ja skóg- rækt til minningar um tímamótin í sögu félagsins. í fclaginu ríkir ni'i meiri félags- andi og bjartsýni en oft áður. Af- koma félagsmanna var góð á árinu, en nokkrir höfðu atvinnu sina utanbæjar.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.