Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1956, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1956, Blaðsíða 3
TlMARIT IÐNAÐARMANNA Hdmsheið í shípulaanfnðu 09 rehstrí fyrirtájt í byrjun april n.k. eru væntan- legir til landsins á vcgiim Iðnaðar- málastofnunar Islands í samráði við Félag íslenzkra iðnrekenda, Lands- sainband iðnaðarmanna, Samband islenzkra samvinnufélaga og Vinnu- veitendasamband Islands tveir ráðu- nautar í skipulagningu og fram- leiðslueftirliti i iðnfyrirtækjum. Ráðunautarnir eru Mr. George M. Arisman iðnaðarverkfræðingur og próf. dr. II. Herton Sheldon, en þeir hafa starfað lijá Framleiðniráði Evrópu i rúmlega eitt og liálft ár. Á þeim tíma faafa þeir ferðazt til níu Evrópurikja, þ .e. ítaliu, Frakk- lands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Þýzkalands, Spánar, Belgiu og Tyrklands. í hverju þessara landa hafa þeir dvalizt frá tveim og upp í sjö vikur og flutt fyrirlestra fyrir um 6000 manns samtals, aðallega forráðamenn og stjórnendur iðn- fyrirtækja. Einnig hafa þeir heim- sótt og rannsakað um 75 verksmiðj- ur og veitt um eitt hundrað fyrir- tækjum hagnýlar leiðbeiningar. Hér a landi munu ráðunaularnir dveljast frá 9.-28. apríl. Er fyrir- hugað að fyrstu vikuna heimsæki þeir fyrirtæki, sem þess kunna að óska, eftir þvi, sem við verður komið, og veiti leiðbeiningar, sem miði að liagkvæmari rekstri. Munu ráðunautarnir heimsækja Ak- ureyri síðari hluta vikunnar. Hinn 10. apríl hefst svo námskeið í Reykjavík, sem stendur yfir í tvær vikur, og er það ætlað stjórnendum hvers konar framleiðslufyrirtækja, sem hafa áhuga á að kynnast nýjum viðhorfum í gerð áællana, skipu- lagningu framleiðslu og eftirliti i iðnfyrirtækjum. Er ráðgert, að tveir fyrirlestrar verði fluttir daglega, þar af annar árdegis. Verða þeir túlkaðir jafnóðum, en á eftir er gert ráð fyrir umræðum og verður túlkur til staðar eftir þvi sem þarf. Er nauðsynlegt, að væntanlegir þátttakendur ætli sér nægan tíma til að sækja fyrirlestr- ana þær tvær vikur, sem þeir standa yfir (16.—27. april). Mr. George M. Arisman, sem hefur starfað sem ráðgefandi iðnaðarverk- fræðingur í m. a. máim-, plast-, hús- gagna-, gler- og matvælaiðnaði, mun flytja fyrirlestra um áætlanir og skipulagningu á innkaupum, fram- leiðslu, sölu og fjármálum, og hvern- ig þessir meginþættir rekstursins verða bezt samhæfðir. Próf. dr. H. Herton Sheldon er verkfræðingur að menntun með doktorsgráðu i eðlis- og stærðfræði. Hann hefur starfað sem prófessor, ráðgefandi verkfræðingur fyrir iðn- fyrirtæki og einnig sem fram- kvæmdastjóri. Dr. Slieldon mun flytja fyrirlestra um skipulagningu framleiðslu iðnfyrirtækja og eftirlit með framleiðslurásinni. Af Iiinum ýmsu þáttum þessarar starfsemi, sem fjallað verður um, má nefna: Skipulagningu verkefna með tilliti til vinnuafls og véla, úthlutun og dreifingu efnis til verkefna, söfnun upplýsinga til notkunar við samning kostnaðaráætlana, útreikninga o. s. frv. Svo sem áður er getið, er nám- skeiðið ætlað stjórnendum fram- leiðshifyrirtækja og aðstoðarmönn- um þeirra og eru þeir, sem áhuga hafa fyrir að taka þátt í námskeið- inu og einnig vilja fá tækifæri til að ræða við ráðunautana meðan þeir dveljast hér á landi, beðnir um að snúa sér til skrifstofa neðangreindra samtaka, ef þeir eru aðilar að þeim, eða Iðnaðarmálastofnunar Islands fyrir 5. apríl n.k. Nánari upplýsingar um væntanlegt námskeið og annað, er viðkemur heimsókn ráðunautanna, verða veitt- ar hjá Félagi ísl. iðnrekenda, Lands- sambandi iðnaðarmanna, Sambandi ísl. samvinnufélaga, Vinnuveitcnda- sambandi íslands og Iðnaðarmála- stofnun íslands. (Frá Iðnaðarmálastofnun íslands). Iðnráð Reykjavíkur Iðnráð Reykjavíkur hélt aðalfund sunnud. 29. janúar s.l. i Baðstofu Iðnaðarmanna. Formaður og ritari fluttu skýrslu stjórnarinnar um störfin síðasta kjörtímabil, sem reyndust all umfangsmikil. Stjórnin hélt 51 bókaðan fund á tímabilinu og skrifaði 220 bréf til ýmissa aðila. Störf iðnráðsstjórnar beindust aðal- lega að réttinda- og kærumálum varðandi iðnað. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa eftir- taldir menn: Guðmundur Halldórsson húsa- smiður, formaður, Gísli Jónsson bif- reiðasmiður, varaformaður, Valdi- mar Leonhardsson, bifvélavirki, ritari, Gísli Ólafsson bakari, gjald- keri og Þorsteinn B. Jónsson málari, vararitari. í varastjórn voru kosnir: Þórólfur Beck húsgagnasmiður, Óskar Hallgrímsson rafvirki, Guð- mundur Halldórsson prentari og Þorsteinn Daníelsson skipasmiður. Endurskoðendur voru kosnir: Guðmundiir B. Hersir og Þorsteinn Daníelsson skipasmiður, lil vara Hallvarður Guðlaugsson. 1. febrúar 1956. F. h. Iðnráðs Reykjavíkur, Valdimar Leonhards. Bökunarfélag ísfirðinga 50 ára Um áramótin voru liðin 50 ár síð- an Bökunarfélag ísfirðinga hóf starfsemi sina. Hvatamenn að stofnun þcss voru ásamt mörgum öðrum: Magnús Torfason, bæjarfógeti á ísafirði, Pctur M. Bjarnason, kaupmaður og Helgi Sveinsson, iitibiisstjóri ís- landsbanka. Fyrsti bakari félagsins var Steinn Ólafsson, síðar bakari á Þingeyri. Árið 1908 tók Guðmundur Guð- mundsson frá Gufudal við forstöðu fclagsins og hafði á hendi eftir það, þar til sonur hans Sigurður tók við af honum. Undanfarin 30 ár hefir félagið haft samvinnu og samstarf við Kaup- félag ísfirðinga. Fastir starfsmcnn félagsins eru nú 6. Stjórn og starfsmenn félagsins minntust þessara timamóta með samkomu í veitingahúsinu Norður- póllinn. Viðskiptavelta félagsins 1954, nam um 600 þús. kr. og það ár voru framleidd 102 tonn af brauðvörum.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.